Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 9 . M A R S 2 0 2 1
Borgarráð hefur samþykkt að reyna að fá friðlýsingu á þrjú strandsvæði innan borgarmarkanna. Meðal annars á að friðlýsa Grafarvog innan Gullinbrúar. „Grafarvogur er einn af fáum
óspilltum leirusvæðum innan borgarmarkanna og er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfuglategunda,“ segir í greinargerð. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur
Škoda Superb iV
Allt að 57 km drægni á rafmagni
Verð frá 5.490.000 kr.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Spretthlaupar-
inn Patrekur Andrés Axelsson
segist finna taktinn sífellt betur
með nýjum aðstoðarmanni og hjá
nýju félagi á Ólympíuári. Hann
bætti persónulegt met sitt í tvígang
á Íslandsmóti fatlaðra í frjálsum
íþróttum um helgina og stefnir
ótrauður til Tókýó síðar á árinu.
„Þessir tímar sýna mér það að ég
á góða möguleika á að komast til
Tókýó í sumar,“ segir þessi 26 ára
gamli hlaupari. – hó / sjá síðu 12
Betri árangur í
nýju umhverfi
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur gert kröfu
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
um að einn verjenda í morðmál-
inu í Rauðagerði verði kallaður til
skýrslutöku sem vitni í málinu.
Verði fallist á kröfuna getur hann
ekki gegnt starfi verjanda áfram.
Um er að ræða lögmanninn Stein-
berg Finnbogason sem er skipaður
verjandi Íslendings sem sat um tíma
í gæsluvarðhaldi vegna málsins
en sætir nú farbanni. Steinbergur
fjallar um málið í aðsendri grein
í Fréttablaðinu í dag, undir fyrir-
sögninni Ljótur leikur lögreglunnar.
Í greininni rifjar Steinbergur upp
fyrri viðskipti sín við lögregluna af
svipuðum toga en hann var hand-
tekinn árið 2016 við komu í skýrslu-
töku með skjólstæðingi sínum sem
var grunaður um aðild að umfangs-
miklu peningaþvætti. Hann var
úrskurðaður í gæsluvarðhald og
látinn sæta húsleit á heimili sínu og
lögmannsstofu þar sem mikið magn
skjala var afritað og haldlagt.
Ríkið var í fyrra dæmt til að
greiða Steinbergi bætur vegna fyrr-
greindra aðgerða.
„Í rannsók n á mög uleg um
tengslum hans við sjálfan glæpinn
hefur lögreglan gripið til sjald-
gæfra örþrifaráða – að losa sig við
lögmanninn,“ segir Steinbergur í
greininni.
Hann kallar það ljótan leik lög-
reglunnar að neyða grunaðan mann
til að skipta um lögmann í miðjum
klíðum og leiða trúnaðarmann
hans í vitnastúkuna í því skyni að
rekja honum garnirnar.
Steinbergur vildi ekki tjá sig um
málið við Fréttablaðið vegna trún-
aðarákvæða í lögum. – aá / sjá síðu 11
Vilja taka skýrslu af verjanda
Lögreglan freistar þess að fá að taka vitnaskýrslu af verjanda Íslendings sem sætt hefur gæsluvarðhaldi
vegna morðsins í Rauðagerði. Fái verjandinn stöðu vitnis þarf að skipa hinum grunaða annan verjanda.
Í rannsókn á
mögulegum tengsl-
um hans við sjálfan glæpinn
hefur lögreglan gripið til
sjaldgæfra örþrifaráða – að
losa sig við lögmanninn.
Steinbergur
Finnbogason,
lögmaður
Patrekur Andrés
Axelsson.