Börn og menning - 01.04.2014, Síða 25

Börn og menning - 01.04.2014, Síða 25
Ásdís Sigmundsdóttir Eintóm hamingja Ný skáldsaga Andra Snæs Magnasonar, Tímakistan, hefur vakiö mikla athygli síðan hún kom út og fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin i nýjum flokki barna- og unglingabóka og mun hafa selst ágætlega í jólabókaflóðinu. í Ijósi þessa og að teknu tilliti til velgengni og vinsælda Bláa hnattarins er ekki óeðlilegt að væntingar til bókarinnar séu miklar. Að sumu leyti é Tímakistan ýmislegt sameiginlegt með Bláa hnettinum. Hér er á ferðinni söguheimur sem er ævintýralegur en er þó tengdur raunheiminum á ýmsan hátt. Þetta á við um bæði sögusviðin í Timakistunni, hinn dystópíska samtíma og hina ævintýralegu fortíð. Þessi bók er þó, ólíkt hinni fyrri, ekki hreinræktuð barna- eða unglingabók. Það er í raun frekar erfitt að skílgreina hinn dæmigerða lesanda þessarar bókar. Hún er full flókin fyrir ung börn, afskaplega ólík bókum ætluðum unglingum hvað varðar stíl og frásagnaraðferð og kannski full augljós fyrir fullorðna. Þessi óskilgreinanleiki gerir það að verkum að viðbrögð lesenda við bókinni eru líklegri til að vera byggð á smekk hvers og eins heldur en að hún uppfylli fyrirframgefnar væntingar. Eins og komið hefurfram gerist Tímakistan f tveimur aðskíldum söguheimum sem renna svo saman í lokin. Töluvert ójafnvægí er þó á milli heimanna tveggja og fær ævintýraheimurinn meira pláss og er mun betur þróaður en samtímadystópían. Ævintýraheimurinn er mjög skrautlegur og stórbrotinn og fer mikið púður í að draga hann upp. Frásagnarhátturínn er framan af frekar fjarlægur, líkt og í klassískum ævintýrum, og þar með eru persónurnar sem byggja þann heim einnig fjarlægar. Vegna þessa er erfitt að tengjast persónum ævintýrisins, ólíkt persónum samtímasögunnar þar sem hægt er að setja sig í spor aðalpersónunnar frá upphafi þó að kaflarnir sem gerast í þeim heimi séu fáir. Þetta misræmi gerir það að verkum að framan af getur bókin átt erfitt með að grípa lesendur. Um leið og ævintýraprinsessan Hrafntinna verður að skýrari persónu verður sagan mun meira grípandi og þegar atburðarásin verður hraðari eykst spennan einnig. Undir lokin, þegar söguheimarnir renna saman, er sagan orðin mjög spennandi og heldur lesendum allt til enda. Timakistan á líka margt sameiginlegt með Draumalandinu, fræðiriti Andra Snæs fyrír fullorðna. Honum liggur mikið á hjarta rétt eins og í Draumalandinu, og það má segja að sams konar afstaða til samfélags og stöðu einstaklinganna innan þess liggi að baki atburðum og heimsmynd Timakistunnar og Draumalandsins. Skylda mannsins til að lifa í sátt við náttúruna, trú á að einstaklingar beri ábyrgð bæði á eigin gjörðum og samfélagi sínu og nauðsyn þess að hafa hið manneskjulega ætíð sem mælistiku á gjörðir og ákvarðanir eru grundvallarstef beggja bóka. Timakistan er bók með pólitískan boðskap en hann er ekki einfaldur heldur veltir upp mörgum og mismunandi spurningum. í rauninni ægir öllu saman: sambandi manns og náttúru, valdi peningaaflanna, hvernig hægt er að gera slæma hluti af góðum hvötum, ábyrgð einstaklingsins á samfélagi sínu, trúarbrögðum og mísnotkun þeirra. En mikilvægast er samt það sem bókin hefur að segja lesendum sínum um tímann, til dæmis að lifa i núinu og njóta hversdagsins, að breytingar séu eðlilegur fylgifiskur tímans, að hrörnun og dauði sé hluti af lífinu og aðeins sé hægt að njóta góðra stunda ef maður hefur slæmar sem samanburð. Þetta er lærdómur sem bæði börn og fullorðnir hafa gott af að tileinka sér og vera minnt á. Timakistan er epískt skáldverk. Hug- myndaauðgi þess og frjór stíll Andra Snæs gera það að verkum að hugrenningar og spurningar vakna í hugum lesanda. Frásagnaraðferðin veldur því hins vegar að þær eru frekar á hugmyndasviðinu en að þær snerti mann tilfinningalega. Höfundur er doktorsnemi i almennri bókmenntafræði

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.