Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 14
14 Börn og menning Sirke Happonen Dansað í Múmíndal Ærslafull stökk og tilvistarleg hreyfitjáning I múmínálfabókunum eru oft haldnar veislur og þegar haldin er veisla, þá er dansað. Dansinn miðlar gleði, samveru og einstöku gildi samvistanna. í bókum Tove Jansson sem ætlaðar eru fullorðnum er líka dansað í veislum, hvort sem um er að ræða viðburði á æskuheimilinu eða vorglöðu stúdentana við Ateneum, sem eru að skemmta sér. í smásögunnni „Avstutningsdag" (Útskriftardagur) þeytist sögupersónan um í vínarvalsi svo ekki er pláss fyrir neina aðra á dansgólfinu og við sólarupprás uppi á fjalli teygir hún úr handleggjunum og lætur fæturna dansa að eigin vild (Meddelande 1998). Dansatriðiðin í múmínálfabókunum eru meðal þess sem Tove Jansson notar til að koma hreyfingu á textann. Hreyfitjáning er mikilvæg í myndabókum, það má einfaldlega segja að ein opna í myndabók geti miðlað mikilli hreyfingu á meðan önnur lýsir stemningu kyrrðar og stillu. Maurice Sendak, sem kannski má kalla sporgöngumann myndabóka nútímans, hefur notað orðin quicken, vitalize og vivify um myndlýsingar; myndin þéttir, lífgar, blæs lífsneista í frásögnina og heldur henni á hreyfingu1. Sendak talar um sköpunarkraft tónlistarinnar en hann hefði allt eins getað talað um dans. Hreyfingar í myndum margra bóka Tove Jansson varpa Ijósi á sérkenni myndabókarinnar: Röð frásagna af atburðum, hefðbundin atriði í vinstri- og hægri hliðum myndanna, persónulýsingar og samband texta og mynda. Áhrif umhverfisins og stöðu persónanna, takt, kyrrstöðu og hraðaskiptingar má ekki eingöngu sjá í myndabókunum heldur líka í myndskreyttu skáldsögunum um múmínálfana. Myndrófið sem Tove Jansson notar til að lýsa hreyfingu er vítt og hlaðið smáatriðum. í bakgrunni eru fyrstu myndir hennar sem sýna hreyfingu. Um fimm ára aldur teiknaði hún myndir af verum sem héldust í hendur og hreyfðu sig í keðju. Ein sýnir til dæmis tvær stelpur á fullri ferð, höfuð þeirra snúa í áttina sem þær hreyfast í og handleggirnir eru eins og langir bogar; hreyfiáttin er undirstrikuð með því að fæturnir bogna undan líkamanum. Keðja handa og fóta heldur áfram út á jaðar myndarinnar þar sem þriðja veran er að hverfa út úr myndinni. Á sama máta er dansað í Paradís í einni æskumynda Tove Jansson, þar sem Adam, Eva, fíll og api eru á hreyfingu undir eplatré. Sem barn teiknaði hún líka mismunandi dansstöður. I tímaritinu Garm eru myndskreytingar þar sem sjá má hraðan og glaðlegan dans. Þar dansa oftast stelpur en einnig má sjá litlar verur, þeirra á meðal snork-múmínálf. Hnjám er lyft og fæturnir hreyfast, sérstaklega til hliðanna þar sem múmínálfarnir mynda eins konar ramma utan um myndina. í múmínálfabókunum tjá verurnar lífsgleði í dansi, en líka veruleikaflótta og frelsistilfinningu. Fillífjonkan dansar sig frá kjánalegum skyldum á Jónsmessuenginu og þegar á að þvo motturnar. Þrátt fyrir að halastjarnan ógni við sjónarrönd, gefa 1 Mauriœ Sendak, „The Shape of Music", Caldecott & Co. Notes on Books & Pictures, New York 1988 [1964], s. 3-9.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.