Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 30
hand- og körfubolta. Einnig hef ég
gert nokkrar styttur fyrir golfara
og sundiðkendur. Ég reyni eftir
fremsta megni að verða við þeim
óskum sem koma til mín. Ég mála
síðan stytturnar í þeim litum
sem henta hverju íþróttafélagi.
Sömuleiðis hef ég verið beðin að
gera styttu sem er í stíl við veislu-
borðið í fermingunni eða jafnvel
fermingarkjól stúlkunnar sem er
að fermast,“ segir hún. „Það er allur
gangur á hugmyndum og óskum
jafnt hjá stelpum og strákum.“
Stytturnar eru 18 cm og ætlaðar
sem borðskraut. Berglind segir að
hún viti dæmi þess að stytta hafi
verið sett upp á köku en þá hafi
verið notað glas undir þannig að
hún snerti ekki tertuna. „Ég hef
líka gert nokkrar styttur fyrir
útskriftir og brúðkaup. Ég er þó
ekki að gera neitt svakalegt magn
af styttum því ég er að gera þetta
meðfram hundrað prósent vinnu
sem leikskólakennari. Þetta er
fyrst og fremst áhugamál hjá mér,
enda hef ég takmarkaðan tíma til
að sinna þessu.“
Berglind hefur starfað á leik-
skóla frá árinu 2003 og útskrifaðist
sem leikskólakennari árið 2011.
Hún er því næstum því farin að
passa börn þeirra fyrstu sem hún
gætti á sínum tíma. Það má að
minnsta kosti segja að hún hafi
lengi verið umvafin börnum og
kynnst nokkrum kynslóðum.
Ég hef mjög gaman af föndri og
starfið hentar mér því vel. Ég sit
yfirleitt ekki auðum höndum, er
svolítil dellukona og tek tarnir. Um
tíma var ég mikið í handavinnu,
saumaði út og prjónaði lopapeysur.
Eitt sinn var vinsælt að smíða og
skera út kántrí-dót og þá var ég
á kafi í því. Auk þessa er ég mikil
útivistarkona, fer gjarnan í göngu,
til dæmis á Helgafellið eða við
Hvaleyrarvatn þar sem ég geng um
náttúruna. Mér finnst líka nota-
legt að sitja í stofunni heima með
kveikt á sjónvarpinu og tálga um
leið. Það er gott að dreifa huganum
eftir amstur dagsins.“
Berglind segist hafa fengið
nokkrar pantanir núna fyrir
fermingarnar. Fyrst hafi hún verið
að þessu fyrir vini og ættingja en
eftir styttunum var tekið og fleiri
hafa haft samband. Þá er hún með
Facebook-síðuna Bella tálgar og
margir sjá stytturnar sem hún
birtir þar. „Fólk er að halda veislur
þrátt fyrir takmarkanir á gesta-
fjölda. Ég fékk margar beiðnir í
fyrra þrátt fyrir samkomubann.
Mér finnst mjög skemmtilegt að
tálga stytturnar og ætla að halda
því áfram og ég finn mér alltaf eitt-
hvað til að dunda við.“
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Berglind Mjöll Jónsdóttir, eða
Bella tálgari, býr til fallegar
fermingarstyttur sem notið hafa
mikilla vinsælda. Stytturnar eru
gerðar eftir óskum fermingar-
barna.
Berglind Mjöll er deildarstjóri
leikskólans Norðurbergs í Hafnar-
firði. Þar er mikið föndrað og hún
skemmtir sér jafn vel við það og
börnin. Áhugamál Berglindar, að
tálga út styttur, hófst á óvæntan
hátt. „Eiginmaður minn og sonur
ákváðu að fara saman á námskeið
og læra að tálga. Þar með gætu
þeir átt sameiginlegt áhugamál.
Þeir kenndu mér síðan handtökin
og ég féll fyrir þessu. Fór á fullt að
tálga á meðan þeir misstu nánast
áhugann. Ég fann mig betur í þessu
en þeir,“ segir hún.
„Upphaflega byrjaði ég að tálga
út litla hnífa sem ég síðan lánaði
börnunum á leikskólanum. Einnig
fór ég að kenna þeim að tálga og
við fórum út í skóg til að sækja
efnivið sem þeim þótti spenn-
andi,“ segir Berglind en hún starfar
á deild með elstu leikskólabörnun-
um. „Fyrsta fermingarstyttan sem
ég gerði var fyrir fermingu sonar
míns árið 2011. Hún var allt öðru-
vísi en þessar sem ég geri núna
enda hef ég þroskast og þróast á
þessum árum. Fyrsta styttan var
úr ösp en nú kaupi ég linditré sem
er mun auðveldara að nota við
þessa iðju. Stytturnar eru gerðar
eftir óskum fermingarbarnanna
en ég er mikið beðin um að búa til
íþróttastyttur, jafnt knattspyrnu,
Tálgar út fermingarstyttur
Berglind Mjöll, eða Bella tálgari, situr ekki auðum höndum á kvöldin þótt hún sé með börnum allan daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Flottur fermingarstrákur í íþrótta-
fötum. Heppinn sá sem fær hana.
Misjafnt er hvað fermingarbörnin
biðja um þegar kemur að styttum.
Það er greinilegt að einhver
fermingarstúlkan er í ballett.
Enn ein útgáfan af borðstyttu. Þessi
setur skemmtilegan svip á borðið.
Ég reyni eftir
fremsta megni að
verða við þeim óskum
sem koma til mín. Ég
mála síðan stytturnar í
þeim litum sem henta
hverju íþróttafélagi.
Berglind Mjöll Jónsdóttir
Kjólar fyrir öll tilefni
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 12-16
Kíkið á myndir og verð á Facebook
14 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURFERMINGAR