Studia Islandica - 01.08.1937, Page 10

Studia Islandica - 01.08.1937, Page 10
8 Upprunaleg sögubyrjun er glötuð, seg'ir hún, en 1.—4. kap. eru illa gerður útdráttur úr einhverjum texta, sem hefur verið ósam- kynja sögunni. Nokkuð er hæft í orðum Erichsens um gallana á 1.—4. kap. Hugsanlegt er, að þeir séu ekki inngangur að 13. kap. í C, held- ur að hinum frábrugðna týnda kafla í A og hafi fallið þar bet- ur við.1) En hvað sem því líður, verður dómur Erichsens aldrei staðfestur. Saga Ljósvetninga byrjar á formlegan hátt: ,,Þorgeirr goði bjó at Ljósavatni, höfðingi mikill“. Síðan eru nefndir þeir innan- héraðsmenn, sem fyrst koma við sögu, og syni eins þeirra jafnað við Gretti, kappann alkunna. Þetta upphaf „hlýtur að vera ósamkynja“ við söguna, að dómi Erichsens, og mannjöfnuður- inn ungur íauki. Hið síðara er hleypidómur, sem stafar frá úr- eltum ritaukakenningum; hið fyrra, sem skiptir meiru, stafar fyrst og fremst frá tilbúnum undirtitlum útg. 1880. Erichsert leitar strax að Guðmundi ríka og þykir skömm til koma, þegar hún sér, að hann er ekki kynntur formlega. Hann er aðeins nefndur í miðri frásögn, en þó við hlið Þorgeirs goða, þannig að sýnilega er átt við höfðingja. Erichsen játar reyndar, að „þess kyns innleiðsla nýrrar persónu kynni að nægja fyrir það aukahlutverk, sem Guðmundur hefur í deilum Þorgeirs goða, -—- en ekki fyrir mann, sem hefur annað eins höfuðhlutverk og Guð- mundur í V“ (síðar í sögunni). Dálítil athugun hefði leitt Erich- sen lengra á þessari réttu braut. Það er formgalli víða í Ljósv., að menn koma óvænt inn í frásögnina (og hafa ekki getað ver- ið kynntir fyrr í týndum köflum). Þessi galli er ekki sönnun fyrir útdrætti. I flestum fornlegum Islendingasögum er margt af ófullkomnum kynningum.2) 1) Eétt er að geta þess, að í A fyrr og síðar sjást málsgrein- ar, sem hljóta að vera skekktar af riturum. En það breytir engn í þessari ritgerð. 2) Um kynningarleysi í Ljósv. má nefna þessi dæmi (tölur merkja kap. og línu) : Grettir 15, Hallvarðr Arnórsson 143, Hákon jarl 2V Guðmundr 28, Þórðr bróðir Þorgeirs goða 241, Snorri Hlíðarmannagoði 467, Sörli sonr Brodd-Helga 510, Þorsteinn Síðu-Hallsson 109, Bjarni Brodd-Helgason 1021, Einarr Kon- álsson 13120, Vigfúss Víga-Glúmsson 1637, Halldórr Guðmundar- son 2099, Hrafn Þorkelsson 2367, Ótryggr 2381, Gyrðr (víkingr)

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.