Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Hulda Sigurlaug er með ákveðið þema sem flæðir gegnum allt. „Undirbúningurinn er búinn að ganga mjög vel, ég var strax vel skipulögð, skrifaði allt niður í samráði við Huldu Sigurlaugu og við mæðgurnar fórum saman í þankahríð þegar við púsluðum deginum saman. Í framhaldinu fór ég síðan í undirbúninginn og fram- kvæmdina, því það er að mörgu að hyggja, gera og græja. Við byrjuðum frekar seint út af allri þessari óvissu með COVID-19 og tilslakanir, en þegar ljóst var að við gætum haldið smá veislu fórum við á fullt.“ Mæðgurnar eru mjög samrýndar og samstarfið eftir því. „Undirbúningurinn er búinn að ganga glimrandi vel og tíminn okkar saman er búinn að vera yndislegur, við erum svo samstiga í öllu. Þetta er búinn að vera góður tími sem við báðar eigum eftir að eiga minningar um. Við vorum sammála um allt, dóttirin svo glöð og sátt við allt.“ Rómantískt og franskt þema Þema veislunnar er í anda fermingarstúlkunnar sem vildi náttúrulega jarðliti og sleppa öllum skærum og sterkum litum. „Þema veislunnar er smá í bland hjá okkur, við vildum hafa nátt- úrulega liti og grænar plöntur í forgrunni. Það má segja að þetta sé smá retró, bóhó þema þar sem rómantíkin með frönskum blæ svífur yfir. Svo fengum við svo fal- legar skreytingar frá Partýbúðinni og poppuðum þetta aðeins upp með „rose gold“ blöðrulengju, blöðrum og skrauti á veisluborðið.“ Þurrkuð blóm og strá koma sterkt inn á móti grænu blómunum í skreytingunum. Ljósir sand- og beige-litir spila aðalhlutverkið í skreytingunum og Ingibjörg gerði allar skreytingarnar sjálf í samráði við dótturina. Hún sækir inn- blástur sinn mikið út í náttúruna og umhverfið. Persónulegir hlutir úr bernsku Ingibjörg lét prenta slatta af myndum af dótturinni á ýmsum aldri hjá Prentgram sem hún hefur sett í lítið albúm fyrir veislugesti að njóta. „Við verðum með sér- skreytt borð þar sem gestabók og kortakassi, ásamt skreytingum frá Huldu Sigurlaugu þegar hún var lítil, munu vera í forgrunni. Þar verða til að mynda fyrstu jóla- skórnir hennar sem eru pínupons og krúttlegir.“ Fermingarkjóllinn er fallegur hvítur blúndukjóll Leitin að draumafermingar- kjólnum gekk vel. „Hulda Sigur- laug var svolítið óákveðin með fermingarfatnaðinn, en svo skelltum við okkur í Gallerí 17 í Smáralind og þar kolféll hún fyrir fallegum hvítum blúndukjól sem er virkilega fallegur á henni og klæðir hana vel.“ Blúndukjóllinn passar vel í þemað og er sveipaður franskri rómantík. Smáréttahlaðborð og sætir bitar Mæðgurnar ákváðu að bjóða upp á blandað smáréttahlaðborð þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Má þar nefna kjúklingaspjót með satay-sósu, litlar kjötbollur með sósu, beikonvafðar döðlur, tortillastykki með fyllingu og tor- tillasósu, tapassnittur og venjuleg- ar snittur, svo fátt sé nefnt. Síðan verður boðið upp á glæsilegt eftir- réttahlaðborð þar sem franskar makkarónur og skrautlegir litlir kleinuhringir munu gleðja augu og munn. Það verður síðan toppað með stórglæsilegri fermingartertu. „Fermingartertuna ætlum við að panta frá Sætum syndum og við treystum á frumlegheit þeirra í bakstrinum. Margt af veitingunum munum við sjálfar gera en eitthvað verður pantað frá veisluþjónustu.“ Einnig verður boðið upp á hina dýrlegu Hersey-kossa sem merktir eru fermingarstúlkunni og kók- flöskurnar verða prýddar nafni hennar líka. Mæðgurnar Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir og Hulda Sigurlaug fermingarbarn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fallegt skraut á fermingarborði frá því fermingarstúlkan var barn. Borðið og skreytingarnar í kring setja glæsilegan svip á umhverfið. Veitingar verða síðan á öðru borði. Meira að segja gosflöskurnar eru merktar nafni fermingarbarnsins. Sérstakur kassi til notkunar ef fólk gefur kort og peningaupphæð. Sælgætismolar með nafni ferming- arbarnsins er skemmtilegt skraut. Fallegar servíettur fyrir gestina. Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is Skoðaðu gjafahugmyndir á kringlan.is FERMING Viðbúin, tilbúin, Allt frá kökunni til klæðanna 2 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURFERMINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.