Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 26
24
skiptin og setti kapítulaskipti í kap. 18iG, þar sem Þórir
Helgason er úr sögunni. Það gerir hann ekki. Á því
fæst ekki eðlileg skýring nema sú, að hann sé háður
kapítulaskiptum í frumriti, þar sem engin þáttaskipti
voru.1) Þess kyns ósamkvæmni er algengur vottur um
rittengsl.
5. Samskeyti C 13.—18. við framhald sögunnar gefa
allt aðra hugmynd en þá, sem vakti fyrir Liestöl (og
þar áður Erichsen), að eyða í frumriti hafi valdið því,
þegar frábrugðni kaflinn var settur inn í Ljósv. Þetta
er góðkunn skýringarleið fyrir ritskýrendur í vand-
ræðum, en hér er hún ótæk. Samskeytin í lok frá-
brugðna kaflans (hvort sem það væri A eða C) sýna
ekki brotalöm, heldur óslitið textasamhengi. C rennur
hægt og hægt saman við A, unz innskotum og breyt-
ingum lýkur seinast í 18. kap. Þarna kemur ekki til
mála önnur skýring en að höfundur íaukans hafi haft
frumtextann á skrifborðinu, en vikið þó frá honum,
þar sem honum þóknaðist.2)
1) Kapítulaskiptin eru þó ekki á sama stað og' í A, heldur
litlu fyrr og sýnilega sett áður en búið var að ákveða, hvað
rúmast ætti í næsta kapítula (18. kap.). Þeg'ar Guðmundur hsfur
fellt dóminn yfir Þóri, kemur samstundis að ráðningu Rindils í
A. Þarna skilur höf. C-gerðar á milli og setur strax kapitula-
skiptin. Að því búnu fer hann að raða í næsta kap. og afræður
að taka utanferðir Þóris á undan ráðningu Rindils, en þykir
ekki taka því að setja ný kapítulaskipti við lok utanferðanna
í 1810.
2) Hér skulu borin saman textabrot frá þeim stað. Um leið
gefa þau nokkra hugmynd um, hvers eðlis orðalíkingarnar eru
og afbrigði textanna. Afbrigðin eru skáletruð.
A
Rindill stóð upp ok gekk út.
Hann tók steina tvá ok lagði
upp á vegginn ok lét lokur frá
hurðum. En ekki þótti honum
gagn í, er konurnar vóru á
gangi, ef þeir Guðmundr kasmi.
C
Síðan sofnaði hann (Þorkell)
— — Ok er myrkt var orðit,
reis Rindill upp ok skaut frá
lokum. Síðan gekk húsfreyja
eptir gólfi ok útar í öndina ok
mælti: „Varð svá þó!“ ok lét