Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 28
Gott í matinn veitir þér inn- blástur fyrir fermingarveisluna með einföldum og góðum upp- skriftum. Uppskriftasíðan gottimatinn.is er góður staður til að byrja á þegar kemur að fermingarundirbúningi. Á síðunni er til að mynda sérstakur flokkur tileinkaður fermingum þar sem finna má margs konar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir þetta stóra tilefni. Hvort sem fermingarbarnið og fjölskyldu þess langar að bjóða upp á smárétti og ljúffenga osta, súpu og snittur, heitt matarhlaðborð eða dýrindis köku- veislu. Síðan gottimatinn.is getur hjálpað til við undirbúning og veitt fólki innblástur fyrir veisluna. Við getum ekki annað en mælt með heimsókn á gottimatinn.is. Klassískur brauðréttur með skinku og aspas ½ samlokubrauð, rifið niður 250 g skinka, smátt skorin 1 dós aspas 1 askja skinkumyrja frá MS 2 dl rjómi frá Gott í matinn 2 tsk. dijon sinnep ½ teningur grænmetiskraftur Rifinn gratínostur frá Gott í matinn Hitið ofn í 180 gráður. Rífið brauðið í eldfast mót. Hellið vökv- anum úr aspasdósinni í pott ásamt skinkumyrjunni, rjómanum, dijon sinnepi og grænmetiskrafti. Látið hitna og bráðna saman við vægan hita. Dreifið skinkunni og aspasinum yfir og saman við brauðið í eldfasta mótinu. Hellið svo ostasósunni yfir allt saman. Toppið með rifnum osti eftir smekk og bakið í 20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn og rétturinn heitur í gegn. Snittur með Dala-Auði 1 stk. snittubrauð 1 krukka rautt pestó (um 190 g) Klettasalat (rúmlega hálfur poki) 1 ½-2 stk. Dala-Auður ostur 8-9 sneiðar af hráskinku Fersk basilíka Ólífuolía til penslunar Gróft salt Hitið ofninn í 200 °C. Skerið brauðið skáhallt í sneiðar, penslið vel með ólífuolíu og stráið smá grófu salti yfir, bakið í 3-4 mínútur í ofninum og geymið síðan til hliðar á meðan annað er undirbúið. Skerið Dala-Auði í sneiðar (það nást um 10 sneiðar úr hverjum osti) og takið hverja hráskinkusneið í tvennt. Smyrjið góðri teskeið af pestó á hverja brauðsneið, setjið þá klettasalat, því næst Dala-Auði, hráskinku og skreytið að lokum með ferskri basilíku. Rjómaostakúlur á priki 2 öskjur rjómaostur með graslauk og lauk frá Gott í matinn (2x200 g) 400 g beikon 150 g pekanhnetur 4 stk. vorlaukur 100 g rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn Saltstangir Steikið beikonið þar til það er vel stökkt og saxið smátt niður. Setjið um 1/3 í skál með rjómaostinum og geymið restina. Saxið pekan- hnetur og lauk mjög smátt og setjið einnig um 1/3 í skálina með rjómaostinum og geymið restina. Setjið cheddar ostinn saman við rjómaostablönduna og hrærið vel saman. Blandið restinni af beikoni, hnetum og vorlauk saman í skál, útbúið litlar kúlur (munnbita) úr rjómaostablöndunni og veltið upp úr beikonblöndunni, en þessi uppskrift dugar í um 40 kúlur. Stingið svo saltstöng í hverja kúlu (má sleppa) og kælið í að minnsta kosti klukkustund. Einfalt og gott fyrir ferminguna Klassískur brauðréttur með skinku og aspas sem er alltaf vinsæll. Gómsætar snittur með Dala-Auði, klettasalati og parmaskinku sóma sér vel á fermingarveisluborðinu. Glæsilegar og girnilegar rjómaostakúlur á priki. Kökuskreytingameistarinn Brynja Bjarnadóttir óskaði sér einskis heitar en Rice Krispies- turns í eigin fermingarveislu. Hún segir alla geta bakað og skreytt fallega og ljúffenga heimabakaða fermingartertu. thordisg@frettabladid.is „Ég hef alltaf elskað að baka og þá sérstaklega að smakka deigið,“ segir kökuskreytingameistarinn Brynja Bjarnadóttir glettin. Hún byrjaði mjög snemma að baka alls konar Betty Crocker- kökur og múffur í litadýrð. „Í raun er það dúlleríið við að skreyta kökuna sem gefur mér langmest. Ég elska að dunda mér við að föndra og búa til hluti, og kökuskreytingar eru fullkomnar í það. Ég baka oftar en ekki fyrir skemmtileg tilefni, eins og afmæli, fermingar og brúðkaup, og þegar ég er búin að eyða löngum tíma í að vanda mig við að skreyta er komin kaka sem hægt er að njóta og borða í mómentinu. Ég sit þá ekki uppi með eitthvert drasl sem ég hef föndrað en tími ekki að henda,“ segir Brynja og hlær. Æfingin skapar meistarann Gulrótarkaka er í dálæti hjá Brynju en þannig var það ekki á fermingar- daginn. „Eina óskin sem ég hafði fyrir fermingarveisluna mína var Rice Krispies-turn og hún er það eina sem ég man af veitingunum í veisl- unni. Óskin mín rættist og ég fékk minn Rice Krispies-turn og bað þar af leiðandi ekki um hefðbundna fermingartertu. Ég myndi því hik- laust mæla með Rice Krispies-köku í fermingarveislur, fyrir börn í gestahópnum og sjálft fermingar- barnið. Hún slær alltaf í gegn,“ segir Brynja sem bakar meira fyrir aðra en til heimilisins í dag. „Galdurinn við góða köku er heimabakstur, ást og umhyggja. Svo lengi sem maður man eftir öllum hráefnunum og gleymir ekki kökunni í ofninum er svo voðalega erfitt að klúðra bakstr- inum,“ segir Brynja sem ráðleggur að baka kökubotnana tveimur til fjórum dögum fyrr til að spara stress og tíma, og skreyta svo kökuna daginn áður en hún er borin á borð. „Allir geta skreytt köku svo fal- legt sé, og sérstaklega með réttu áhöldunum. Þau auðvelda vinnuna töluvert. Góð spatúla, gel-matarlit- ir, réttu sprautustútarnir og nægur tími er allt sem þarf; svo er bara að prufa sig áfram og leyfa hug- myndafluginu að njóta sín. Eins og í öllu öðru, þá skapar æfingin meistarann,“ segir Brynja og gefur lesendum uppskrift að einfaldri en gómsætri tertu sem hittir í mark í fermingarveislunni. Fylgist með Brynju á Instagram @brynjabjarna. Kakóterta Mjög einföld og þægileg kaka til að skreyta og sem ekki er hægt að klúðra. Royal-búðingur (hvaða bragð sem er) 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. natron 1 tsk. salt 300 g sykur 4 msk. kakó 125 g smjör 2 ½ dl mjólk 2 egg Blandið þurrefnum saman. Látið smjörið linast og myljið út í þurrefnin. Bætið við mjólk og eggi. Skiptið deiginu í tvö hring- laga form. Bakið í ofni við 180 °C, í annarri hillu að neðan, í sirka 15 mínútur. (Án blásturs í 200 °C í sirka 18 mínútur.) Smjörkrem 250 g smjör 250 g flórsykur 3 tsk. vanillusykur Gel-matarlitur að eigin vali Þeytið smjörið vel og lengi þar til það verður ljóst og „flöffí“. Bætið sykrinum varlega við og hrærið saman við smjörið. Bætið að lokum gel-matarlit út í kremið, að vild. Heimabakað af ást og umhyggju er best Brynja Bjarna- dóttir elskar að smakka deigið þegar hún bakar en mest fær hún þó út úr því að dúlla við skreytingar sem fullkomna góm- sætan bakstur- inn. Hér er hún með glæsi- lega svuntu sem svipar til fegursta skautbúnings. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Tveggja hæða terta með rósum. Þvílík fegurð á einni bleikri köku. Brynja segir æfingu skapa meistara. Glæsileg og blómum skreytt terta sem er prýði á fermingarborðið. 12 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURFERMINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.