Studia Islandica - 01.08.1937, Page 7

Studia Islandica - 01.08.1937, Page 7
5 næst undirtitlarnir, sem hafa leitt af sér þrálátan mis- skilning á Ljósv. hjá Finni Jónssyni og fleirum og til- lögur um að kalla hana heldur Möðrvellinga sögu. Blönd- un á textum beggja gerða (og kapítulatali) hindrar yfirlit yfir mismun þeirra og söguheildina í A. Það hefnir sín í doktorsritgerðinni Untersuchungen zur Ljósvetningasaga, eftir Adolfine Erichsen, Berlín 1919. Annaðhvort verður að gefa gerðirnar út ómengaðar, hvora í sínu lagi, eða steypa þeim þannig saman að fylgja A eins langt og hún nær, fylla út eftir C þær eyður einar, þar sem báðar gerðir virðast hafa verið samhljóða, en prenta neðanmáls frábrugðnu kapítul- ana, 5.—18., úr C. Þessi krafa er samkvæm sjálfsögð- um meginreglum við fornritaútgáfur, og byggð á því, sem allir játa, að A-gerðin er ekki útdráttur úr núver- andi C-gerð. Þó að krafan sé sjálfsögð, vil ég árétta hana síðar, þar sem hún skýrist betur. II. VIÐAUKAR í SÖGUNNI. Það er eftirtektarvert, þó að það geti verið tilviljun, að Ljósv. hefur verið fyrirsagnarlaus í C eða a. m. k. í eina pappírsafritinu, sem tekið hefur verið af C heilli. (Upphafið í skinnbókinni er týnt.) Þá ályktun verður að draga af því, að fyrirsagnirnar í pappírshandritun- um eru mjög sundurleitar og bera merki þess að vera 17. aldar tilbúningur (t. d. „Saga af Þorgeiri goða, Guðmundi ríka og Þorkeli hák“, — „Ljósvetninga saga eður Reykdæla“, — „Sagan af Ljósvetningum og Reyk- dælum“). Á hinn bóginn er ekki minnsta ástæða til að efa, að nafnið Ljósvetninga saga í A sé frumheiti sög- unnar. Spurningin, sem þarna vaknar og aldrei fæst svar við, er þessi: Hefur einhver afritari týnt fyrir- sögninni úr C-gerðinni af vangá, eða hefur fyrirsögn-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.