Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 15

Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 15
Dansað í Múmindal 15 ferðalangarnir í Halastjörnunni sér tíma til að stíga dans. í múmínálfabókunum má sjá margar dansandi verur, oftar kvenkyns en karlkyns. Fyrir Snorkstelpuna er dansinn tæki til að tjá kvenlegheit svipað skartgripum hennar; í öllum útgáfum Halastjörnunnar er hún áhugasamari um dans en um halastjörnuna sem ógnar Jörðinni. ( bókinni er ást hennar á dansi lík því hvernig hún nýtur fegurðar og þess að vera fögur. Þannig snýst málið einnig um hégómleika, sem allir átta sig ekki á - spurningu sem leiðir til samræðna á milli Snorkstelpunnar og hins ofurjarðbundna bróður hennar. „Við höfum varla tíma fyrir þennan dans," sagði Snorkurinn. „Horfðu á himininn." Þau horfðu. „Hún hefur stækkað," sagði Snúður. „f gær var hún eins og nálarauga. Nú er hún eins og egg." „En þú kannt nú tangó," sagði Snorkstelpan. „Eitt lítið skref til hliðar og tvö stór aftur á bak." „Það hljómar auðvelt," sagði Múmínsnáðinn. „Systir," sagði Snorkurinn. „Það er ekki til alvarleg hugsun í höfðinu á þér. Geturðu aldrei haldið þig við efnið?" „Við byrjuðum á að tala um dans," sagði Snorkstelpan, „og svo skyndilega fórst þú að tala um halastjörnur. Ég er enn að tala um dans." {Kometjakten 1946 s. 113) Dansatriði í múmínálfabókunum Fyrsta beina lýsingin á dansi er í Kometjakten (1946) þar sem heil síða er lögð undir vatnslitamynd sem sýnir danspall ofan frá úr fjarlægð. Litlar verur dansa í pörum á opnu svæði sem er upplýst af luktum og umlukið skógi. Áhorfandinn er fyrir ofan og deilir útsýni með hinum áhorfendunum sem eru furðuverur neðst á myndinni. í forgrunni dansar par og einn þeirra sem dansar reynir að ná augnsambandi við þann sem horfir á myndina. Síðari tússútgáfur af upphaflegu vatnslitamyndinni birtust í Mumintrollet pá kometjakt (1956) og Kometen kommer (1968) sýna Þöngul og Þrasa sem dansparið. Fyrirmyndir þeirra eru Tove Jansson sjálf og leikhússstjórinn Vivica Bandler, tvær veisluglaðar, dansandi konur í Helsingfors á 6. áratug síðustu aldar. Tove Jansson gaf út margar útgáfur af Halastjörnunni og breytti þá líka danssenunum. Á undan dansinum á eftirfarandi samtal sér stað milli Snorkstelpunnar og Múmínsnáðans: „Kanntu að dansa sving?" spurði Snorkstelpan. „Eitthvað smá," svaraði Múmín- snáðinn. „En helst vals." {Kometjakten 1946 s. 113) í fystu útgáfunni spyr Snorkstelpan Múmínsnáðann „Kanntu að dansa sving?" en tíu árum síðar í Mumintrollet pá kometjakt snýst spurningin um kunnáttu í mambó. ( ensku þýðingunni eftir Elizabeth Portch, frá 1951, kemur samba fyrir og ég held að það hafi verið val Tove Jansson en ekki þýðandans. I finnsku þýðingunni stendur mambó, þar sem finnska útgáfan er gerð eftir „millibókinni", Mumintrollet pá kometjakt. I útgáfunni sem kom út 1968 með yfirskriftinni Kometen kommer {Halastjarnan) hefur Tove Jansson ákveðið að hliðra sér hjá því að velja dans. Enn í dag spyr Snorkstelpan: „Kannt þú þennan nýja hvaðhannnúafturheitir dans?" Svar Múmínsnáðans er eins í næstum öllum útgáfunum. Það bendir til stöðugleika hvað varðar dans og persónuleika: Múmínsnáðinn vill helst alltaf dansa vals. Fjölbreytni dansanna í ólíkum útgáfum Halastjörnunnar ber því vitni að Tove Jansson hafi álitið dansinn mikilvægan fyrir blæbrigðin í Múmínálfabókunum. Að sjálfsögðu endurnýjaði hún texta sína og myndskreytingar líka í öðrum tilgangi; hún breytti og tók burt smáatriði sem tengdust tíma og landafræði. Til dæmis er leikin „danstónlist frá Ameríku" í veislunni í Pípuhatti Galdrakarlsins frá 1948, en svo er ekki í seinni útgáfunum. í mismunandi myndasöguútgáfum af Halastjörnunni breytast dansarnir líka. [ útgáfunni sem kom út 1947-1948 og heitir Mumintrollet och jordens undergáng og birtist í tímaritinu Ny tid, er dönsuð rúmba og menúett, en ( myndasögunni Moomin and the Comet, sem Lars Jansson samdi textann að 1958, er dansað cool jazz og rokk. ( Kometjakten er líka teikning sem sýnir lífið á danspallinum í skóginum og síðan sjást dansandi pör í nærmynd. Þunglamalegir múmínálfarnir eru bornir uppi af litlum og

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.