Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 35

Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 35
IBBY fréttir 35 Ragnheiður Gestsdóttir fékk Sögusteininn Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á íslandi, var afhentur í fjórða sinn 2. apríl, á alþjóðlegunn degi barnabókarinnar. Upphæð verðlaunanna er 500 þúsund krónur en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað (slenskar barnabókmenntir. Varþaðeinrómaálitvalnefndar, semskipuðvarönnu Heiðu Pálsdóttur, bókmenntafræðingi, Ármanni Jakobssyni, bókmenntafræðingi og Rögnu Sigurðardóttur, myndlistarkonu og rithöfundi, að Ragnheiður Gestsdóttir skyldi hljóta verðlaunin. í greinargerð valnefndar segir meðal annars: Dómnefndin telur að Ragnheiður Gestsdóttir hafi með skáldsögum sínum, myndskreytingum, léttlestrarefni, endursögðum ævintýrum, söngvasöfnum og textasöfnum og fleiru, lagt fram mjög mikilvægan skerf til íslenskra barnabókmennta. Verkin hennar spanna allt frá fyrstu sporum barnsins inn í ævintýraheim bókmenntanna með vlsum, söngvum og litlum ævintýrum, alla leið til unglingsáranna með tilheyrandi vandamálum, þroska og uppgötvunar á hlutverki einstaklingsins í lífinu. Afhending verðlaunanna var lokahnykkur hátíðahalda IBBY á íslandi vegna dags barnabókarinnar 31. mars. Þá var ný íslensk smásaga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, síðasta Sögusteinshafa, lesin fyrir alla grunnskólanema á (slandi og var henni samtímis útvarpað á Rás 1. Sögusteinn var fyrst afhentur árið 2007. Áður hafa Sigrún Eldjárn, Kristín Steinsdóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir fengið Sögustein IBBY.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.