Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 13

Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 13
Hér kemur það skýrt fram að Múmín- mamma telur að Morrinn þrái ekki neitt eða hafi með öðrum orðum enga sál. Marina Warner segir að kenningar kristninnar um að sálin stigi til himna við dauðann hafi ekki gert umsvifalausa lukku hjá mönnum gegnum tíðina enda blandast öðrum hugmyndum um líf og dauða og valdið mönnum umtalsverðum heilabrotum. Getur sálin birst okkur eftir að hún fer úr líkamanum? Já, hún getur það og ef hún getur ekki skilið sig við jörðina er hún vís til að birtast okkur í einhverju sem líkist líkama hennar eða hulstrinu sem í raun er dautt. Þá tölum við um drauga. Sum hulstur þráast hins vegar við að deyja þó að sálin hafi yfirgefið þau. Þau halda áfram að vera meðal okkar, tóm og tilfinningalaus og mögulega stjórnað af vilja annarra. Óhugnanlegar, lifandi en þó dauðar verur af þessu tagi köllum við Zombí! Er Morrinn einn hinna lifandi dauðu? Þessi óhugnanlega vera eltir Múmín- snáðann út í eyju Múmínpabba. Á hverju kvöldi sýnir Múmínsnáðinn Morranum Ijósið. Þetta er eins konar hugræn atferlismeðferð hjá honum. Hans eigin foreldrar taka ekki einu sinni eftir því að hann er úti í myrkrinu, þau eru svo upptekin af eigin kvöl. Augljóslega samsamar Múmfnsnáðinn sig við einmanaleika þessarar óræðu veru sem enginn vill koma nálægt. Kvöldið sem Múmínpabbinn les hafinu pistilinn en fyrirgefur því þó, fer Múmínsnáðinn á fund Morrans en getur ekki sýnt honum Ijósið af því að olían er búin. Samt gleðst Morrinn yfir komu hans, dansar, gaular og jörðin frýs ekki undir honum eins °9 venjulega. Morranum er orðið hlýtt - hann þarf ekki að óttast einmanaleikann lengur því hann á orðið vin. Þannig má túlka lok bókarinnar en í raun hefur hún opinn endi. Lesendum er gert það Ijóst að fjölskyldan er á leið úr eyjunni upp í sinn gamla og góða Múmíndal. En hvað með Morrann? Hverju sóttist Morrínn eftir og hvað fékk hann? Hvert fór hann? Fékk hann vináttu Múmínsnáðans og væntumþykju eða fékk hann sál hans? Hefur Morrinn farið hamförum? Er hann orðinn hluti af Múmínsnáðanum? Ef Eyjan hans Múmínpabba er þroskasaga Múmínsnáðans er það víst að snáðinn hefur kynnst þunglyndi, geðveilum og tilfinningakulda þeirra sem næst honum standa í eyjunni og lært af því sína lexíu. Það kemur í Ijós að ógnirnar sem steðjuðu að húsi Múmínfjölskyldunnar í dalnum fagra komu ekki utan frá heldur innan frá og ef heimsendirinn verður f sálinni skiptir ekkert annað máli. Margir hafa bent á að Eyjan hans Múmínpabba sé engin barnabók en ég held að um það geti aðeins börnin dæmt. Börn eru afar nösk á að sloka í sig bækur sem þau hafa þörf fyrír en henda hinum. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands Heimildir: Arndís Þórarinsdóttir. 2006. „Hin Ijúfasta þrá." Börn og menning. 1. hefti. 2006. Ing-Mari Hassel. 2010. Tove Janssons Mumintroll. http://www.zein.se/ing-marie/mumintrollen.htm Marko Hietanen. 2010. Gotiska drag i Tove Janssons Muminböcker Med fallstudie av Smátrollen och den stora översvamningen. hj.diva- portal.org/smash/get/diva2:322385/FULLTEXT01 Jens Sigsgaard. 1948. Palli var einn í heiminum. Vilbergur Júlíusson þýddi. Reykjavík: Björk. Björk: „En islandsk muminmamma." Viðtal Philip Teir við Björku Hufudstadsbladet 3.8. 2010 Marina Warner. (2004) Fantastic Metamorphoses, Other Worlds. London: Vintage. Þórdis Gísladóttir. 2010. bls. „Hamingja og hamfarir í Múmindal og nágrenni." Börn og menning. 1. hefti. 2010.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.