Studia Islandica - 01.06.1956, Page 78

Studia Islandica - 01.06.1956, Page 78
76 táknar framburð, og myndi það vera öruggt, jafn- vel þótt slíkur framburður væri alveg óþekktur í nútíma- íslenzku. Til þess eru dæmin alltof mörg, og erfitt að skilja ptn út af fyrir sig sem misritun. En auk þess er framburðurinn til í nútímamáli, sem brátt mun vikið að. Annað atriði bendir ef til vill á sama framburð, nefni- lega dæmi, þar sem upprunalegu t-i milli sömu hljóða er sleppt: ojmefnd, VIII, bls. 411 (1512, frumrit á Reykja- hólum í Barðastrandarsýslu; í sama bréfi stendur med þessv vorv opnu brefi, en á öðrum stað líka optnefnd- an); sama X, bls. 472 (1539, frumrit í Kópavogi í Skagafirði); XIII, bls. 620 (1561, samtíma afrit á öxar- árþingi). Þessi ritháttur kemur, sem kunnugt er, víða fyrir í öðrum ritum, t. d. Heilag. I, bls. 2324, 3918, 23337, og getur eins vel skýrzt sem „öfugur ritháttur“ og sem hvarf í samhljóðasambandi, eins og Noreen: Altisl. Gr.4, § 291, 11 vill skýra hann. Skipting eftir landssvæðum mun að nokkru leyti stafa af staðbundinni rittízku: ritarar hafa að sjálfsögðu oftar lesið rit úr sinni sveit en úr annarra, og ritvenjur þeirra hafa sem eðlilegt er mótazt af þeim lestri. Enginn efi mun þó leika á því, að munurinn milli Norður- og Vesturlands á annan bóginn og Suður- og Austurlands hins vegar endurspegli aðallega mállýzkumun. Ef - ptn - hefði verið eins skýrlega fram borið og verið eins út- breitt fyrir sunnan og austan, þá hefði það vafalaust komið fram í ritum, oftcir en raun ber vitni (fá dæmi frá Suðurlandi og engin frá Austurlandi). Aðgætandi er þó, að dæmi ritháttarins með -ptn- eru aðeins lítið brot allra hinna mörgu heimilda um orðasambandið með þessu minu opnu bréfi. Eina undan- tekningin er í Steingrímsfirði og KöUafirði á tímabilinu 1498—1513; þar er rithátturinn með -ptn- í rúmlega helmingi allra dæmanna (7 af 13). Af merkismönnum, sem svo hafa skrifað — eða haft ritara, sem hafa skrifað svo — er fremstan að nefna ög-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.