Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 34
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@
frettabladid.is
Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til
styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.
Íslenskt handverk. Fæst um land allt.
Þríkrossinn
Stuðningur til sjálfstæðis
Vilhelm Neto fermdist til að
stimpla sig inn sem trúaður
maður og fermingargjafirnar
voru bara óvæntur bónus. Hann
á góðar minningar af ferming-
unni og lét biblíu fljúga í mynda-
tökunni.
Skemmtikrafturinn, leikarinn og
grínistinn Vilhelm Neto, eða Villi,
segir að fermingargjafirnar hafi
verið óvæntur bónus þegar hann
fermdist og að það sé mikilvægt að
njóta fermingardagsins án þess að
stressa sig.
Fréttablaðið hitti á Villa í fríi í
Kaupmannahöfn, en hann er að
hvíla sig eftir törnina við að klára
þættina Hver drap Friðrik Dór? og
heimsækja unnustu sína, Katrine
Gregersen Vedel, sem var að hefja
margmiðlunarhönnunarnám.
„Ég er í smá heimsókn og er bara
að nota tímann til að vera í fríi
og lesa einhverja vitleysu. Ég er
líka að undirbúa þátt fyrir Já OK!
hlaðvarpið og þess vegna er ég að
lesa um Ljón norðursins, hann Leó
Árnason, sem var mögnuð per-
sóna,“ segir Villi.
Hann segir að þættirnir Hver
drap Friðrik Dór?, sem Villi leikur
aðalhlutverkið í og komu út á Sjón-
varpi Símans fyrir skömmu, hafi
fengið mjög góðar viðtökur.
„Ég var að tala við afa minn í
morgun. Hann les alltaf Morgun-
blaðið og í morgun las hann
dóminn þeirra um þættina fyrir
mig í símann. Ég bara táraðist við
að heyra hvað þau sögðu fallega
hluti,“ segir Villi. „Þetta er alveg
geggjað. Þetta er fyrsta svona stóra
verkefnið mitt og það er ótrúlega
gaman að fá svona góð viðbrögð.“
Stimplaði sig inn
Villi ólst upp í Portúgal til 14 ára
aldurs en fermdist svo árið 2008
í Hallgrímskirkju og segir að það
hafi verið mjög hefðbundin íslensk
ferming.
„Ég fermdist reyndar einu ári
seinna en venjulega, en ég vildi
fermast til að staðfesta tengsl mín
við guð,“ segir hann. „Ég var mjög
trúaður á þessum tíma og fannst
þetta góð leið til að stimpla mig
inn sem trúaðan mann.“
En Villi segir að lífsskoðanirnar
hafi aðeins þróast með tímanum
og hann sé ekki jafn trúaður í dag.
„Ég myndi segja að lífið hafi
gerst og það hafi breytt viðhorfinu.
Ég hef svo oft séð ótrúlega fallegt
og gott fólk falla frá að ástæðu-
lausu og það fær mann til að
hugsa, „heyrðu, þetta er ekkert
mjög sanngjarnt“,“ segir Villi. „En
þetta er mjög flæðandi. Eins og
Ljón norðursins sagði, ég held að
sérhver lífvera sé lítill guð, því við
Fljúgandi biblía og óvæntar gjafir
Villi vildi endi
lega fá mynd
af sér þar sem
það leit út fyrir
að hann héldi á
fljótandi biblíu.
Það tók nokkrar
tilraunir. MYND/
VILHELMNETO
Hér sést fermingarbarnið á boðskortinu í ferminguna.
Fermingin fór fram heima hjá ömmu. MYND/VILHELMNETO
Villi var búinn
að læra á Photo
shop, eins og
sést á textanum
á þessari mynd.
MYND/VILHELM-
NETO
Villi er staddur í Kaupmannahöfn
þar sem hann er að heimsækja unn
ustu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
höfum öll neistann af guði í okkur.
Maður þarf að finna hinn gullna
meðalveg í þessu, ég er enn að
móta mínar skoðanir og þær eru
ekki ritaðar í stein.“
Fermingarfræðsla með
Black Eyed Peas
„Á þessum tíma fannst mér
fermingin gefa mér staðfestingu
á að ég væri trúaður. Ég var mikið
að lesa um guð og tengdi mikið við
það. Svo kom í ljós stuttu eftir að ég
byrjaði þetta fermingarferli að það
fylgja þessu heljarinnar gjafir!“
segir Villi. „Ég skildi ekkert í því,
fólk var að gefa mér risabækur og
peninga í umslagi. Þetta var bara
bónus fyrir mig og hafði engin
áhrif á ákvörðunina.
Fermingarfræðslan var rosalega
fín,“ segir Villi. „Ég held að það sé
samt mjög erfitt að fá unglinga til
að tengja við svona trúmál. Ég man
að við vorum látin rýna í Black
Eyed Peas-texta og svara því hvað
við læsum úr honum og ég man
bara eftir að hugsa „oh plís, ekki
gera þetta“. Þetta var mjög vand-
ræðalegt, en manni fannst líka allt
bjánalegt á þessum tíma.“
Alltaf góður matur
„Fermingarathöfnin sjálf var líka
fín en þetta var rosastór helgiat-
höfn. Mér fannst þetta skemmti-
legt en líka stressandi,“ segir Villi.
„Maður er svo ungur og þetta er
svo stórt og rosalega kristilegt og
fór fram í Hallgrímskirkju og ég
þurfti að fara með minn uppá-
haldskafla úr biblíunni. Þetta var
dálítið stressandi allt saman.
Fermingarveislan var geggjuð.
Mig minnir að hún hafi farið
fram hjá ömmu og það var mikil
stemning og mjög gaman,“ segir
Villi. „Hún bjó í húsi sem var með
stóran garð og það var gott veður
og það er alltaf góður matur í
fermingum. Ég er svo mikill matar-
karl, mér finnst alltaf gaman að fá
þessa gömlu klassík, brauðtertur
og allt þetta.
Svo er líka gaman að hitta svona
marga fjölskyldumeðlimi, ættingja
og kunningja sem maður talar oft
lítið við. Það eru líka allir í góðu
skapi og allir ná að hittast í róleg-
heitum á þessum tíma árs.“
Eruði að sjá þetta?!
Villi fór í myndatöku eins og
tíðkast en fékk frekar óvenjulegar
myndir.
„Maður þurfti náttúrlega að vera
upp á sitt besta og ég var með þetta
langa Bieber-hár. Þetta er mjög gott
lúkk sem ég reyndi einmitt að rifja
upp um daginn. Svo var ég í ferm-
ingarkufli. Myndatakan var síðan
smá vandræðaleg. Aðallega vegna
þess að ég vildi taka eina mynd
þar sem það væri eins og ég væri að
halda á fljótandi biblíu,“ segir Villi
og hlær. „Þannig að ég var alltaf að
kasta biblíunni upp í loft og reyna
svo að gera einhvern svona „eruði
að sjá þetta?! Holy smokes!“ svip
þannig að það liti út eins og hún
væri fljótandi fyrir ofan höndina á
mér. Þetta var mjög vandræðalegt
fyrir mig en ég tárast af hlátri yfir
þessum myndum í dag.“
Að lokum vill Villi minna
fermingarbörn á að vera róleg yfir
öllu þessu ferli.
„Njótið dagsins og slakið á.
Þetta er ekki mikið mál og þetta er
dagurinn ykkar og guðs, það er gott
að muna það,“ segir Villi. „Þannig
að þau ættu bara að vera róleg og
sátt þegar þau fara upp í pontu til
að fara með sitt ritningarvers.“
Ég var alltaf að
kasta biblíunni
upp í loft og reyna svo að
gera einhvern svona
„eruði að sjá þetta?! Holy
smokes!“ svip.
18 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR