Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 56

Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 56
Ég þurfti sem sagt að uppfylla fimm lífsgildi. Þau voru umhyggja, viska, heiðar- leiki, hugrekki og sjálfs- bjargarviðleitni. Elvar Ingi Guðjónsson Elvar Ingi Guðjónsson er nemi í 9. bekk í Húsaskóla í Grafarvogi. Þegar kom að fermingu hjá jafn- öldrum hans í fyrra ákvað hann að fara aðeins aðra leið en flestir og segist sáttur við þá ákvörðun. sandragudrun@frettabladid.is Elvar Ingi vissi að hann vildi ekki fermast í kirkju og fór að hugsa hvað hann ætti þá að gera. Hann skoðaði siðfestu hjá Ásatrúar- söfnuðinum en leist ekki nógu vel á hana og langaði að gera eitthvað öðruvísi. Þá kom upp sú hugmynd að gera manndómsvígslu í gríni og við tók undirbúningur á henni. „Ég þurfti sem sagt að uppfylla fimm lífsgildi. Þau voru umhyggja, viska, heiðarleiki, hugrekki og sjálfsbjargarviðleitni. Við gerðum svo myndband af öllum þrautun- um sem ég leysti,“ segir Elvar Ingi. „Ég þurfti til dæmis að hjálpa til heima við að vaska upp og eitthvað þannig. Ég hjálpaði systur minni í körfubolta og ýtti litla bróður mínum í rólu, hjálpaði ömmu yfir götu og fleira þannig. Aðalpartur- inn af vídeóinu var að ég þurfti að lifa af í náttúrunni. Þá gerðum við svolítið grín að Cast Away, kvikmyndinni. Ég var með gamlan körfubolta í staðinn fyrir blak- bolta og var skítugur og þannig.“ Öll fjölskyldan hjálpaðist að við gerð myndbandsins, foreldrarnir bjuggu til þrautirnar og frænkur Elvars Inga bjuggu til búningana og sáu um förðunina. Myndbandið var svo sýnt í manndómsvígslu- veislu sem haldin var í júní þegar COVID leyfði. „Þetta var bara venjuleg veisla að öllu leyti nema að myndbandið var sýnt í henni. Ég held að engum hafi ekki líkað það. Það voru allavega flestir hlæjandi,“ segir Elvar Ingi og svarar því játandi að hann sé sáttur við að hafa gert eitthvað öðruvísi en aðrir. „Já, ég er sáttur við það. Það var líka gott fyrir sjálfstraustið hjá mér að gera þetta myndband. Að þora að gera eitthvað svona öðruvísi,“ segir hann Þannig að það að gera mynd- bandið var hálfgerð manndóms- vígsla? Þú lærðir af því og fékkst aukið sjálfstraust? „Já, ég myndi segja það.“ Gott fyrir sjálfstraustið Þrátt fyrir óhefðbundinn undirbúning var veislan hefð- bundin. MYNDIR/ AÐSENDAR Elvar Ingi segir að sjálfstraust- ið hafi aukist við að þora að gera eitthvað öðruvísi. Elvar Ingi þurfti að læra sjálfsbjargarviðleitni. Það var gert með smá gríni í anda kvikmyndarinnar Cast away. Gestirnir í veislunni fengu að sjá manndómsvígslumyndbandið og hlógu mikið. Fjölskylda Elvars Inga hjálpaðist öll að við gerð mynd- bandsins. Að taka það upp, klippa og búa til búninga. FERMING FRAMUNDAN? Faxafeni 11, 108 Reykjavík S: 534-0534 www.partybudin.is Partrýbúðin hefur tekið yfir rekstur tækjaleigunnar booth.is þar sem leigja má allskyns flottar græjar fyrir partýið! Sjá nánar á booth.is photobooth! 32 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.