Studia Islandica - 01.08.1937, Side 6
4
kíipítular í A og virðast aldrei hafa verið fleiri. Svo er
mál með vexti, að í A er eyða, sem ætti að samsvara
kap. 42i—13i30 í 'C, en hefur aldrei rúmað nema lítinn
hluta þess, eins og brátt skal sýnt. Eftir eyðuna og
næstum til loka 18. kap. eru gerðirnar frábrugðnar
bæði að orðfæri, efni og kapítulaskiptum. Síðan verða
þær aftur nálega samhljóða, unz A þrýtur seint í 21.
kap. C er alls 31 kap. (sum hdr.). Efni 10 síðustu 'kapí-
tulanna hefur fylgt sögunni frá öndverðu, og ekkert
bendir til annars en að A og C hafi þar verið samhljóða.
Hlutverk þessarar greinar er að rekja mismun gerð-
anna og skýringar fræðimanna á honum, reyna að
finna eðlilegri skýringar og sjónarmið og loks að neyta
þeirra til að leiða í ljós einhverja vitneskju um samn-
ingaraðferðir sagnaritaranna.
Fyrstu örðugleikarnir, sem mæta manni, stafa ekki
frá vandræðaástandi handritanna, heldur útgáfunni
1880. Gerðunum er þar ruglað saman á úreltan og
óverjandi hátt. A er fylgt í kap. 1—42i og 19—2179, af
því að texti þeirrar bókar er elztur og beztur. En í
13.—18. kap. hafa C og pappírshandritin lengri texta
en A, og er þeim texta þess vegna hleypt inn í megin-
mál sögunnar. Samsvarandi kafli í A er slitinn þannig
úr sambandi og nýtur sín ekki í viðaukanum. Allt, sem
vantar í A, er ennfremur fyllt eftir C. Kapítulatal er
tekið eftir nokkrum pappírshandritum C-gerðarinnar.
Fyrirsögnin, Ljósvetninga saga, er tekin eftir A. Undir-
titlarnir „A. GuðmuncLar saga ens ríka“ og ,,B. Eyjólfs
saga ok Ljósvetninga“ (við upphaf 22. kap.) eru til-
búningur útgefanda og sömuleiðis allar fyrirsagnir
nema ein fyrir þeim þáttum, sem hann fann eða þótt-
ist finna í 1.—21. kap. sögunnar.
Þessir gallar hafa allir leitt illt af sér: Þáttaskipt-
ingin gérði það fyrst, í þáttakenningu Bááths,1) en þar
1) Studier öfver Kompositionen í nág'ra islándska attsagor,
Lund 1885. Annars kemur það rit lítið við þessari grein.