Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 10
BANDARÍKIN Hæstiréttur Banda-
ríkjanna neitaði að taka fyrir
síðustu ákæru fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, Donalds Trump,
í gær sem þýðir að málaferlum
hans vegna kosningasvika er lokið,
tæpum tveimur mánuðum eftir að
Joe Biden tók við embætti.
Alls reyndu fyrrverandi forsetinn
og lögfræðiteymi hans að ógilda
kosninganiðurstöður í rúmlega sex-
tíu málsóknum án árangurs.
Eftir að Trump tapaði í forseta-
kosningunum á síðasta ári fór hann
mikinn þar sem hann sakaði demó-
krata og Joe Biden um að hafa stolið
kosningunum frá sér. Trump kærði
úrslitin í lykilríkjunum en mörg af
málunum voru felld niður vegna
skorts á sönnunargögnum. – kpt
Rétt áður en við
þurftum að fara, þá
hafði ég rætt um þetta við
Harry um morguninn.
Meghan Markle
Trump tapaði kosning-
unum í Wisconsin með
20.000 atkvæðum.
Lokamálsókn
Trumps hafnað
Trump lét af störfum í byrjun árs.
Fundarboð Kviku banka hf.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál.
1. Tillaga stjórnar um samruna Kviku banka
hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf.
2. Tillaga stjórnar um breytingar á
samþykktum félagsins vegna samrunans,
þ.e. um hækkun hlutafjár.
3. Umræður og önnur mál löglega borin fram.
Tillaga stjórnar um samruna og
breytingar á samþykktum
Þann 28. september 2020 hófust formlegar
samrunaviðræður Kviku banka hf. og TM hf.
um samruna félaganna. Áformað var að Lykill
fjármögnun hf. myndi sameinast félögunum
á síðari stigum en eftir nánari skoðun var
ákveðið að framkvæma þríhliða samruna
félaganna þriggja. Stjórnir Kviku banka hf.,
TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. undirrituðu
samrunasamning 25. nóvember 2020 þar sem
samkomulag var um að samrunaáætlun og önnur
samrunagögn yrðu undirrituð að uppfylltum
tilteknum skilyrðum.
Samrunaáætlun var undirrituð af stjórnum
félaganna 23. febrúar 2021. Þann sama dag voru
undir ritaðar greinar gerðir stjórna félag anna,
skýrslur sér fróðra mats manna og samruna
efnahagsreikningur félaganna. Samkvæmt
samrunaáætlun verða félögin sameinuð m.v.
1. janúar 2021 og munu hluthafar TM hf. fá
2.509.934.076 nýútgefna hluti í Kviku banka hf.
sem endurgjald fyrir hluti sína í TM hf. Hinir
nýútgefnu hlutir njóta sömu réttinda og aðrir
hlutir í Kviku banka hf. frá afhendingardegi.
Leggur stjórn því fram tillögu um að hlutafé verði
hækkað um 2.509.934.076 kr. að nafnvirði og
verða hinir nýútgefnu hlutir afhentir hluthöfum
TM hf. í skiptum fyrir eignarhlut þeirra í TM hf.
og Lykli fjármögnun hf.
Fyrirhugaður samruni var tilkynntur til
Fjármála eftirlits Seðlabanka Íslands og
Samkeppniseftirlitsins í desember 2020. Samþykki
Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir með ákvörðun
dags. 26. febrúar 2021. Þann sama dag veitti
Fjármálaeftirlitið Kviku banka hf. heimild til að
fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.,
TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu
hf. Beðið er eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins
fyrir samrunanum en gert er ráð fyrir að samþykki,
með fyrirvara um að samrunaferlinu verði lokið í
samræmi við ákvæði hlutafélagalaga, muni liggja
fyrir fyrir hluthafafundinn.
Aðrar upplýsingar
Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn
eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku
og ensku utan þess að ársreikningar félagsins eru
eingöngu aðgengilegir á ensku. Fundargögn eru
aðgengileg á vefslóðinni https://www.kvika.is/
fjarfestaupplysingar/hluthafafundir/ og skrifstofu
félagsins að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Boðið verður upp á fullgilda rafræna þátttöku á
fundinum, án þess að hluthafar séu viðstaddir á
fundarstað, í gegnum Lumi AGM. Hægt verður
að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi
auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og
borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi
snjallforritið eða vefslóð Lumi AGM. Rafræn
þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir
rétt til þátttöku í honum að öðru leyti.
Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara
fram í gegnum Lumi AGM. Allir hluthafar, hvort
sem þeir mæta til fundarins á Hilton Reykjavík
Nordica eða taka þátt með rafrænum hætti, eru
hvattir til að hlaða niður snjallforriti Lumi AGM
í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt
atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM.
Samrunaáætlun og önnur samrunagögn, þ.m.t.
greinar gerðir stjórna, skýrslur sér fróðra mats manna
og sam runa efna hags reikningur, voru birt á heima
síðu félagsins 24. febrúar sl. Þá hafa árs reikningar
félag anna þriggja sl. þrjú rekstrarár verið að gengi
legir á heima síðum félaganna frá 18. febrúar sl.
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til
með ferðar á fundinum ef hann sendir um það skrif
lega eða rafræna kröfu til félags stjórnar á heimilis
fang félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is.
Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá til tekið mál
tekið til með ferðar á hlut hafa fund inum skulu senda
beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólar hringum fyrir
boðaðan hlut hafa fund, eða í síðasta lagi kl. 16:00
laugar daginn 20. mars 2021. Kröfu skal fylgja rök
stuðn ingur eða drög að ályktun til félagsstjórnar.
Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar
fyrir hluthafafund með því að senda erindi
á framangreint netfang eða bera þær upp á
fundinum sjálfum.
Aðilar sem eru skráðir hlut hafar í hluta skrá félagsins
þegar hlut hafa fundur fer fram geta beitt réttindum
sínum á hlut hafa fundinum. Hlut hafar geta látið
umboðs mann sækja fundinn fyrir sína hönd.
Umboðs maður skal leggja fram skrifl egt og dag sett
umboð, en form að umboði er aðgengi legt á vef síðu
félagsins. Umboð má leggja fram á fund inum eða
senda á framan greint net fang fyrir fundinn.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa
hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt
eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á
vefsíðunni www.smartagm.com eigi síðar en kl.
16.00 þann 29. mars, eða degi fyrir fundardag.
Með innskráningu þarf að fylgja mynd af gildum
skilríkjum og umboð, ef við á.
Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans
boðað, óháð fundarsókn. Ákvörðun um samruna
fer eftir 93. gr. laga nr. 2/1995.
Fundarboð þetta, upplýsingar um heildar fjölda
hluta og atkvæða á fundar boðs degi, dagskrá, til
lögur stjórnar til hlut hafa fundar, ásamt umboðs
formum eru nú að gengi leg á vef síðu félagsins.
Önnur gögn vegna hlut hafa fundarins verða gerð
að gengileg eigi síðar en þriðju daginn 23. mars
n.k. á vefsíðu félagsins. Sé mis ræmi milli fundar
gagna á íslensku og ensku, gildir íslenska útgáfan.
Hluthafafundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 16:00, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Stjórn Kviku banka hf.
til hluthafafundar 30. mars 2021
ENGLAND Meghan Markle þurfti að
þola einelti, kynþáttafordóma og
íhugaði að stytta sér aldur eftir vist-
ina innan bresku konungsfjölskyld-
unnar. Megan og Harry Bretaprins
opnuðu sig í tveggja tíma viðtali við
Opruh Winfrey þar sem þetta kom
meðal annars fram. Viðtalið var
sýnt á Sjónvarpi Símans í gærkvöldi.
Um fátt er rætt annað en við-
talið enda héldu hjónakornin hvergi
aftur af sér og svöruðu spurningum
Winfrey meðal annars um ástæðu
þess að þau stigu til hliðar, sem þau
gerðu í janúar í fyrra.
Að sögn Meghan gerði konungs-
fjölskyldan ekki nóg til að vernda
þau og segir hún að ástandið hafi
versnað verulega eftir að þau giftust
í maí 2018. Þá sagði hún að konungs-
fjölskyldan væri tilbúin til að ljúga
til þess að vernda aðra fjölskyldu-
meðlimi í þeirra stað.
Meghan, sem á nú von á sínu öðru
barni með Harry, ræddi einnig um
þá ákvörðun að Archie fengi ekki
titilinn prins því hún hefði óttast
að hann fengi ekki vernd. Þá sagði
hún að innan fjölskyldunnar hefði
verið rætt hver hörundslitur hins
ófædda Archies yrði og ákveðnir
fjölskyldumeðlimir hefðu komið
því á framfæri við Harry.
Oprah sagði í gær í viðtali á NBC
að það hefðu ekki verið drottningin
eða Filippus, svo mikið vissi hún.
Skilja mátti Meghan sem svo að
áhyggjur hefðu verið af því innan
hirðarinnar að Archie yrði of dökk-
ur á hörund og sagði hún botninum
hafa verið náð á þeim tímapunkti.
Í viðtalinu greindi Meghan frá
því að daglegt líf hefði reynst henni
gríðarlega erfitt innan konungsfjöl-
skyldunnar og sagðist hafa upplifað
mikinn einmanaleika þar sem tölu-
verðar hömlur voru settar á nánast
allt sem hún gerði. Þá sagðist hún
stundum ekki hafa viljað lifa lengur
vegna þessa.
Aðspurð hvort hún hefði íhugað
sjálfsvíg sagði hún svo vera. Hún
vísaði til myndar sem var tekin af
henni og Harry á viðburði í Royal
Albert Hall meðan hún gekk með
Archie.
„Rétt áður en við þurftum að
fara, þá hafði ég rætt um þetta við
Harry um morguninn,“ sagði hún
með tárin í augunum. Hún vísaði
þar til sjálfsvígshugleiðinga sinna.
Hún sagðist hafa farið með Harry
á viðburðinn því henni fannst hún
ekki geta verið ein en á myndinni
sést Harry halda fast í höndina á
konu sinni.
Harry bætti svo við að kynþátta-
fordómar hefðu hrakið þau frá Eng-
landi og að drottningin hefði verið
of upptekin til að hitta hann þegar
myndbrot fóru að birtast í gær-
kvöldi. Um er að ræða myndbrot
sem voru ekki í viðtalinu en fóru að
birtast eftir að það var sýnt í Banda-
ríkjunum.
fanndis@frettabladid.is,
benediktboas@frettabladid.is
Engin vettlingatök lengur
innan bresku hirðarinnar
Harry Bretaprins segir að kynþáttafordómar hafi átt stóran þátt í því að hann og eiginkona hans
Megh an Markle fluttu frá Bretlandi. Hjónin eiga von á stúlku í sumar. Þau fóru um víðan völl í tveggja
tíma löngu viðtali við Opruh Winfrey. Markle opnaði sig um vanlíðan sem hún upplifði við hirðina.
Harry og Meghan í stólnum hjá Opruh Winfrey. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð