Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 53
Þegar velja þarf kaffi fyrir
fermingarveisluna er best að velja
tegund sem flestum líkar vel við.
Kaffitár býður upp á Morgundögg
og Kvöldroða sem henta sérstak-
lega vel fyrir slík tilefni.
„Það er óhætt að segja að gott
kaffi sé einn af lykilþáttum góðrar
fermingarveislu. Þegar aðstand-
endur fermingarbarnsins eru að
bjóða til sín ættingjum og vinum á
þessum stóra og eftirminnilega degi
þar sem boðið er upp á ljúffengar
veitingar má kaffið að sjálfsögðu
ekki klikka,“ segir Sólrún Björk
Guðmundsdóttir, sölustjóri kaffi-
deildar OJK. „Það er svo sannarlega
ekki gaman að vera með frábærar
veitingar en bjóða síðan upp á kaffi
sem er alls ekki í sama gæðaflokki.
Kaffitár kaupir um 80% af öllu kaffi
beint frá bónda, sem tryggir bæði
stöðugleika í gæðum og um leið að
bændur fá sinn hlut óskertan. Kaffið
frá Kaffitári fæst í f lestum mat-
vöruverslunum hérlendis auk þess
sem hægt er að kaupa kílóapakka á
kaffihúsum Kaffitárs og í vefverslun
okkar, verslun.kaffitar.is“.
Vanda þarf valið
Kaffitár býður upp á margar
tegundir af úrvalskaffi að sögn
Sólrúnar. Þegar velja þarf kaffi fyrir
veislu á borð við fermingarveislu,
þar sem samsetning gesta getur
verið fjölbreytt, er þó gott að hafa
nokkra hluti í huga. „Best er að velja
kaffi sem flestum líkar vel við. Þar
má helst nefna tegundir á borð
við Morgundögg og Kvöldroða, en
báðar þessar tegundir passa vel með
kökum og skyldum veitingum og
einnig eftir mat.“
Ólíkar þarfir
Þegar áætla þarf magn fyrir
veislu segir Sólrún að oft megi
gera ráð fyrir að um 20% veislu-
gesta drekki ekki kaffi, t.d. börn
og unglingar. Það sem helst þarf
því að hafa í huga er heildar-
fjöldi gesta, hversu margir þeirra
drekka kaffi og hvort um kökuboð
eða matarboð sé að ræða. „Fyrir
matarboð er gott að gera ráð fyrir
tveimur bollum á mann en sé um
köku- eða kaffiboð að ræða má
gera ráð fyrir þremur bollum á
mann. Fyrir hvern lítra af kaffi er
gott að nota 50-60 g af kaffi en úr
einum lítra má reikna með átta
bollum. Þannig að ef 100 manns
í fermingarveislu drekka kaffi
mælum við með 1,5-2,5 kg af kaffi.
Ef það verður afgangur er lítið mál
að geyma kaffið og hella upp á
heima síðar.“
Lykilþáttur góðrar fermingarveislu
Morgundögg og Kvöldroði frá Kaffitári henta sérstaklega vel fyrir ferming-
arveisluna. Kaffitár býður upp á margar tegundir af úrvals kaffi fyrir gesti.
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
frá býlií bolla
kynningarblað 29ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2021 FERMINGAR