Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 76

Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 76
EN ÉG FÓR SVO AÐ HUGSA, HVAÐA STAÐREYNDUM ER ÉG AÐ MISSA AF, DAG FRÁ DEGI, SEM ÞAU GÆTU HAFT ÁHUGA Á? AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það er mikilvægt að sk r ifa niðu r minn-ingarnar. Þetta hefur Ólafur Schram gert sér grein fyrir og stendur því nú að útgáfu Barna- barnabókarinnar, bókar sem er ætluð öfum og ömmum til að skýra líf sitt aðeins frekar fyrir af kom- endunum. Hvort varstu meira fyrir Bítlana eða Rolling Stones? Allt getur þetta gefið barnabörn- um færi á að þekkja betur og skilja hvaðan við komum. Á fullu „Við erum bara á fullu við að brjóta um bókina. Söfnunin gengur vel og ég veit að þetta er góð hugmynd. Þess vegna ákváðum við að þrefalda upplagið og erum núna á fullu í því að vinna að þessu,“ segir leiðsögu- maðurinn Ólafur Schram, sem vill nú hjálpa öðrum með að leiðsegja af komendum sínum um fortíð þeirra. Ólafur hefur fundið fyrir miklum áhuga á verkefninu, enda sé það f lestum mikilvægt að varðveita og þekkja sögu þeirra sem manni standa næst. „Ég hef þó lent í því að fólk hafi nefnt að þau þurfi ekki á slíkri bók að halda þar sem þau hafi skrifað þetta allt niður. Ein á tölvu og önnur handskrifað, en þær viðurkenndu báðar að vita ekki hvar það væri niðurkomið,“ segir Ólafur og hlær. „Mín hugsjón er fyrst og fremst sú, myndir þú ekki vilja eiga svona frá afa þínum eða ömmu?“ bætir hann við. Bilið orðið stærra Hugmyndin að bókinni kom til Ólafs þó nokkru eftir að hann varð afi sjálfur. „En ég fór svo að hugsa, hvaða staðreyndum er ég að missa af, dag frá degi, sem þau gætu haft áhuga á? Ég er úr sveitinni þar sem fólk bjó yfir þúsund ára þekkingu á veðrum og vindum. Svo núna þurfum við það í raun ekki lengur. Nú er bilið á milli kynslóða orðið það mikið, við þurfum margt af þessu ekki lengur. Þetta er orðið eins og tveir ólíkir heimar. Af hverju notaði Kristur ekki bara símann þegar hann var að ferðast og svona?“ segir Ólafur og hlær. Flutningar, þótt innanlands séu, eru Ólafi líka hugleiknir. „Þótt fólk hafi búið fyrir norðan og síðan ákveðið að f lytjast suður. Er þetta ekki eitthvað sem barna- börnum er kannski hugleikið að skilja? Þetta hlóðst bara inn á mig, þannig að ég eiginlega bara henti í eina bók.“ Ólafur segir það algengt að milli- kynslóðin, foreldrarnir, segi hvorki né endilega viti það mikið um afa og ömmu. „Þetta fylgir spurningum frá æsku og jafnvel unglingsárum, ertu Rollingur eða Bítlamanneskja? Þó sú spurning held ég að hafi verið tekin út. Svo er ég með ertu fædd Pepsí- eða Kók-manneskja? Síðan eru spurningar tengdar tilhuga- lífinu og f leira. Fjölskylda, frí og síðari parturinn. Ég er svona smá að reyna að ýta á eftir fólki með sumt, hefurðu farið í heyrnarmælingu? Það er annað hvert hjónaband sem situr uppi með það að karlinn neitar að fara og heyrir bara allt sem hann heyrir,“ segir Ólafur og hlær. Vel geymdar minningar Ólafur grínast hress með að það sé vissulega ákveðin fegurð í sam- skiptum ömmu og afa við barna- börn sín og það sé að miklu leyti fólgið í því að þau þurfi síður að skamma. „Jóna mín, barnið er búið að gera á sig!“ segir hann hlæjandi. „Við þurfum minna að hlaupa til eða byrsta okkur.“ Mataræði hefur til að mynda breyst mikið á síðustu árum. „Til dæmis hvort fólk borði enn þá ekki selhreifa, hákarl eða skötu. Lengi þótti kjúklingur ekki fínn matur. Hænurnar voru þar sem fjósin voru og borðuðu grasið þar.“ Hugmynd Ólafs er sú að ömmur og afar fái sína bókina hvort og láti elsta niðja hafa, þar sem allir gætu nálgast hana. „Svo þegar fólk fer að finna fyrir áhuga á þessu getur það nálgast bókina og skilað henni aftur. Ég mæli með að það sé ekki keypt nema ein bók fyrir hverja persónu. Það eru margir sem hafa viljað styrkja mig í þessu og vilja kaupa fjölda bóka. En ég segi þeim að þau hafi líklega ekkert að gera með 10 bækur, það þarf að fylla þær allar út,“ segir hann, og bætir við að fjöldann allan af skemmtilegum spurningum sé að finna í bókinni, hvort sem það er um fyrstu bíó- ferðina, skólagönguna eða gæludýr. Hægt er að leggja Ólafi lið og fjár- festa í Barnabarnabókinni á karol- inafund.com. steingerdur@frettabladid.is Minningarnar eru svo mikilvægar Landkynnirinn Ólafur Schram stendur nú að söfnun fyrir útgáfu Barnabarnabókarinnar. Henni er ætlað að hjálpa öfum og ömm- um að deila minningum sínum og lífi með afkomendum. Ólafur stendur nú að útgáfu Barnabarnabókarinnar fyrir afa og ömmur landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTTRYGGUR ARI www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Mottur og dreglar ... fyrir lifandi heimili frá nordal. nokkrar stærðir og gerðir. frá dialma brown. nokkrar gerðir. MIKIÐ OG FJÖLBREYTT ÚRVAL FRÁ NIRMAL, DIALMA BROWN, NORDAL O.FL. frá nirmal. margar stærðir og gerðir. 9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.