Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 17

Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 17
15 ur en ástin. Þess vegna er mannlýsing Guðmundar þa& snjallasta í sögunni, óhlutdræg eða lofsamleg á ytra borði, en merkilega grannskyggn og djúpskyggn á veikleika hans. í sakargiftum leggst hann lágt, launar vel drottinsvik, brestur í öllu drengskap og hreysti á við Þóri Helgason, níðist á gestrisni Þorkels, og á eftir þessu kemur kvíði og hugleysi Guðmundar, þar sem hann situr í virðingu sinni. Ef litið er yfir „Guðmund- ar sögu ríka“ frá þessu sjónarmiði, má segja, að hún sé björt umgerð utan um svartasta og rammasta níð. Guðmundur var merkari maður en Hjálmar tuddi. Þeim mun naprari verður myndin af honum í mjólkur- katlinum heldur en af Tudda í keraldinu. Nú er að líta á C. Frábrugðni kaflinn nær að vígi Þorkels háks. Flest atriði eru meira og minna ólíkt sögð. Til glöggvunar má sýna í hliðstæðum dálkum mismun þeirra atriða, sem skapa samhengi og ráða mestu um skilning á persónum: A Ráð Einars Konálssonar gegn Þóri Helgasyni og Þorkeli hák. Guðmundur ofsækir þingmenn Þóris, tekur af kaupmanni sök gegn Þorgilsi á Okrum. 1V2 bls. Guðmundur stefnir Þorgilsi, neitar fébótum. Þorgils verð- ur sekur og fer utan. 1 bls. Férónsdómur. Oddur gefur Guðmundi sök á Þóri. Guð- mundur lætur Einar sverja sér liðveizlu í hverju máli, stefnir síðan Þóri og neitar c Ráð Einars Konálssonar gegn Þóri Helgasyni. Guðmundur- tekur af kaupmanni sök gegn Þóri Akrakarli. 2 bls. Guðmundur lætur Einar bróð- ur sinn sverja sér liðveizlu í hverju máli, stefnir siðan Akra-Þóri og neitar sáttaum- leitun Einars. Sekt og utan- för Akra-Þóris. Tæpar 5 bls. Féránsdómur. Sauðamaður Guðmundar rekst á hafra, sem Þórir Helgason hefur markað sér ranglega. Guðmundur stefnir Þóri, og enn verða

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.