Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 24
Margrét segist alla tíð hafa haft
mikla ástríðu fyrir matargerð.
Hún var aðeins sextán ára þegar
hún byrjaði að vinna í eldhúsi.
Hún var hjá Happ í sjö ár en
meðan á náminu stóð starfaði
hún hjá Geira Smart og Vox Hilt
on. Margrét, sem er dóttir Bjarna
Benediktssonar og Margrétar
Þóru Baldvinsdóttur, segir að hún
hafi erft matarástríðuna beint
í kvenlegg en móðir hennar er
þekktur matgæðingur.
Margrét á ellefu mánaða
gamlan son og er í barneignarfríi
frá eldhúsinu. Hún hefur þó látið
hendur standa fram úr ermum
og er að klára aðra önn í lögfræði.
„Mig langar í framtíðinni að nýta
mér þekkinguna og starfa við
bæði þess fög enda tel ég þau alveg
geta farið saman,“ segir hún. „Það
var eiginlega kærastinn sem átti
hugmyndina af því að ég færi í
lögfræði. Honum fannst mjög góð
hugmynd að ég skellti mér í frek
ara nám og eftir að ég kynnti mér
lögfræðina var ég bara sammála.
En maður þarf að skipuleggja sig
vel svo þetta takist allt,“ segir hún.
„Ég vonast þó til að fara aftur að
vinna í eldhúsi í sumar þegar sá
litli kemst í leikskóla.“
Þegar hún er spurð um súpu
uppskriftina sem hún gefur les
endum, segist hún alltaf hafa verið
hrifin af asískum mat og þessi
súpa sé í miklu uppáhaldi. „Þetta
er taílensk súpa sem rífur aðeins
í. Ég hef eldað hana í meira en tíu
ár, oft boðið upp á hana í matar
boðum og alltaf slegið í gegn,“
segir hún. „Hún er bragðmikil og
ég nota kjúkling í hana og hrís
grjónanúðlur. Ég hef líka prófað
að setja rækjur og fisk með góðum
árangri. Systir mín, sem er níu
ára, biður mig oft um þessa súpu
en til að deyfa hana set ég auka
skammt af kókósrjóma í hennar
súpu. Ég myndi segja að hún henti
vel í fermingarveislu, sérstaklega
ef þemað er tengt Asíu. Súpan er
mjög saðsöm og óþarfi að hafa
brauð með. Frekar myndi ég hafa
góðan desert með mangó eða pav
lóvur, jafnvel marensrúllu.“
Þegar Margrét fermdist var smá
réttaveisla, eins konar tapasstemn
ing, útskýrir hún. „Það var kokkur
sem útbjó snittur og smárétti sem
var mjög fínt. Ég á ekki von á að
fara í fermingu á þessu ári. Önnur
systir mín fermdist fyrir tveimur
árum og hin er enn svo ung.
Hér er súpan hennar Margrétar.
Uppskriftin er miðuð við fjóra
en hægt að stækka hana eftir
þörfum.
Taílensk kjúklinga- og
núðlusúpa
3 kjúklingabringur, skornar í grófa
bita
Vermicelli núðlur
1/2 rauð paprika, skorin í grófa bita
1/2 græn paprika, skorin í grófa bita
Handfylli af sykurbaunum
Handfylli af brokkólí, skorið í bita
1/2 laukur, skorinn í grófa bita
1/2 rauður chilli, saxa
10 cm engifer, rifið í rifjárni
2 fernur kókosrjómi (bestur í fjólu-
bláu fernunum frá Santa Maria)
1 dós kókosmjólk
2 msk. fiskisósa
1 tsk. rautt karrí paste
1-2 msk. penang karrí paste
1 tsk. sambal oelek
2 lárviðarlauf
1 kjúklingakraftsteningur
1/2 lime kóríander
1. Byrjið á því að skera niður græn
metið og kjúklinginn.
2. Setjið í pott kókosmjólk,
kókosrjóma, kjúklingakraft, lár
viðarlauf, chilli og engifer. Hitið á
meðalháum hita.
3. Bætið næst við fiskisósu, penang
karrímauki og rauðu karrímauki
4. Á meðan súpan mallar steikið
þá kjúkling á pönnu með olíu
og saltið. Þegar kjúklingurinn
er tilbúinn bætið honum þá út í
súpuna
5. Þegar kjúklingurinn er kominn út
í súpuna skal steikja paprikurnar
og lauk á pönnu í um það bil 1
mínútu, bætið þá brokkólíinu og
sykurbaununum við og steikið í 2
mínútur til viðbótar.
6. Bætið grænmetinu út í súpuna
og kreistið 1/2 lime yfir og látið
malla á meðan þið undirbúið
núðlurnar.
7. Hitið vatn í potti og setjið vermi
celli núðlurnar í pottinn í 2
mínútur þegar vatnið hefur náð
suðu.
8. Sigtið vatnið frá og skammtið
núðlum í skálar.
9. Að lokum, hellið súpunni yfir
núðlurnar og setjið kóríander
eftir smekk.
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Margrét Bjarnadóttir mat-
reiðslumaður hefur mikið
dálæti á asískum mat. Hún hefur
heimsótt Taíland og Víetnam
til að kynnast matarhefðum.
Hér gefur hún uppskrift að
sannkallaðri veislusúpu fyrir
fermingarnar.
Súpa sem allir falla fyrir
Margrét, sem er lærður matreiðslumaður, hefur nýtt barneignarorlof til að stunda laganám. Hún telur að fögin
muni bæði nýtast í framtíðinni. Hér hefur hún eldað súpuna góðu en hún notar kjúkling í hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Taílenska súpan hennar Margrétar
lítur girnilega út og er bragðmikil.
Meðal hráefna í súpuna er engifer, límóna og chilli.
8 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURFERMINGAR