Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 8
Landfyllingin er nú
í umhverfismati,
mikilvægt er að sjá hver
niðurstaða úr því verður,
áður en endanleg tillaga að
friðlýstu svæði er ákveðin.
Umhverfis- og heilbrigðisráð
Reykjavíkur
UMHVERFISMÁL „Friðlýsingarhjólin
eiga líka að fá að snúast í borginni,“
segir í bókun meirihlutaflokkanna
í borgarráði sem hyggst vinna að
friðlýsingu á þremur strandsvæð-
um; í Blikastaðakró, Grafarvogi og
þangfjörusvæði í Skerjafirði.
Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnar-
fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði,
bókaði að friðlýsingin væri tíma-
bær. „Allt of mikið er gengið á grænu
svæði borgarinnar, náttúru fórnað
fyrir steypu. Gengið er á náttúru-
legar fjörur á nokkrum stöðum í
borginni með landfyllingum til
að þétta byggð enn meira,“ segir í
bókun hennar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borg-
arráði; Eyþór Arnalds, Hildur Sverr-
isdóttir og Valgerður Sigurðardóttir,
kváðust „styðja friðlýsingaráform í
Skerjafirði og Grafarvogi svo fremi
sem þau raski ekki áformum um
uppbyggingu Sundabrúar“, eins og
segir í bókun þeirra.
Tillagan er frá umhverfis- og heil-
brigðisráði borgarinnar. Í henni
felst að hefja eigi viðræður við
umhverfis- og auðlindaráðuneytið
og Umhverfisstofnun um málið.
„Um eru að ræða þrjú mikilvæg
strandsvæði í Reykjavík sem hafa
verið tilnefnd af Náttúrufræði-
stofnun Íslands fyrir framkvæmda-
áætlun náttúruminjaskrár,“ segir í
greinargerð meö tillögunni.
Í Grafarvogi á að friðlýsa grunn-
sævi, leirur og fjörur til að vernda
mikilvægar f jöruvistgerðir og
búsvæði fugla.
„Grafarvogur er eitt af fáum
óspilltum leirusvæðum innan
borgarmarkanna og er alþjóðlega
mikilvægur viðkomustaður far-
fugla, einkum vaðfuglategunda, til
dæmis rauðbrystings, sanderlu, lóu-
þræls, heiðlóu, jaðrakans og fleiri,“
segir í greinargerðinni. Friðlýsa eigi
Grafarvog innan Gullinbrúar.
Blikastaðakró er innan við eiðið
út í Geldinganes. Þar er lagt til að
grunnsævi, leirur, fjörur, árós, sker
og eyjar verði friðlýst til að vernda
mikilvæg búsvæði fugla, sela og
sjávarhryggleysingja.
„Fjörusvæðin frá Geldinganesi
austur fyrir Blikastaðakró ein-
kennast af fjölbreyttum vistgerð-
um – leirum, þangfjörum, kræk-
lingaáreyrum og sandfjörum sem
eru lífauðugar og laða að fjölbreytt
fuglalíf. Stórir hópar fuglar dvelja
þar allan ársins hring og svæðið er
sérstaklega mikilvægur viðkomu-
staður farfugla.“
Tekið er fram að ekki sé hægt að
friðlýsa alla strandlengju Geldinga-
ness vegna áforma um Sundabraut.
Þá á að friðlýsa þangfjörur og
grunnsævi í Skerjafirði frá bæjar-
mörkum að Seltjarnarnesi austur að
Skildinganesi. Þannig á að vernda
fjöruvistgerðir, einkum lífmiklar
þangfjörur, þar með talið klóþangs-
fjörur sem hafa hátt verndargildi.
Varðandi Skerjaf jörð segir í
greinargerðinni að á kaflanum milli
þess svæðis og svæðis innar í Foss-
vogi sem þegar sé friðlýst sé gert
ráð fyrir landfyllingu vegna nýrrar
byggðar. Það fari ekki saman með
friðlýsingu.
„Landfyllingin er nú í umhverf-
ismati, mikilvægt er að sjá hver
niðurstaða úr því verður, áður en
endanleg tillaga að friðlýstu svæði
er ákveðin.“ gar@frettabladid.is
Vilja friðlýsa í Grafarvogi og
í Skerjafirði og Blikastaðakró
Borgarráð vill að umhverfisráðherra friðlýsi þrjú strandsvæði í borginni. Þau eru í Grafarvogi, innan við
Geldinganes og í Skerjafirði. Ekki sé hægt að friðlýsa alla strandlengju Geldinganess vegna áforma um
Sundabraut. Landfylling í Skerjafirði vegna nýrrar byggðar hindri að friðlýsa megi hluta fjörunnar þar.
Fjölmargar fuglategundir, selir og sjávarhryggleysingjar eiga athvarf í Blikastaðakró. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
JAFNRÉTTISMÁL Þrettán kvenna-
og jafnréttissamtök funduðu í gær,
á alþjóðlegum baráttudegi kvenna,
til að vekja athygli á kerfisbundnu
misrétti gegn konum í réttarkerf-
inu. Níu konur hafa kært íslenska
ríkið fyrir að hafa brotið á rétti
sínum til réttlátrar málsmeðferðar.
Konurnar kærðu allar nauðganir,
heimilisof beldi og/eða kynferðis-
lega áreitni til lögreglu en málin
voru felld niður. Íslenska kvenna-
hreyf ingin segir brotið kerf is-
bundið á rétti kvenna sem kæri
kynbundið of beldi, til að mynda
með því að mál fyrnist vegna þess
hve langan tíma tekur að boða sak-
borning í skýrslutöku, rannsóknir
lögreglu taki almennt of langan
tíma og að sönnunargögn séu ekki
tekin alvarlega.
Konurnar krefjast þess að brota-
þolum, sem kæra kynferðisbrot eða
ofbeldi í nánum samböndum, verði
veitt aðild að sakamálinu, að meira
fé sé veitt í rannsókn og saksókn
og að dómurum, saksóknurum og
lögreglu sé veitt fræðsla um ákvæði
sem snúa að kynferðisbrotum og
of beldi í nánum samböndum.
Þá er gerð krafa um að brotaþolar
hafi rétt á gjafsókn.
Steinunn Gyðu- og Guðjóns-
dóttir, talskona Stígamóta, segir að
um 75–80% af sakamálum þar sem
konur kæri of beldisbrot séu felld
niður og fái aldrei áheyrn dómstóla.
Þá hafi konur enga aðra leið en að
fara í einkamál.
„Í einkamálum er sönnunarstað-
an ekki eins þung og í sakamálum
en þau eru hins vegar dýr og því
alls ekki aðgengileg. Ef ríkið tryggir
gjafsókn opnast þarna möguleiki á
einhverju réttlæti fyrir brotaþola
kynbundins of beldis þegar önnur
kerfi bregðast,“ segir Steinunn
Gyðu- og Guðjónsdóttir. – bdj
Ríkið þurfi að tryggja fórnarlömbum gjafsókn í kynferðismálum
Frá fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kraftur, traust
og árangur Berglind Hólm
Sími: 694 4000
Hringdu
núna
520 9595
JAFNRÉT TISMÁL Katrín Jakobs-
dóttir, forsætisráðherra og ráð-
herra jafnréttismála, hringdi bjöllu
Nasdaq-kauphallarinnar á Íslandi í
Hörpu í gær í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna.
Bjöllum rúmlega áttatíu kaup-
halla víða um heim var hringt í
gær til að vekja máls á kynjahlut-
drægni og ójafnrétti en einnig til
að fagna vinnu og afrekum kvenna.
Nasdaq-kauphöllin á Íslandi ásamt
UN Women á Íslandi, Samtökum
atvinnulífsins og Félagi kvenna í
atvinnulífinu stóðu fyrir viðburð-
inum.
„Lengi hefur verið talað um mik-
ilvægi jafnra tækifæra þegar kemur
að aðgangi að störfum innan fyrir-
tækja sem og að ákvarðanatöku.
Það er ekki bara réttlætismál heldur
mjög efnahagslega og samfélagslega
mikilvægt,“ segir Kristín Jóhanns-
dóttir, samskiptastjóri hjá Nasdaq
á Íslandi. – bdj
Hringdi bjöllu í
Kauphöllinni
Forsætisráðherrann hringdi bjöll-
unni í Hörpu í gær. MYND/BIG
COVID-19 Um 1.400 manns mættu
í skimun við COVID-19 í gær. Búið
var að boða hátt í 2.000 manns í
skimun, þar af um 800 sem sóttu
tónleika í Hörpu á föstudaginn þar
sem tónleikagestur var smitaður.
Tilfellin sem greindust um helg-
ina voru þau fyrstu utan sóttkvíar í
rúman mánuð. Af brigði veirunnar
reyndist vera það sem fannst fyrst í
Bretlandi. – mhj
Fjórtán hundruð
mættu í skimun
9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð