Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 13

Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 13
Í fréttatímum á rásum RÚV í útvarpi og sjónvarpi hinn 4. þessa mánaðar var ítrekað sagt að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi vísað frá málum fimm ein- staklinga gegn íslenska ríkinu. Hafi þetta gerst í kjölfar sátta í málum viðkomandi einstaklinga þar sem íslenska ríkið féllst á að brotið hefði verið gegn rétti kær- enda við meðferð mála þeirra fyrir íslenskum dómstólum. Þessi frá- sögn er ekki rétt. Hið rétta er að málunum var ekki vísað frá dómi heldur staðfesti Mannréttindadómstóllinn 4. mars með formlegri ákvörðun (decision) í hverju tilviki sáttirnar sem gerðar hafa verið séu efnislega í samræmi við fyrri dómafordæmi Mannrétt- indadómstólsins og efni Mannrétt- indasáttmálans. Af þeirri ástæðu væri meðferð málanna fyrir Mann- réttindadómstólnun felld niður og þau tekin af málaskrá dómstólsins. Viðleitni undirritaðra til að fá fréttastofu RÚV til að leiðrétta þetta bar ekki árangur. Athugasemd vegna fréttaflutnings RÚV Ragnar Halldór Hall lögmaður Gestur Jónsson lögmaður Tillaga stjórnar um samruna Þann 28. september 2020 hófust formlegar samruna­ viðræður Kviku banka hf. og TM hf. en fljótlega þar eftir var ákveðið að Lykill fjármögnun hf. myndi einnig sam­ einast félögunum. Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta­ og einskiptiskostnaðar. Stjórnir félaganna undirrituðu samrunasamning 25. nóv­ ember 2020 um að samrunaáætlun og önnur samruna­ gögn yrðu undirrituð að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Samrunaáætlun, greinargerðir stjórna félaganna, skýrslur sérfróðra matsmanna og samrunaefnahagsreikningur félaganna voru undirrituð 23. febrúar 2021. Fyrirhugaður samruni var tilkynntur til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins í desember 2020. Samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir með ákvörðun dags. 26. febrúar 2021. Þann sama dag veitti Fjármálaeftirlitið Kviku banka hf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Beðið er eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samrunanum en gert er ráð fyrir að slíkt samþykki muni liggja fyrir, með fyrirvara um að samrunaferlinu verði lokið í samræmi við ákvæði hluta­ félagalaga, fyrir hluthafafundinn. Samkvæmt samrunaáætlun verða félögin sameinuð m.v. 1. janúar 2021 og munu hluthafar TM hf. fá 2.509.934.076 nýútgefna hluti í Kviku banka hf. sem endurgjald fyrir hluti sína í TM hf. Hinir nýútgefnu hlutir njóta sömu réttinda og aðrir hlutir í Kviku banka hf. frá afhendingardegi. Leggur stjórn því fram tillögu um samruna félagsins við Kviku banka hf. og Lykil fjármögnun hf. Dagskrá 1 Tillaga stjórnar um samruna Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. 2 Umræður og önnur mál löglega borin fram Aðrar upplýsingar Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengi leg á heimasíðu félagsins á vefslóðinni tm.is/fjarfestar og skrifstofu félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík. Samrunaáætlun og önnur samrunagögn, þ.m.t. greinar­ gerðir stjórna, skýrslur sérfróðra matsmanna og samruna­ efnahagsreikningar, voru birt á heimasíðu félagsins 24. febrúar sl. Þá hafa ársreikningar félaganna þriggja sl. þrjú rekstrarár verið aðgengilegir á heimasíðum félag­ anna frá 18. febrúar sl. Framangreindar upplýsingar er að finna á vefslóðinni tm.is/fjarfestar/samruni Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til með­ ferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðn­ ingur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða með tölvupósti á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 20. mars næstkomandi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð eða á eyðublaði sem aðgengilegt er á vef félagsins – tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 9:00 til 16:00) til og með mánudeginum 29. mars 2021, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafa­ fundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn. Ákvörðun um samruna fer eftir 93. gr. laga nr. 2/1995. Hluthöfum er bent á að kjósi þeir gegn til­ lögu um samruna geta þeir krafist innlausnar hluta sinna skv. 131. gr. áðurnefndra laga. Fundarboð þetta, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæða á fundarboðsdegi, dagskrá, tillögur stjórnar til hluthafafundar, ásamt umboðsformum eru nú aðgengileg á vefsíðu félagsins. Önnur gögn vegna hluthafafundarins verða gerð aðgengileg eigi síðar en þriðjudaginn 23. mars nk. á vefsíðu félagsins. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst. Stjórn TM hf. TM hf. Hluthafafundur 30. mars Hluthafafundur TM hf. verður haldinn þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 16:00, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Flest viljum við trúa því að íslenska réttarríkið fari ekki í manngreinarálit. Við tökum öll u ndir eink u nnarorð lög- reglunnar, „Með lögum skal land byggja“ og við erum líka sammála um það að hver maður sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Við eigum öll rétt á sanngjarnri máls- meðferð og sakborningar mega velja sér lögmenn til þess að halda uppi eins góðum málsvörnum og frekast er unnt. Um þetta er almenn sátt í samfélaginu. Lögregl- an leitar samt stundum af brigða og beitir jafnvel brögðum til þess að leiða mál til lykta á grund- velli sannfæringar sinnar um sekt fremur en hlutlægri niðurstöðu dómara. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að ég er – a.m.k. á meðan þessi orð eru skrifuð – skipaður verjandi sem löggan vill losna við. Ég hef um nokkurra vikna skeið í því verkefni notið skilyrðislauss trúnaðar skjól- stæðings míns. Til skamms tíma sat hann í gæsluvarðhaldi og er nú í farbanni vegna gruns um tengsl við alvarlegt sakamál sem mjög hefur verið í fréttum síðustu vikurnar. Í rannsókn á mögulegum tengslum hans við sjálfan glæpinn hefur lög- reglan gripið til sjaldgæfra örþrifa- ráða – að losa sig við lögmanninn. Hefur hún farið fram á það að ég verði kallaður til skýrslutöku sem vitni. Skv. lögum er mér um leið óheimilt að gegna störfum mínum sem verjandi í sama máli. Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæslu- varðhaldi, húsleitum og f leira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu sam- ráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lög- mann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirn- ar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir. Lögmaður hefur ríkar – og í raun heilagar – trúnaðarskyldur gagn- vart skjólstæðingum sínum. Ég endaði að ósekju í gæsluvarðhaldi vegna þess að ég neitaði að svara spurningum sem skaðað hefðu skjólstæðing minn. Ég mun gera það aftur núna. Haldi lögreglan þessum leik sínum til streitu mun ég leita allra leiða til þess að standa á bæði mínum rétti og skjólstæð- ings míns. Í fyrsta lagi til þess að verja hann áfram og í öðru lagi til þess að geta, með milligöngu dóm- stóla ef á þarf að halda, vikið mér undan spurningum sem skaðað gætu málsvörn hans. Vonandi mun svo Lögmanna- félag Íslands taka þessa makalausu atburðarás til skoðunar. Það er eitt- hvað mikið að ef lögreglan getur ítrekað leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr mál- inu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðar- sambands við skjólstæðing sinn. Ljótur leikur lögreglunnar Steinbergur Finnbogason lögmaður Í rannsókn á mögulegum tengslum hans við sjálfan glæpinn – hefur lögreglan gripið til sjaldgæfra örþrifa- ráða að losa sig við lög- manninn. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 9 . M A R S 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.