Studia Islandica - 01.06.1956, Side 75

Studia Islandica - 01.06.1956, Side 75
Pierre Naert: „MED ÞESSU MINU OPTNU BREFI“ EÐA FRAMBURÐURINN PTN Á SAMHLJÓÐASAM- BANDINU PN 1 ISLENZKU. 1 fornbréfum íslenzkum er áberandi oft skrifað, eins og stendur milli gæsalappa í fyrirsögninni hér að ofan, þ. e. a. s. optnu í staðinn fyrir opnu. Eftir þessum ein- kennilega rithætti munu þeir hafa tekið, sem fengizt hafa við þessi bréf, en enginn hefur fyrr kannað þetta viðfangsefni né ritað um það. Markmið þessarar litlu ritgerðar er að lýsa útbreiðslu fyrirbrigðisins í tíma og rúmi og auk þess að gefa hljóðfræðilega skýringu á því. Þetta fyrirbrigði er sem ritháttur mjög takmark- að, bæði í tíma og rúmi. Elzta dæmi, sem ég hef fundið, er frá 1449 (Helgafell í Snæfellsnessýslu) og hið yngsta frá 1567 (Bær í Súgandafirði). Svæðið, sermdæíifin ná yfir, er frá Svalbarði í Norður-Þingeyjarsýslu, yfir Norð- urland allt og suður að Skálholti. öll eru þau úr fom- bréfum og einungis þeim, sem prentuð eru í Islenzku fornbréfasafni. Ég hef að vísu ekki orðtekið nándar nærri eins mikið úr neinum stafréttum útgáfum sem úr Fornbréfasafni og Alþingisbókum. En þess var varla þörf, með því að geysileg tíðni orðasambandsins með þessu míwu (voru, o. s. frv.) opnu bréfi í þeim ritum ætti að tryggja það, að rithættinum -ptru- bregði ör- ugglega fyrir á þeim tímum og stöðum, þar sem svo hefur verið borið fram. Ef dæmin eru flokkuð eftir stað og tíma, tekur efn-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.