Studia Islandica - 01.08.1937, Side 29

Studia Islandica - 01.08.1937, Side 29
27 xannsóknum á munnlegu sögunum meiri greiða en að losa þær við svo ótrygga undirstöðu og blekkjandi við- fangsefni. Eða hver vill trúa því, að sagnamennirnir fyrir ritöld hafi stundum fremur villzt um efni en orð, ræktað bókstafinn á bókmálslausum tíma, en látið efn- ið vaxa villt? Á ritöld verður slíkt skiljanlegra. Þegar Snorri Sturluson notar heimildarrit, fer hann stundum furðu nærri orðalagi þeirra, en breytir meir bæði efni og anda. Það var af því, að hann lagði meiri hug á efni en orð. Höfundur C-gerðarinnar var að vísu ósnjallari maður, en þó hefur viðleitni hans verið hin sama. VI. MEÐFERÐ SÖGUNNAR í C 13.—18. í Ljósv. 13.i3i—18. kap. eru 16 persónur í hvorri gerð um sig. Níu þeirra eru sameiginlegar og með óbreyttu nafni eða heiti: Einar Konálsson, Þórif Helgason, Þor- kell hákur, Guðmundur ríki og Einar á Þverá bróðir hans, sauðamaður á Þverá, maður, sem gengur til dyra á Möðruvöllum, fóstri Guðmundar, kona Þorkels háks. C bætir við þeirri upplýsing, að kona Þorkels hafi heit- ið Þorgerður. Fjórar persónur eru sameiginlegar, en nafni og fleira breytt: Helgi Arnsteinsson farmaður, Þórir Akrakarl, sauðamaður Guðmundar ríka (nafn- laus) og Þorbjörn rindill í C samsvara Ingjaldi aust- manni, Þorgilsi á Ökrum, Oddi sauðamanni Þóris Helga- sonar og Þorsteini rindli í A. Enn eru þrjár persónur í hvorri gerð án nokkurs samsvarandi í hinni: Vigfús Víga-Glúmsson, bam á alþingi og Guðrún dóttir Þor- kels háks í C, en Þorkell Geitisson, Ólafur (Magnús) Noregskonungur og Tjörvi bróðir Þorkels háks í A. (Auk þessa er getið fjarverandi húskarls á Öxará, kvenna, sveina, almennings á þingum o. fl.) Rithöfundar byrja skáldsögur á því að hugsa sér

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.