Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 30
30
Börn og menning
af því að einhver annar grípi inn í. En þó er
það einmitt það sem gerist í þessari sögu -
vandamál forsetans sem tíunduð eru að ofan
leysast í einu vetfangi þegar skörungur úr
Mývatnssveitinni straumlínulagar verkferla á
forsetaskrifstofunni.
Persónusköpun prinsessunnar er jafnframt
öll hin einkennilegasta, mótsagnakennd án
þess þó að það virðist meðvitað. Við upphaf
sögunnar þolir hún ekki tilhugsunina um
landslagsskoðun en örskömmu síðar vill hún
ekkert heitar en að fara í tjaldferðalag með
forsetanum. Strax eftir hlé kemur svo fram
hið klassíska vandamál kóngafólks, að henni
leiðist svo að ráða litlu um eigin örlög, en í
fyrri helmingi sýningarinnar var lítið tæpt á
þeim vanda. Og þó að hún ráði sig í vist hjá
kúabónda hálfan dag á meðan ævintýrinu
stendur, þá breytir það litlu um aðstæður
hennar svona heilt yfir og hún fer aftur heim
í höllina án þess að nokkuð hafi breyst.
Annar einkennilegur flötur á framvindunni
er hlutverk draugsins á Bessastöðum, sem
Kjartan Guðjónsson leikur alveg Ijómandi
skemmtilega. Þessi persóna hygg ég að sé sú
eina sem er skrifuð sérstaklega inn í leikritið
- þ.e. á ekki rætur í bókunum - en hlutverk
hennar var með öllu óljóst. Persónur sem hafa
þann tilgang helstan að kitla hláturtaugar
áhorfenda hafa venjulega einhvern snertiflöt
við atburðarásina, en það gerir draugsi
ekki. Hans eina framlag er að galdra fram
glæsilegar tertur í sögulok, og einhverra
hluta vegna hefur leikmyndahönnuðurinn
ákveðið að senda hinn þrjúhundruð ára
gamla uppvakning á námskeið hjá mömmur.
is, því hnallþórurnar eru allar hjúpaðar
sykurmassa eins og nú þykir hámóðins.
Sumpart velti maður því fyrir sér hvort
Þjóðleikhúsið styðji nægjanlega vel við ný
leikskáld. Gerður Kristný er þaulreyndur
höfundur sem hefur áður skrífað leiktexta -
en það að skrifa einleik er ekki sambærilegt
við að skrifa mannmargan söngleik á stóra
sviði Þjóðleikhússins. Af hverju fær höfundur í
þessari stöðu ekki dramatúrg sér til aðstoðar?
Að þessu sögðu ber þó að (treka að
sýningin var mjög skemmtileg áhorfs, þó að
einhver umkvörtunarefni megi tína til.
Tilgangur forseta
Pólitískar víddir verksins hljóta að vera
nokkrar, en það er frumsýnt fáum vikum
áður en nýkjörið stjórnlagaþing átti að taka
til starfa en eitt af fyrirliggjandi verkefnum
þess var að taka afstöðu til hlutverks forseta
lýðveldisins. Forsetaembættið virðist ekki
ýkja gagnlegt á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Fálkaorður eru umfjöllunarefni í leikritinu og
er heldur minni uppskafningsháttur á þeim
en maður á að venjast t.d. fær bréfberinn
orðu fyrir vel unnin störf. Hefur Gerður
Kristný m.a. orðað nokkra grunnskólabekki
fyrir að vera duglegir að raða skónum sínum.
Gerði Kristnýju lætur vel að skapa
skemmtilegar persónur og er forseti verksins
með þeim betri úr smiðju hennar. Hann er
dreyminn maður sem vill öllum vel og þjóðin
elskar hann því hann er svo duglegur að
borða kleinur. Að vísu er hann einu sinni
skikkaður til þess að fara ofan í skuggalegan
kjallarann á Bessastöðum þegar allir aðrir
neita að taka að sér það óyndislega starf.
„Þú ert forsetinn!" segir starfsliðið, sem
kannski bendir til þess að nokkur ábyrgð fylgi
öllu kleinuátinu.
Kannski umræður leikhúsgesta á
heimleiðinni úr Þjóðleikhúsinu muni
varanlega móta hugmyndir næstu kynslóða
um hlutverk forsetaembættisins?
Höfundur er formaður íslandsdeildar IBBY