Börn og menning - 01.04.2014, Side 21
Orðaleikir og öflugt bros
21
Mektarkötturinn Matthias og orðastelpan
er sjálfstætt framhald fyrri bókanna og í
henni er að finna gamalkunnar persónur.3
Arngrímur apaskott er í öllum bókunum
og leiðir ömmu Sólrúnu um útklipptar
ævintýralendur með hund á hælunum, en
mektarköttinn Matthías höfum við ekki hitt
fyrr. Á kápu bókarinnar kúrir kötturinn utan
í stúlkunni Sólrúnu, sem við þekkjum úr fyrri
bókunum, en Arngrímur api og hundurinn
eru ekki langt undan.
Á fyrstu opnu bókarinnar blasir amma
Sólrún við. Hún ilmar af litríkum gróðri,
býflugur suða í kringum hana og risavaxin
sólin skín. Unaðsstemningin skilar sér vel
bæði í áferðarfallegri myndinni og textanum,
sem er einstaklega hljómfagur þegar hann er
lesinn upphátt:
Það er mildur síðsumardagur
og rifsberin hanga blóðrauð
og bústin á trjágreinunum í
garði Sólrúnar ömmu. Blöðin á
rifsberjarunnunum eru tekin að
gulna og þau glóa í sólskininu.
„Glóa eins og sóleyjar," hugsar
amma og raular fyrir munni sér.
Hlýleikinn skín af síðum bókarinnar þegar
amman, stúlkan, apinn, hundurinn, hrafninn
og kötturinn bregða á leik í skrjáfandi
haustlaufum.
Ævintýrið hefst svo fyrir alvöru þegar
stúlkan Sólrún fer að glíma við að raða
orðum saman á blöð og breytist í orðastúlku.
Mektarkötturinn Matthías fer á flug í
huganum og býr til eigin sögu. Myndmálið
tekur við og sýnir okkur hugarsmíð hans
þar sem lítil kónguló fær stórt hlutverk.
Textinn tekur svo aftur við þegar Matthías er
orðinn þreyttur á að hugsa. Svona er sagan
HNU SINNT VAR KOLSVARTUÍ KWARSKUQQI. SKUGQINN SETTI UPP FEHCNA-
STÓRA KRYPPU. ALUR URÐULCGiXDI HRJKDDIR NEMA FEYKIRÓFAN HUN
SÓLRÖN KJÁNASTELPA- HÚNSifXíDI ORDUIC SEM VORU UNDARX-EGRI EN
NOKKUR KATTARSKUGGI. OHSXCG KJÁNASTELPAN OG FEIKNASTÓRl
SKUGGINN AF MEKTARKEnWJí KATTHIaSI VORU VINIR OG LÉKU SÉR
ýmist sögð á sviði textans eða myndanna
og skiptast texti og myndir á að fleyta
atburðarásinni áfram.
Mektarkötturinn Matthías er frekar
athyglissjúkur en stúlkan Sólrún lætur hann
ekki slá sig út af laginu og fer að leika sér
að orðunum:
Þau eru nærri því kringlótt í laginu,
tekurðu eftir því?
Eða þá undarleg orð eins og
dalalæða og gul orð eins og sól.
Það verður allt gult og skínandi I
höfðinu á mér þegar ég segi sól.
Sérstaklega ef ég hvísla mjög
hægt.
Þarna er alveg tilvalið að bregða á leik með
barninu sem lesið er fyrir og máta orðin
sem birtast í blómum á síðunni. Hvaða
myndir kalla þau fram? Hvernig eru þau á
litinn? Hvernig breytast þau ef maður hvíslar
þau? Mektarkötturinn Matthías stekkur á
blaðabunka Sólrúnar og saman sýna þau
Sólrún okkur hvernig hægt er að búa til sögu
úr orðarugli. Amman og apaskottið klappa
og við tökum undir með þeim.
Bókin reynist vera nokkurs konar sjálfssaga
sem snýst um eigin tilurð á skemmtilegan
hátt og kallar á þátttöku lesandans. Hljómur
orðanna, litur þeirra og lögun bætist við
lestrarupplifunina og býður upp á skapandi
leik og jafnvel framhaldssögu ( meðförum
lesenda. Sagan er römmuð inn með
saurblöðum bókarinnar. Þar birtast hvít blöð
Sólrúnar á flugi og uppátækjasamir lesendur
geta jafnvel betrumbætt þau með eigin
orðum.
Öfugsnúningur
Brosbókin er fyrsta myndabókin sem Jóna
Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen vinna
saman4, en bókin var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna í nýjum flokki
barnabóka. Það er mikið fagnaðarefni að sá
flokkur bóka skuli loksins fá verðskuldaða
viðurkenningu á eigin forsendum. Við
munum eflaust sjá áhrif þess á komandi árum
því mig grunar að þetta muni virka hvetjandi
á höfunda barnabóka og jafnvel útgefendur
líka. Eins mun þetta gera barnabækur
sýnilegri og auka faglega umfjöllun um þær.
Ekki veitir af!
Jóna Valborg skrifar texta Brosbókarinnar
og á hugmyndina en Elsa Nielsen
myndskreytir söguna, hannar bókina og sér
um umbrot. Elsa er grafískur hönnuður og
verkið nýtur góðs af því. Það er heilsteypt (
útliti allt frá kápu, saurblöðum og titilsíðum til
innsíðna. Brugðið er á leik með framsetningu
textans, sem verður oft hluti af myndunum.
3 Kristln Arngrímsdóttir, Mektarkötturinn Matthías
(Reykjavík: Salka, 2013).
4 Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen, Brosbókin
(Reykjavík: Salka 2013).