Studia Islandica - 01.08.1937, Page 41
39
ATHUGASEMD ÚTGEFANDA.
Með birtingu þessarar ritgerðar má fullyrða, að eina „örugga
dæmið“ um Islendinga sögu í tveim munnlegum gerðum, sem
Liestöl nefnir í bók sinni (sjá 23. bls. hér a. fr.), sé úr sögunni,
— a. m. k. sem öruggt dæmi. En það eru til önnur dæmi sagna í
tveimur gerðum, sem hvorki Finnur Jónsson né Liestöl nefna, þar
sem þeir ræða um sagnfestu: Hák. s. Ivarssonar og kaflinn um
Hákon í Morkinskinnu, tvær gerðir Þórðar s. hreðu og Eiríks saga
rauða og Grænlendinga þáttur (Grænl. saga). Fyrsta dæmið er
að vísu úr konunga sögum, annað er ung og óáreiðanleg ísl. saga,
en þriðja dæmið er a. m. k. svo merkilegt, að því var meiri gaum-
ur gefandi en nokkru öðru. Eg hef að vísu ekki kannað þetta
efni til hlítar, en á athugunum mínum á því hef eg komizt að
þeim niðurstöðum: 1) að hvorug sagan sé rituð eftir hinni; 2)
að mjög sé vafasamt, að Grænl. þ. sé miklu yngri en Eir. s. (F.
J. telur aldursmun þeirra h. u. b. 100 ár); 3) að enn sé ósannað,
að þátturinn standi sögunni verulega að baki að sannindum.
Hvernig stendur á því, að þessum tveimur ágætu fræðimönnum
hefur sézt yfir þetta dæmi? Engum kemur til hugar að væna þá
um að hafa sleppt því viljandi, af því það kom illa heim við
skoðanir þeirra á traustleik og festu arfsagnanna. Hitt hlýtur að
valda, að arfsagnirnar höfðu hér skilað efninu í svo ólíkum
myndum, að þeir hafa ekki þeklct, að þetta var sama sagan (tvær
gerðir sömu sögu). Liestöl getur þess (Upphavet, 193), að Grænl.
þ. vísi til Karlsefnis sem sögumanns. Er ekki enn þá bersýni-
legra, að Eir. s. eigi rætur sínar að rekja til frásagna þeirra
Karlsefnis og Guðríðar? Hér ætti því að vera ágætt dæmi þess,
hvernig sama söguefni frá sömu heimildarmönnum farnaðist í
munnlegri geymd. Þetta þyrfti að rannsaka miklu betur en gert
hefur verið, ekki einungis frá sögulegu, heldur fyrst og fremst
bókmenntasögulegu sjónarmiði. Athugasemdir Liestöls um það,
eftir að hann hafði veitt því eftirtekt (Maal og minne, 1936,
6—7), eru stuttar og lauslegar. En spurningin um sagnfestu og
bókfestu er svo erfitt rannsóknarefni, staðreyndirnar svo fáar
og sleipar, að nærri lausn þess verður aldrei komizt með almenn-
um hugleiðingum og dæmum gripnum af handa hófi úr ýmsum
sögum, heldur einungis eftir nákvæmar rannsóknir hverrar ein-
ustu sögu út af fyrir sig frá þessu sjónarmiði.