Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 20

Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 20
18 ferð á Guðmundi frá upphafi til enda. Þetta mælir me5 því, að A sé öll samkynja. Dr. Adolfine Erichsen hélt hið gagnstæða, eins og fyrr Var getið, og taldi C samkynja heild. Rök hennar eru öll málfræðileg; eða stílfræðileg. Hún tínir upp sjaldgæf orð og tökuorð, sem: standa í umdeilda kaflanum í A, en ekki víðarj En þau geta öll verið frá ritunartíma Ljósv. Enda má finna jafn-sjaldgæf orð og tökuorð í öðrum hlutum Ljósv. í öðru lagi bendir Erichsen á heldur ójafnan stíl á þessum kafla í A og á föst orðatiltækir sem minna á munnlega frásögn: „Þat er sagt“, •— „Þat er at segja“, — „Nú er kyrrt um sumarit“, •— „ok var kyrrt“, •—• „ok er hann ór sögunni" (tvisvar). ■—• Orðið „nú“ er tiðnotað. Þetta er ekki marklaust, samanlagt. Það er frumstæðara en ritleiknin í C 13.—18., og e. t. v. er liðugra bókmál á seinni hluta sögunn- ar. En það sannar lítið, því að upphafið og greinar um alla söguna eru jafnstirð.: Mér virðist A-gerðin öll blælík, en eins og; æfing vaxi, eftir því sem á söguna líður. Til dæmis hef ég talið aukasetningar. Þær eru fæstar í 1.—4. kap., lítið eitt fleiri í A 13.—18. og flestum köflum í A eftir það, en miklu fleiri í C 13.—18. Dr. Erichsen hefur talið tíðleik orðanna „síðan“ og „því at“. I C 13.131—18. kvað „síðan“ vera á 15 stöðum og algengt í Ljósv. bæði fyrir og eftir, en aðeins á 2 stöðum í A 13.—18.. Þetta er ekki óskemmtilegt sönnunargagn. Handahófsathugun leiðir í Ijós, að „síðan“ kemur fyrir 10 sinnum á rúmum 2 'bls- í kap. 214g_96 og 12 sinnum á jafnlöngu bili í kap. 2823—290; — en á hinn bóginn hvergi á 6 bls. bili í kap. 1931—201O5 eða á. 4 bls. bili í kap. 265—2727. Enginn getur reynt í alvöru að skipta sögu milli höfunda eftir svo reikulum einkennum. Sérstök orð sækja meir í pennann eina stundina en aðra hjá sama höfundi. Samtengingin „þvi at“ hefur þó sérstöðu vegna merkingar. Hún. finnst örsjaldan í Grágás og í sögum, sem minna mest á munn- lega framsetning. í C 13.—18. eru 18 „því at“-setningar, en að- eins tvær í .A 13.—18., og segir Erichsen, að það sé of lítið mið- að við aðra söguhluta. Þetta má athuga. í 1.—4. og 19.—31. kap. telst mér vera 17 „því at“-setningar í 1688 prentlínum, eða eiu á tæpar hundrað línur. í C 13.—18. eru 678 línur, svo að þar ætti „því at“ ekki að standa oftar en 7 sinnum eftir meðaltíð-

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.