Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 32

Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 32
30 GuSmundur býður Einari í A að festa bræðralag þeirrar er Einar tortrygginn: „Víst væri þessa vel leitat, ef þat væri ráðit, at hugr fylgdi máli“. Tortryggnin eyð- ist síðan smátt og smátt í samtalinu. í C er tregða og tortryggni Einars alls ekki sýnd í fyrstu. Að vísu ugg- ir hann um tiltektir bróður síns, en felur alla þykkju gegn honum þangað til í þriðja viðtali. í síðasta viðtali fyrir alþing verður Einar hins vegar heitur og illorð- ur. Þá kastar hann til Guðniundar skikkjunni dýru, sem hann hafði þegið af honum til liðveizlu. Guðmund- ur mælti: „Kasta niðr, ef þú vill; fyrr skal hon fúna en neinn taki hana upp“. Einar reið heim með skikkj- una, og ósigur sinn. Hér er C fremur hliðholl Guð- mundi. En e. t. v. hefur höfundurinn ekki tímt að láta skikkjuna fúna þarna. í A gerist hið sama í þessu við- tali, nema sóknin er öll af hendi Einars, og eru þó báð- ir í nokkurs konar vígstöðu: „Einarr vildi ekki af baki stíga, en Guðmundr gekk eigi út ór durunum, ok cöl- uðusk þeir svá við“. Orð Einars eru fá, en föst, og- hann lætur skikkjuna liggja. Guðmundur ríki þurfti ekki meira hlutverk í C en A. En sá blettur er af honum þveginn í C, að hann hafi notað sér drottinsvik Odds sauðamanns og sótt rangt mál gegn Þóri Helgasyni. Við það breytist sumt í fari Þóris og rás atburða, eins og brátt skal rakið. Mála- rekstur Guðmundar sæmir honum vel í C. Fleira er þar, sem fegrar heldur mynd hans. í A segir Einar bróðir hans við hann: „Ekki ertu vanr at ríða svá fjöl- mennr hér um byggðir, ef lítil erendi værí“. (Þeir voru tuttugu.) í C kemur ekkert samsvarandi nema þessi orð Einars, er Guðmundur reið einsamall til launmála við hann: „Þat er honum eigi opt títt at ríða sveina- lausum“. Fylgdarlið Guðmundar sýndi höfðingsskap- hans, og var kotungslegt að ríða án þess. Orð Guð- mundar eru betur færð í stílinn í C en A og stundum drýgindaleg. T. d. má nefna svar hans, er farmaður-

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.