Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 4

Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 4
3.500 nemendum, samkvæmt fyrstu greiningu, af um 4.200, tókst að ljúka próf- inu. Sýnileg orka við HS Orku Við höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi hefur myndast sprunga eftir lætin í jarðskorpunni undanfarið. Þessi sími sýnir umfang sprungunnar á malbikinu. Starfsmenn HS Orku þurfa því að leggja lykkju á leið sína að bílastæðunum. Eftir fund gærdagsins er það mat vísindaráðs að búast megi við að virknin á Reykjanesskaga verði kaf laskipt næstu daga en þó er enn líklegt að það byrji að gjósa á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SKÓLAMÁL „Við erum búin að vinna mikið í þessu síðan kerfið hrundi 2018 og töldum okkur hafa komist fyrir þessi vandamál. Svo bregst þessi þjónusta okkur enn og aftur og menn eru í svolitlu sjokki yfir því,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, en þriðja árið í röð hrundi vefur stofnunarinnar þegar börn tóku samræmd próf í íslensku. Samkvæmt fyrstu greiningu höfðu um 3.500 nemendur af um 4.200 lokið prófinu en ljóst er að hluti nemenda tók prófið við ófull- nægjandi aðstæður. Samræmdum prófum í stærðfræði og ensku, sem áttu að fara fram í dag og á morgun, hefur því verið slegið á frest um eina viku. Skólarnir hafa því val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hvenær á tímabilinu 15. til 26. mars en allir nemendur innan sama skóla verða að taka sama próf á sama degi. Einfalda svarið sé að það vanti pening til að koma skólakerfinu í hinn stafræna heim sem veldur því að síðan hrynur á álagstíma. „Ég held að það verði að fara að horfa á fjárfestingu í innviðum í menntun. Það er mikið talað um að fjárfesta í steypu og brúm og vegakerfi en það þarf líka að huga að fjárfestingum í menntakerfinu,“ segir Arnór. Hann segir að nám og kennsla séu að breytast mikið og hratt yfir í hinn stafræna heim og margt skemmtilegt og jákvætt sé í gangi í skólum landsins. „Við sjáum grunn- skólum fyrir námsgögnum og þar erum við svolítið stopp því við höfum ekki þessa stafrænu innviði og gefum því út bækur.“ Hann segir að það hafi ekki verið notaleg tilfinning að vera á skrif- stofunni þegar fréttir fóru að ber- ast af því að vefurinn réði ekki við álagið. „Þetta var ekki mjög þægi- legt fyrir okkur hér því við erum búin að vera að undirbúa og prófa álagið á kerfinu en svo kom þetta í bakið á okkur,“ segir Arnór. benediktboas@frettabladid.is Vikubið eftir að geta tekið prófin að nýju Þriðja árið í röð hrundi vefur Menntastofnunar þegar nemendur í níunda bekk þreyttu samræmt próf í íslensku. Forstjórinn segir að peninga skorti til að koma innviðum stofnunarinnar í stafrænan heim og til nútímans. Hluti nem enda átti í erfið leikum með að tengjast raf rænu próf kerfi eða missti í trekað sam band við kerfið í prófinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Það er mikið talað um að fjárfesta í steypu og brúm og vegakerfi en það þarf líka að huga að fjárfestingum í menntakerf- inu. Arnór Guðmunds- son, forstjóri Menntamála- stofnunar LANDHELGISGÆSLAN Flugvél Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, sem hefur iðulega verið notuð til að skoða eldgos er enn í notkun í verkefni fyrir Landamærastofnun Evrópu, Frontex. Ekki hefur verið talin nauð- syn á að nota hana komi til eldgoss á Reykjanesskaga en breytist það snögglega er hægt að kalla vélina heim á tveimur dögum. Þetta kemur fram í svari Ásgeirs Erlendssonar, talsmanns Landhelgisgæslunnar. Aðspurður hvort hægt væri að kalla vélina heim í f lýti segir Ásgeir að inn í samningnum við Frontex sé ákvæði um að hægt sé að kalla vélina heim ef þess þurfi. „Samn- ingurinn við Frontex er þess eðlis að hægt er að kalla vélina heim ef náttúruhamfarir verða á Íslandi,“ segir Ásgeir og bætir við að ekki sé búist við að þörf sé fyrir vélina að þessu sinni. „Miðað við þá hugsanlegu sviðs- mynd sem vísindamenn gera ráð fyrir ef eldgos verður á Reykjanesi nýtast þyrlurnar betur en flugvélin miðað við staðsetningu og eðli þess mögulega goss. TF-SIF og búnaður hennar hefur nýst vel þegar gosið hefur undir jöklum og þegar erfitt hefur reynst að komast að hamför- um sökum hæðar. Ekki hefur verið óskað eftir því af hálfu almanna- varna að vélin verði kölluð heim en verði þess óskað mun vélin snúa aftur til Íslands.“ Ásgeir áætlar að það myndi taka tvo daga að fá vélina heim. „Flugvirkjar Landhelgisgæsl- unnar eru með í för á Ítalíu og má gera ráð fyrir að vélin yrði tilbúin til heimferðar á tveimur sólar- hringum.“ – kpt Tvo daga að fá TF-SIF til landsins TF-SIF og þyrlur LHG í lágflugi. Leiksýning fyrir börn og fullorðna Alla laugardaga — tryggðu þér miða á borgarleikhus.is NÁTTÚRUHAMFARIR Þrátt fyrir að dregið hafi úr kvikuhreyfingum er enn möguleiki á gosi á Reykjanes- skaga á næstunni samkvæmt því sem vísindaráð almannavarna las út úr mælingum helgarinnar. Ef til eldgoss kemur verður það líklega á sprungu á milli Fagradalsfjalls og Keilis þar sem kvikugangur er að myndast.   „Það virðist vera hægt streymi inni í ganginum. Það virðist vera aðeins grynnra niður á kvikuna og það hefur dregið aðeins úr virkn- inni en það gæti enn gosið,“ segir Kristín Vog fjörð, hóp stjóri jarð- vísinda rann sókna hjá Veður stofu Ís lands, um stöðu mála. Hún sat íbúafund í Grindavík í gær og sagði íbúa skiljanlega skelk- aða eftir jarðskjálfta helgarinnar. „Sumir áttu erfitt með svefn um helgina enda var þetta rosalegur hristingur í stærstu skjálftunum. Það er því skiljanlegt að fólk sé svo- lítið taugaveiklað,“ segir Kristín, aðspurð út í framtíðarhorfur fyrir íbúa næstu bæjarfélaga. – kpt Minni virkni á Reykjanesskaga Mesta eldfjallavirknin er á svæði milli Keilis og Fagradalsfjalls. 9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.