Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 24

Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 24
24 Böm og menning með þremur leikurum, fyrir börn frá 3ja ára, byggð á myndabók eftir Lottu Geffenblad. Aston er lítill hvolpur með stórt hjarta, sem vorkennir öllum steinunum sem hann finnur. Þeir eru litlir og stórir og afar ólíkir, en hann finnur til með öllum og smyglar steinunum heim með sér. Þar býr Aston um steinana svo þeim sé hlýtt og líði vel, en að lokum verður býsna þröngt hjá hundafjölskyldunni. Foreldrar Astons vonast eftir að hægt sé að finna betri stað þar sem steinarnir geta átt heima. Sagan fjallar um væntumþykju, hversu auðvelt það er i raun að elska og hugsa vel um hlutina og fólkið í kringum okkur og um gildi þess að átta sig á fegurð hins smáa, jafnvel litlu, köldu steinanna sem verða á vegi okkar. Foreldrar Astons eru þolinmóðir og skilningsríkir og auðvitað dálítið þreyttir á steinagæsku sonarins en Aston lætur ekkert stoppa sig, hann þarf að hugsa um steinana sína hvað sem tautar og raular! í sýningunni nota leikararnir hreyfingar og dans til að tjá nánd og fjarlægð og tilfinningar eru sýndar með allskonar látbragði. I verkinu er flutt djassskotin tónlist eftir Ulf Eriksson, sem einnig leikur pabbann en mömmuna leikur Bára Lyngdal og litla hvolpinn leikur Magnus Lundblad. Að sjálfsögðu endar leikritið um steinana hans Astons vel, foreldrarnir sannfæra hann um að þeir þurfi að fá sér frí með sínum líkum á stóru steinaströndinni. Aston samþykkir þá hugmynd fús og kveður steinana sína á ströndinni, en á heimleiðinni finnur hann trjágrein sem er afskaplega einmana og yfirgefin og auðvitað þarf hann að lauma henni með sér því einmana og yfirgefnum trjágreinum er að sjálfsögðu vorkunn! Annað áhugavert verk sem Pero-leikhúsið hefur sýnt nýlega er Harald hittar hem (Flarald ratar heim) sem er fjörutíu mínútna sýning sem var á fjölunum í fyrra og er verkið hugsað fyrir krakka frá sjö ára. Leikritið er samið af leikurunum sjálfum og þar er fengist við spurningar á borð við: „Hvernig er hið fullkomna barn?"„Hvaða væntingar hafa fullorðnir til barna?" og „Er hægt að búa til fullkomið barn sem samsinnir þeim fullorðnu alltaf og gleymir aldrei að þakka fyrir sig?" Harald er búinn til af brjálaðri vísindakonu á rannsóknarstofu, hún er í upphafi sýningar á lokasprettinum við að smíða „hið fullkomna barn". Litli strákurinn fær síðustu leiðbeiningarnar og kennslustund á rannsóknarstofunni um mannleg samskipti. En allt fer ekki eins og vísindakonan ætlar sér því Harald fær sjálfstæðan vilja og eigin persónuleika. Sagan er sorgleg og dálítið óhugnanleg og hafði mikil áhrif á marga fullorðna áhorfendur, einn gagnrýnandi sagðist til dæmis hafa grátið í lok sýningar en furðaði sig jafnframt á að börnin skemmtu sér hið besta og hermdu eftir vélmennahreyfingum Haralds. Börn og fullorðnir upplifa oft ekki leiksýningar á sama hátt. Nýjasta barnaleikverk Pero-leikhússins er Hemllgheternas skog eller jakten pá den försvunna stjárnan. (Leyndarmálaskógurinn eða leitin að horfnu stjörnunni) eftir Stalle Ahrreman, Peter Engkvist og Magnus Lundblad, sem var frumsýnt 6. mars síðastliðinn. í aðalhlutverkum eru Björn Ingi Hilmarsson og Logi Tulinius en um er að ræða tónlistarsýningu sem ætluð er fyrir börn frá fimm ára aldri og þema leikritsins má segja að sé sorg og sorgarviðbrögð. Verkið fjallar um Michael, sem á leynivininn Marcus, sem mamma Michaels segir að sé bara til í plati. Pabbi Michaels er horfinn og ásamt leynivininum fer hann af stað til að finna silfurstjörnuna sem á að geta leitt þá til pabbans. (ferðinni öðlast Michael reynslu og hugrekki og áttar sig að lokum á hversu gott það er að geta yljað sér við minningar um þá sem manni þykir vænt um. Engan aumingjaskap Það virðist í raun vera hægt að fjalla um næstum hvað sem er í leiksýningum fyrir börn. Lykillinn er að vera heiðarlegur, vanda sig, treysta börnunum og sýna þeim virðingu. Þegar góðri tónlist, orðaleikjum, sprelli og húmor er fléttað inn í flóknar tilfinningar og börnunum er treyst til að finna svörin við þeim spurningum sem vakna (á eigin spýtur og stundum með aðstoð fullorðinna), eru allar líkur á að dæmið gangi upp og hinir alræmdu og margumræddu „töfrar leikhússins" nái tökum á áhorfendum. Börn eru býsna næm á líkamstjáningu og látbragð og þetta notfæra leikarar Pero-leikhússins sér óspart, og eins þeir sem hafa unnið að smábarnasýningunum sem ég nefndi hér að framan. Stundum er boðskapur leikhússins dálítið skelfilegur, eða jafnvel lífshættulegur, en hafi mér ekki verið það Ijóst fyrir, þá kom heimsókn í Pero-leikhúsið mér í skilning um að það er algjör óþarfi að vera með einhvern heigulshátt þó lítil börn séu á staðnum. Höfundur er ritstjóri Barna- og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.