Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Side 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Morðið í Rauðagerði
Rannsókn á morðinu í Rauðagerði heldur áfram. Í vikunni var
greint frá niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræð-
ings sem framkvæmdi krufningu á líki hins látna. Í niður-
stöðunni kom fram að hinn látni hlaut níu skotáverka, meðal
annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þrír eru nú í
gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri í farbanni. Alls hafa
tólf verið handteknir í málinu og hafa stöðu sakbornings. Að
sögn lögreglu er rannsóknin á viðkvæmu stigi.
Landspítalinn sagði já
Það lá fyrir í nóvember í fyrra að Landspítalinn taldi sig geta
tekið við rannsóknum á leghálssýnum, en það var einmitt í
nóvember sem yfirvöld ákváðu að leita til erlendra aðila til að
taka við keflinu. Þetta er á skjön við skýringar sem hafa verið
gefnar, um að ekki væri fært að greina þessi sýni innanlands
eftir að skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu yfir til
heilsugæslunnar. Því er nú haldið fram að leitað hafi verið til
erlendra aðila í sparnaðarskyni. Engar skýringar hafa enn
fengist á því hvers vegna það dróst svo lengi sem raun ber
vitni að ganga frá tilhögun rannsóknanna en seinagangurinn
leiddi til þess að 2.000 sýni lágu óhreyfð á heilsugæslunni í
Hamraborg svo vikum skipti.
Beðið eftir gosi
Áfram heldur náttúran að minna á sig með tíðum jarðskjálft-
um sem vel finnast á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
Íbúar Suðurnesja hafa farið hvað verst út úr jarðskjálftahrin-
unni og segjast sumir vera orðnir langþreyttir á skjálftunum.
Um fimmtíu þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir Reykjanes-
skaga frá 24. febrúar og hafa sex þeirra verið fimm að stærð
eða meira. Nú bíða menn eftir eldgosi sem virðist þó ekkert
ætla að láta sjá sig.
Bruninn á Bræðraborgarstíg
Karlmaður á sjötugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir
manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar er
ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Þrennt lést í brun-
anum og fleiri slösuðust en ákærði hefur neitað sök. Um er
að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu ára-
tugum.
Börnin flutt úr Fossvogi
Stefnt er að því að flytja nemendur Fossvogsskóla yfir í nýtt
húsnæði frá og með mánudeginum. Foreldrar nemenda hafa
mótmælt því að skólinn sé opinn þar sem mygla hefur fund-
ist í húsnæðinu og sumir nemendur hafa orðið veikir vegna
þess. Einhverjir foreldrar ákváðu að hætta að senda börn sín í
skólann á meðan kennsla færi enn fram í mygluðu húsnæðinu.
Fá ekki að keppa við strákana
Tillaga um að stelpnalið og
strákalið í körfubolta fengju
að spila í sama flokki á Ís-
landsmóti til fjórtán ára ald-
urs var felld á ársþingi KKÍ á
laugardag. Tillagan kom frá
UMFK en stúlknaliðið Aþena
sem fjallað var um í kvik-
myndinni Hækkum rána spil-
ar undir þeim hatti. Mikil um-
ræða skapaðist á þinginu um
tillöguna og voru lagðar fram
tvær breytingatillögur. Allar
voru tillögurnar þó felldar.
1 Simmi Vill birti myndband af kynlífi fólks á Instagram – „Gaf
mér síðan þumalinn og hélt áfram“
Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður
varð vitni að því er fólk stundaði sam-
farir í húsinu á móti.
2 Áhorfendur bauluðu og reyndu að öskra Björn af sviðinu –
„Þetta hef ég aldrei upplifað hvorki
fyrr né síðar“ Björn Thors fylgdi
Silvíu Nótt í Eurovision í hlutverki
Romario Hugo Estevez og vakti úlfúð.
3 Hart tekist á í Silfrinu: „Þegi þú bara og vertu þæg og sæt og
hættu þessu“ – „Leyfðu mér að klára,
nei ég ætla að fá að klára“ Hart var
tekist á í Silfrinu um brot menntamála-
ráðherra á jafnréttislögum.
4 Hún sleit trúlofuninni þegar hún sá hvað hann geymdi
undir rúminu Craigslist-morðinginn
Philip Markoff geymdi 16 nærbuxur í
sokkum undir rúminu. Þær tilheyrðu
fórnarlömbum hans.
5 Vikan á Instagram – „Já ég er með stór brjóst, og hvað“
Vikan á Instagram er fastur liður á
mánudögum.
6 Rómantíska ferðin til Kanaríeyja breyttist í martröð – „Ég
var sú eina sem vissi ekki af þessu“
Abi Willis planaði rómantíska ferð en
sólbrann illa. Kærastinn hennar nýtti
tækifærið og hélt framhjá.
7 Svona leit bíll Svölu út í morgun – Maður sem marg
brýtur nálgunarbann gengur laus
og ógnar fjölskyldunni Eltihrellir
stórskemmdi bifreið Svölu Lindar
Ægisdóttur og braut þar með gegn
nálgunarbanni.
8 Þetta er ástæðan fyrir því að Kristján Þór er að hætta –
„Ástæðan er einföld“ Kristján Þór
Júlíusson, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, hættir í pólitík.
9 Katrín Jakobs vekur athygli í Bandaríkjunum – „Mögnuð
niðurstaða“ Bandarískir fjölmiðlar
fjölluðu um viðbrögð Íslands við
COVID-faraldrinum.
Dalshrauni 11, Hafnarfirði S: 571 6770 www.rekstrarumsjon.is umsjon@rekstrarumsjon.is
Látið okkur um rekstur húsfélagsins Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri
húsfélaga og bjóðum
trausta og faglega
þjónustu á góðu verði.
Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag!
4 FRÉTTIR 19. MARS 2021 DV