Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 47
Fermingardagurinn er full- komnaður með gómsætum sælkerakrásum frá meistara- kokkunum á Kryddi í Hafnar- firði. Hægt er að halda veisluna í einu fegursta húsi Hafnarfjarðar eða fá veislukostinn heim. „Fermingardagurinn og ferm- ingarveislan verða ógleymanleg hjá okkur; hvort sem við komum færandi hendi með gómsætan veislumatinn heim eða ferm- ingarveislan er haldin í glæsilegri umgjörð Krydds í hjarta Hafnar- fjarðar,“ segir Hilmar Þór Harðar- son, matreiðslumeistari og einn eigenda veitingahússins vinsæla, Krydds, í tignarlegu húsi Hafnar- borgar, menningar- og listamið- stöðvar Hafnarfjarðar. Krydd er rómað fyrir ómót- stæðilega matargerð og víst að veislugestir í fermingarveislum þar sem Krydd sér um matinn munu gleðjast mjög í munni og maga. „Við göldrum fram æðislegar fermingarkrásir og bjóðum upp á nútímalegan veislukost sem er með annars konar tvisti en fólk á að venjast en er alltaf spennandi, seðjandi og gómsæt matarupp- lifun. Þar má nefna kóreska kjúkl- ingavængi, beikonvafðar döðlur, buffaló-brauðhjúpað blómkál með „hot sauce“, humarspjót, mini-hamborgara, kryddvængi með pestó, rjómaosti og trufflum, kóreskt soðbrauð fyllt með „pulled pork“, kjúklingaspjót, rækjuspjót og fleiri krásir,“ upplýsir Hilmar og þá er fátt upptalið. „Maturinn á Krydd fellur öllum í geð, jafnt börnum sem full- orðnum. Þetta er ekki hefðbundið kökuhlaðborð eða kalt borð, eins og alltaf er vinsælt í fermingar- veislum, heldur óvænt góðgæti sem kemur skemmtilega á óvart og kitlar bragðlaukana. Við erum líka með barnvæn humarbrauð og ítölsk brauð sem eru í raun dýrindis súrdeigspitsur sem allir eru sólgnir í,“ segir Hilmar. Gestgjöfum sem halda ferming- arveislu á Kryddi er svo velkomið að koma með fermingartertuna með sér á veisluborðið. „Við gerum það sem við erum best í, að elda ljúffengan mat, en látum bakarana um baksturinn. Því má koma með hvaðeina sætt undir tönn í veisluna hjá okkur, kransaköku, fermingartertu og allt sem fólk vill, þótt vitaskuld sé líka hægt að panta eftirréttina okkar á veisluborðið líka,“ segir Hilmar. Veisla til að njóta með gestunum Fermingarveislur á Kryddi njóta mikilla vinsælda en fáeinar dag- setningar eru enn lausar til veislu- halds. „Við rukkum ekki leigu fyrir salinn og verðið á veisluföng- unum kemur þægilega á óvart, aðeins 4.990 á mann. Miðað við samkomu bannið nú mega 50 full- orðnir koma saman í veislu en ef léttir enn meira á takmörkunum vegna Covid-19 getum við haldið allt að hundrað manna veislur í fal- legum salarkynnum okkar. Þá er rýmið rúmgott og auðvelt að hafa tvo metra á milli borða,“ upplýsir Hilmar. „Við förum að sjálfsögðu eftir ströngustu sóttvarnareglum og þótt fermingarveislan sé með hlaðborði veitinga er það allt COVID-vænt, maturinn er borinn fram á einnota spjótum fyrir hvern og einn og enginn snertir sömu hnífapör eða áhöld.“ Krydd kemur líka með ferm- ingarveisluna heim, eða í önnur salarkynni, og það hefur fallið mjög vel í kramið. „Það léttir óneitanlega allan undirbúning fyrir fermingar- veisluna að fá kokkana á Kryddi með sér í lið. Sé veislan haldin á glæstum, hlýlegum og sjarmerandi veitingastaðnum mætir fermingar- barnið einfaldlega með fjölskyldu sinni og fermingargestum á stað- inn og foreldrarnir geta slappað af, notið dagsins og spjallað við gestina. Svo þegar veislan er búin förum við í fráganginn og upp- vaskið og fermingarfjölskyldan fer sátt og sæl heim,“ segir Hilmar, og það sama er upp á teningnum þegar Krydd kemur með veislu- matinn heim. „Þá komum við með matinn á bökkum sem við setjum upp og sækjum aftur að veislu lokinni, óuppvaskaða og ekkert vesen. Æ fleiri kjósa að halda fermingar- veislur með þessum hætti og njóta fermingardagsins með fermingar- barninu, án þess að vera á enda- lausum hlaupum og eldamennsku fram eftir öllu, enda kostar jafn mikið að kaupa hráefni í matinn fyrir 50 manns og sitja svo kannski uppi með dýrt hráefni sem skemmist ef allt klárast ekki. Við sjáum um veisluna frá A til Ö og leggjum okkur í líma við að ganga í augun á gestunum með dýrindis veitingum og vitaskuld mætum við séróskum fermingarbarnsins sem oft vill eitthvað visst og í uppáhaldi á veisluborðið sitt.“ Krydd er á Strandgötu 34 í Hafnar- firði. Sími 558 2222. Netfang: krydd@kryddveitingahus.is. Sjá nánar á kryddveitingahus.is Ógleymanlega góð fermingarveisla Hilmar Þór Harðarson, yfirmatreiðslumaður á Kryddi. Kóreskir lostætir kjúklingavængir. Veitingastaðurinn Krydd er í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði. Fögur hönnun og hlýja umvefja veislugestina á Kryddi. Súrdeigspítsur með humri og á ítalska vísu. Kryddaðir vængir með rjómaosti. Humar, kjúklingur og rækjur á spjótum. Fermingarmaturinn frá Kryddi er freistandi, seðjandi og ómótstæðilega góður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við leggjum okkur í líma við að ganga í augun á gestunum með dýrindis veitingum og vitaskuld mætum við séróskum fermingar- barnsins sem oft vill eitthvað visst og í uppá- haldi á veisluborðið sitt. Hilmar Þór Harðarson kynningarblað 23ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2021 FERMINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.