Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 74
„Mér finnst krabbamein dálítið glat aður hlutur, og ekki er ég vís­ indamaður sem getur fundið lækn­ ingu við því, en ég get safnað skeggi og með því get ég styrkt krabba­ meinsrannsóknir,“ segir Jón Baldur á söfnunarsíðu sinni í Mottukeppn­ inni og hvetur alla sem vettlingi geta valdið til dáða: „Berjumst sam­ eiginlega gegn krabbameini, leggðu okkur lið. Þitt framlag skiptir miklu máli.“ Jón Baldur segist hafa safnað og tekið þátt öll mottumarsárin að því fyrsta undanskildu. „Þá var ég ekki með og svo er ég reyndar búinn að vera stanslaust með mottu núna í sex ár,“ segir Jón Baldur, en bróðir hans greindist eftir fyrsta mottu­ marsinn. „Annars hefði ég verið með þar líka,“ segir Jón Baldur og bætir við að veikindi bróður hans hafi „algjörlega“ verið ástæðan fyrir því að hann byrjaði að safna í mottu. Gat lítið annað gert „Þar sem ég gat nú lítið gert annað en að vera til staðar og vera með mottu. Honum fannst þetta reynd­ ar geggjað sko og var einmitt þarna undir lokin kominn með alveg ágætis skegg sjálfur.“ Ingi Björn var með krabbamein í heila og Jón Baldur segir bróður sinn hafa sýnt ótrúlegan styrk og baráttuþrek. „Þetta voru ellefu ár sem hann barðist við þetta. Alveg ótrúlega. Ég myndi ekki nenna því sjálfur, persónulega, þannig að ég skil ekki alveg hvernig hann náði því,“ segir Jón Baldur og bendir á að krabbamein í heila gefi sjaldnast mikið tilefni til bjartsýni. Jón Baldur hefur sem fyrr segir gengið stoltur með virðingarvott­ inn við bróður sinn í andlitinu í sex ár og reynir að gera aðeins meira með mottuna í þessum mánuði þótt vissulega sé við fordæma­ lausan ramman reip að draga. „Það hefur venjulega verið aðeins meira um það en núna náttúrlega nenni ég ekki að gera neitt út af því að ég er alltaf með grímu á mér. Um leið og skeggið mitt sér grímuna þá er það komið í klessu aftur en ég reyni að gera eitthvað svona við hátíðleg tækifæri.“ Mottuheimsmeistari Þótt tilefni þess að Jón Baldur byrj­ aði að safna í mottu hafi verið sorg­ legt hefur mottan dregið nokkuð kostulegan og ánægjulegan dilk á eftir sér. „Vegna þess að þegar ég byrjaði að safna mottu þá asnaðist ég út í skeggkeppnir í útlöndum,“ segir Jón Baldur, sem hefur verið heldur betur víðförull með sína tilkomumiklu mottu. „Fyrst fór ég til Austin í Texas á heimsmeistaramótið þar. Svo fór ég til Skotlands, Glasgow, og Antwer­ pen í Belgíu. Svo var ein í Chic ago líka og ef það væri ekki allt í volli núna þá væri ég á leiðinni til Nýja­ Sjálands á keppni sem hefði verið núna í apríl.“ Og hafið þið mottan verið sigur- sæl? „Ekki í fyrsta skiptið í Austin. Þá lenti ég í 25. sæti í mínum flokki en í Chicago og Glasgow var ég í 1. sæti í mínum flokki og svo var ég fimmti á heimsmeistaramótinu þarna í Antwerpen,“ segir Jón Baldur, sem komst á sínum tíma að því í frétt­ um RÚV að keppt væri í mottum á heimsvísu. „Ég sá þetta einhvern tímann í fréttunum á RÚV. Svona svip­ myndir frá heimsmeistaramótinu þegar það var, held ég, í Austur­ ríki eða Þýskalandi og ég hugsaði bara: Ef þeir geta þetta þá get ég þetta líka,“ segir mottumeistarinn í sínum flokki og hlær. Krabbamein er glatað 859 karlar á ári n Ár hvert greinast að meðal- tali 859 íslenskir karlar með krabbamein. n Í árslok 2019 voru 7.110 karlar sem fengið hafa krabbamein á lífi. n Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru á aldrinum frá 40 til 69 ára. n Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. n Talið er að um tíunda hvert krabbamein skýrist af arf- gengum þáttum. n Hver og einn getur gert ýmis- legt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð. n Algengustu krabbamein hjá körlum eru krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli, enda- þarmi og lungum. n Meðalaldur karla við grein- ingu krabbameins er 68 ár. n Lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 69% karla sem greinast með krabbamein læknast eða lifa lengur en fimm ár. n Því fyrr sem krabbamein greinist, því meiri líkur eru á lækningu. Meira á www.mottumars.is Krabbamein hjá körlum og vitundarvakning um þann banvæna óþverra og hvar í líkamanum meinið er körlum hættulegast og líklegast til að stinga sér niður, er venju samkvæmt í sviðsljósinu í mars sem er þá kenndur við mottur. Mottukeppnin er því komin í fullan gang á ný og á Mottumars. is leggur skeggprúður herskari alls konar karla hormottur sínar fram og safna um leið áheitum fyrir baráttu Krabbameinsfélagsins gegn krabba­ meinum hjá körlum. Þegar þetta er skrifað leiðir Hall­ dór Benjamín Þorbergsson, fram­ kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs­ ins, áheitasöfnunina en fast á hæla hans kemur Þórður Sigurðsson, 55 ára gamall framhaldsskólakennari, sem hefur glímt við sortuæxli í tvö ár. „Ef ekki væri fyrir frábær lyf og góðan stuðning fjölskyldu og vina væri staða mín eflaust önnur. Leggj­ umst á eitt og styðjum við gott mál­ efni. Krabbamein spyr hvorki um stétt né stöðu,“ segir Þórður á áheita­ síðu sinni þar sem hann er með núm­ erið #1054. toti@frettabladid.is Grímur renna á mottumenn Árleg vitundarvakning Mottumars um krabbamein hjá körlum er í fullum gangi og þeir safna nú margir yfirvaraskeggi og áheitum. Þar á meðal eru Jón Baldur, sem heiðrar minningu bróður síns, og Daniel, sem vill bara láta gott af sér leiða. Báðir eru þeir rótgrónir mottumenn sem þjást með skeggi sínu undir sóttvarnagrímunum. Daniel Pilkington er 25 ára sirkus­ listamaður með meiru sem hefur skartað forláta mottu síðan í mars 2019 en tekur nú þátt í keppninni í fyrsta skipti. „Ég er það heppinn að hafa hvorki þurft að díla við þetta sjálfur eða með mínum nánustu. Hingað til. En þar sem ég er með mottuna og get tekið þátt í þessu þá vill maður reyna að styðja átakið eins og maður getur,“ segir Daniel, sem stígur fram undir slagorðinu „Stöndum saman og söfnum fyrir f leiri krabbameinsrannsóknum!“ Daniel var með sítt hár og skegg þangað til hann lét klippa sig í mars 2019 og breytti við það tæki­ færi sirkuspersónu sinni úr víkingi í klassískan kraftakarl með snúið yfirvaraskegg. „Þar sem þetta var í mars ákvað ég að halda mottunni allavega út mánuðinn en svo fannst mér þetta svo skemmtilegt að ég er bara allt­ af með hana. Maður fær ákveðna athygli í kringum þetta,“ segir Daniel, sem gefur einmitt hvergi eftir og birtir nýja sjálfu af sér og mottunni daglega á meðan átakið stendur yfir. Það eru samt deildar meiningar um hversu töff þetta er. Verður þú fyrir einhverju aðkasti fyrir að vera lúði? „Nei, ekki hjá þeim sem eru í kringum mig sérstaklega. Fólk hló náttúrlega að þessu fyrst en ég hef bara gaman af þessu. Ég tek mig ekki mjög alvarlega og þetta er náttúrlega bara skemmtilegt frá­ vik frá norminu og fær fólk til að brosa.“ Og til þess er leikurinn ekki síst gerður. „Ég heyri oft börn sem labba fram hjá með foreldrum spyrja hvort þau hafi séð „skeggið á þessum?“ Mér finnst bara gaman að þetta fær fólk til að brosa og kannski brjóta upp annars leiðin­ legan og tilbreytingarsnauðan dag,“ segir Daniel og glottir. „Það er samt rosalegt vesen að vera með mottuna í COVID vegna þess að maður er alltaf með grímu og rakinn undir henni leysir upp olíuna sem ég set í yfirvaraskeggið sem missir þá formið, ýtist niður og ofan í munninn sem er rosalega óþægilegt.“ Sástu skeggið á þessum? Daniel er með söfnunarnúmerið #1098 og bregður á leik með mott- una og splæsir daglega í nýja sjálfu. Kötturinn Tóbías Týr fær að vera með á sjálfu í mottuflippinu með Daniel. Jón Baldur Bogason hefur skartað mottunni sinni árum saman og ítrekað teflt henni fram á heims- meistaramótum. Hann er með keppnisnúmerið #1012 og safnar áheitum á Mottumars.is. Ingi Björn heitinn á góðri stundu með systkinum sínum, Jóni Baldri og Maríu Erlu, ásamt Snædísi Ídu, dóttur Maríu.MYNDIR/AÐSENDAR. ÞAÐ ER SAMT ROSA- LEGT VESEN AÐ VERA MEÐ MOTTUNA Í COVID VEGNA ÞESS AÐ MAÐUR ER ALLTAF MEÐ GRÍMU. MÉR FINNST KRABBA- MEIN DÁLÍTIÐ GLATAÐUR HLUTUR, OG EKKI ER ÉG VÍSINDAMAÐUR SEM GETUR FUNDIÐ LÆKNINGU VIÐ ÞVÍ, EN ÉG GET SAFNAÐ SKEGGI. 9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.