Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 14

Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 14
12 aftur í miðju svari Einars Konálssonar, sem Guðmundur hefur beðið um ráð til hefnda á höfundum illmælisins :x) „eigi sak- varir“, segir Einar. „En lát þat fé allt koma í hendr mér, ok ekki mun þat týnask, ok mætti þar koma um síðir, at þú þyrftir eigi meira fé at bæta Þorkel hák; ok væri þat makligt, at þeir bætti sjálfir sliku mál sín“. — — „Guðmundr fór heim ok grófsk eptir um sakir við þingmenn Þóris, legorðs sakir ok hrossreiðir ok hverja, er hann mátti til fá, ok tók fé af hverjum þeira“. Síðan segir eins og til dæmis frá því, er hann gerði Þorgils á Ökrum, þingmann Þóris, sekan fyrir verzlunarsvik.. En það mál fékk eftirköst. Þórir goði hélt féránsdóm eftir þing- mann sinn. Hann hafði varðveitt hafra tíu fyrir Þorgils; „ætl- aði hann þá ok til at reka fundarins“. Það fórst fyrir samt, því að eftir féránsdóminn kemur Oddur sauðamaður Þóris til Guð- mundar ríka og segir óspurður, að hafrarnir hafi verið dregnir undan og séu faldir í húsum Þóris. Guðmundur mælti: „Þat munda ek helzt kjósa, at Þórir gerði skóggangssök á hendr sér. En þér, Oddr, man verða annat hvárt at þessu gipta eðr 'úgæfa". Oddur fylgir Guðmundi til hafranna. Guðmundur ber eíðan glæpinn á Þóri með storkunaryrðum: „Ek hugða, Þórir, at þú værir heiðvirðr maðr“. Þórir segir: „Eigi vissa ek þetta. En nú er ok hæði, at þú ferr at geystr, enda má vera, at eigi hafi vel verit til gört“. Guðmundr mælti: „Svá verðr nú at vera sem þú hafir vitat“. Eg vil henda á það strax, að Þórir er hér bersýnilega sak- laus. Oddur sauðamaður virðist hafa falið hafrana sjálfur, þótt það yrði aldrei uppskátt, og listarkröfur heimti því, að þagað sé um það í sögunni. Orð Guðmundar síðast má skilja sem við- urkenning á sakleysi Þóris. En ekki þykist hann of góður til að nota sér drottinsvikin og heitir Oddi giftu að launum. Litlu síðar hitti Guðmundur Einar á Þverá, bróður sinn, og kom því fram með fagurmælum og skikkjugjöf, að þeir sóru að verða báðir að einu máli þaðan frá. En höfundur sögunnar skýt- ur þá inn smásögu úr æsku bræðranna, þar sem gefið er í skyn, að bróðerni þeirra verði seint trútt. Síðan stefndi Guðmundur Þóri Helgasyni, sem var mikill vinur Einars. Einar þóttist svik- 1) A 13.—18. eða það, sem svarar til C* 13.—18., er prentað' í viðauka við Ljósv. 1880, bls. 257—72. i

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.