Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 25
23
rökstyðja frekar, enda þótt þetta sé, eins og hann tek-
ur fram sjálfur, „eina örugga dæmið“ um Islendinga
sögu í tveim munnlegum gerðum. — Það er of lang-
-sótt skýring. Slík einsdæmi eru alltaf tortryggileg. Það
er nærtækari og auðveldari skýring, að C 13.—18. sé
saminn upp úr A skráðri, heldur en að sögubrigðin séu
(eingöngu) munnleg og skráð óháð hvort öðru.
2. Öll þekking, sem máli skiptir í A, kemur fram í
C, svo að A er þannig lík því, sem álykta mætti, að
frumgerð eða aðalheimild fyrir C hafi verið. Hins vegar
■er fljótséð, að A gæti ekki stafað frá C. Einhver hefur
aukið C-gerðina og breytt henni, en hið sama verður
,ekki sýnt um A. Það er einföld og fullnægjandi skýr-
ing, að rithöfundur valdi breytingunum. En samkvæmt
kenning Liestöls um óviljandi breytingar munnlegra
sagna, stig af stigi, yrði það torskilið, hvernig A-gerð-
in munnlega hefur haldizt eins og steingervingur, með-
an C óx og tók hamskiptum.
3. Höfund C-gerðarinnar misminnir, að því er virð-
ist, að hann sé búinn að gefa tvennar upplýsingar, sem
.standa aðeins í A, eins og lýst hefur verið. Slík mistök
<eru algengt einkenni þeirra texta, sem samdir eru laus-
lega upp úr rituðu máli. Yfirleitt þykja þau öruggt
vitni um rittengsl. Enginn hefur svo fáránlega trú á
utanaðlærdómi sagnamannanna fornu að halda, að þeir
hafi þulið margar óskiljanlegar setningar.
4. Þess hefur verið getið (bls. 16), að tímaröð í al-
þingisfrásögn, sem er óaðfinnanleg 1 A, er fjarri rétt-
um venjum í C. Ástæðan er, að þar eru mál Þóris og
Guðmundar leyst úr sambandi við fjörráðin gegn Þor-
keli hák og gerð að sjálfstæðum þætti. Þáttaskiptin eru
g-erð af ritara C-gerðarinnar; „gleymskan", sem nefnd
var í 3. lið, er full sönnun fyrir því. Hin ranga tíma-
röð er einnig vafalaust hans sök meir en sagnamanna.
Ef hann styddist við sagnir, en ekki frumrit, mætti
heimta, að hann væri sjálfum sér samkvæmur við þátta-