Börn og menning - 01.04.2011, Síða 23

Börn og menning - 01.04.2011, Síða 23
Leikhús fyrir litil börn - og líka þau stærri 23 í leikhúsinu. Nú og svo fara þau bara að grenja ef það er ekki nógu skemmtilegt og ef tilfinningarnar bera þau ofurliði. Leiksýningar fyrir leikskóla- og skólabörn - Pero í Stokkhólmi Á Sveaveginum í Stokkhólmi er leikhúsið Pero sem segja má sannkallað barna- og unglingaleikhús, þó að þar séu stundum líka settar upp sýningar fyrir fullorðna. Leikhúsið var stofnað af Peter Engkvist og Roger Westberg árið 1983 og hefursíðan verið eitt af leiðandi leikhúsum á Norðurlöndum þegar um er að ræða barnasýningar. Sýningum þess hefur oft verið hrósað í hástert og leikhúsið hlotið ýmsar tilnefningar, verðlaun og viðurkenningar. I dag er Peter Engkvist listrænn stjórnandi leikhússins og eiginkona hans, Bára Lyngdal Magnúsdóttir leikkona, er einn margra fjölhæfra listamanna sem starfa hjá Teater Pero. Leikhúsið er mjög vel þekkt um alla Sviþjóð, þar sem ferðasýningar eru mikilvægur hluti starfsins og leikararnir hafa ferðast um með sýningar allt frá Kiruna í norðri til Ystad í Suður-Svíþjóð og tekið þátt í leiklistarhátíðum víða um heim. Fyrir nokkru síðan gerði ég mér ferð í fallega leikhúsið við Sveaveginn, sá leiksýningu í húsinu og hitti Báru, sem sýndi mér húsið og sagði mér frá sögu þess og markmiðunum með starfseminni. Nýjar leiðir í gegnum árin hefur Pero-leikhúsið þróað sinn eigin listræna stíl þar sem látbragðsleikur kemur oftar en ekki við sögu. Látbragðsleikurinn er oft það sem byggt er á en samtöl og tónlist leika líka gjarna stór og mikilvægt hlutverk í sýningum leikhússins. Hver leikari leikur oft mörg hlutverk og börnunum er gjarna treyst til að skilja og fylla í hugsanlegar eyður í sögunni á eigin spýtur. Pero-leikhúsið hefur unnið og sett upp verk fyrir börn allt frá 2ja ára og upp úr eftir bókum þekktra sænskra barnabókahöfunda á borð við Piju Lindenbaum og Barbro Lindgren, en einnig hafa leikarar og leikstjórar sett saman eigin sýningar. Verkin sem sett hafa verið upp frá stofnun leikhússins eru orðin töluvert á annað hundrað. í starfi leikhússins hefur alltaf verið haft að leiðarljósi að vera leitandi í sköpuninni og hika ekki við að tipla út á hálan ís ef svo ber undir, leikararnir ögra ósjaldan bæði sjálfum sér og áhorfendum og prófa óhikað að fara nýjar leiðir. Sýningar hjá Pero-leikhúsinu Bára fræddi mig um tvær vinsælar og lofaðar sýningar sem Pero-leikhúsið hefur sýnt fyrir börn undanfarið. Astons stenar (Steinar Astons) var frumsýnt haustið 2010 og gengur enn. Þetta er hálftímalöng sýning Babydrama er ferð sem hver einasta manneskja hefur tekið þátt í; lýst er frjóvgun, dvöl fósturs í móðurkviði og fæðingu, fyrstu kynnunum af foreldrum og því hvernig manneskja öðlast eigin persónuleika og sjálfstæðan vilja. Boðskapur verksins til barnanna er: Velkomin til lífsins! Á Norðurlöndunum hafa síðan í kjölfarið verið settar upp þó nokkrar smábarnaleiksýningar þar sem fléttað er saman listgreinum. Sýningarnar eru oft um hálftími að lengd og börnin eru virkir þátttakendur í þeim, enda ekki hægt að ætlast til þess að þau taki við áreitinu þegjandi og hljóðalaust. Dans og hreyfingar eru oft mikilvægur hluti þessara sýninga í samspili við orð og allskonar hljóð og brúður koma oft við sögu. Á sýningunum er skriðið, hlaupið og stokkið og jafnvel hrasa menn og detta á hausinn, það er jú eitthvað sem börn þekkja af eigin raun. Ýmiss konar endurtekningar eru gjarna hluti sýninganna og svo er kannski farið í feluleiki, það finnst litlum krökkum svo skemmtilegt. í fyrrnefndri grein Karin Helander kemur fram að leiksýningar fyrir litlu börnin séu sjaldnast frásagnir í tímaröð og þema leiksýninganna sé oft tilfinningatengt, til dæmis vináttan, en henni tengjast tilfinningar á borð víð gleði, sorg, hræðslu, ótta, ást, afbrýðisemi og undrun. Það er oft fjör á leiksýningum fyrir litlu börnin ekki síður en fyrir þau eldri, við vitum öll að allra yngstu börnin hafa skopskyn, þau brosa, hlæja og sýna með öllum líkamanum ef þeim finnst gaman

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.