Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 19. MARS 2021 DV Þ að er gott að búa í Kópavogi, sagði Gunn-ar Birgisson fyrrver- andi bæjarstjóri Kópavogs á sínum tíma. En nú mætti segja að það sé gott að búa í Garðabæ og Hafnarfirði ef þú ferðast um á einkabíl því þar má finna lægsta eldsneyt- isverð á landinu. Hins vegar er öllu verra að búa á Hraun- eyjum á Suðurlandi því þar er hæsta eldsneytisverðið. Munurinn á milli lægsta elds- neytisverðs og þess hæsta er í dag tæplega 51 króna. Álagningin mjög há „Eldsneytisverð er í hæstu hæðum ef svo má að orði komast,“ segir Runólfur Ólafs son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, um stöðuna á eldsneyt- isverði á íslenskum markaði í dag. Runólfur segir margt hafa áhrif á verðið. „Þetta er vara á alþjóða- mörkuðum og íslensku olíu- félögin kaupa eiginlega öll af sama birgi og verðmynd- unin á þessum markað, ef við tökum mið af nágranna- löndum okkar, tekur alltaf mið af þróun heimsmarkaðs- verðs. Hitt er að bensín og dísilolía er háskattavara. Það sem myndar verðið er inn- kaupsverð, og síðan leggur íslenska ríkið skatta og gjöld á bensín – vörugjald, bensín- gjald, flutningsjöfnunargjald og síðan bætist virðisaukinn við. Álagningin hjá íslensku olíu félögunum er síðan há nema á örfáum stöðum sem eru nálægt Costco. Ástæðan fyrir því að verðið hefur verið að fara nokkuð ört upp undanfarið má líka sjá á heimsmarkaði. En álagningin er engu að síður mjög há. Af hverjum seldum lítra í mars- mánuði, og þá er miðað við al- gengasta útsöluverð á bensíni, fara 55 prósent af lítranum í skatta til ríkissjóðs.“ Costco ferskur blær Margir biðu spenntir eftir að bandaríski verslunarrisinn Costco næmi land hér á landi, en með versluninni fylgdi eldsneytisstöð sem býður upp á lægsta verð landsins á elds- neyti í dag. Runólfur segir Costco hafa verið ferskasta blæ á íslenskum olíumarkaði í lengri tíma. Það hafi þó tekið ár fyrir íslenskan markað að taka við sér í kjölfarið. „Þá er það litla bensínstöð- in, Atlantsolía, sem lækkar verð í Kaplakrika til að keppa við Costco. Ári seinna lækka þeir svo líka á stöð sinni á Sprengisandi. Þá fyrst tekur markaðurinn við sér og Ork- an, Olís og seinna N1 hoppa á vagninn og lækka verð á stöðvum nærri Costco. Svo að þessi viðleitni til hressilegri samkeppni á markaðnum var mjög jákvæð en auðvitað sátu margir hlutar landsins eftir með þessi háu verð.“ ELDSNEYTISVERÐ Í HÆSTU HÆÐUM Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í dag samkvæmt Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB. Það skiptir miklu máli hvar bensín er keypt og býðst höfuðborgarbúum verð sem varla þekkist á landsbyggðinni. Dæmi eru um allt að 45 króna mun á bensínverði hjá sama söluaðila. Runólfur segir flest íslensku olíufélögin vera með háa álagningu. MYND/ANTON Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is 201,9 kr. ÓDÝRASTI BENSÍNLÍTRINN Costco 252,8 kr. DÝRASTI BENSÍNLÍTRINN Olís Hrauneyjum 238,6 kr. ÓDÝRASTI BENSÍNLÍTRINN Á SUÐURNESJUM Orkan Njarðvík 41 kr. N1 41,4 kr. ORKAN MUNUR Á HÆSTA OG LÆGSTA VERÐI Álagningin hjá íslensku olíufélög- unum er síðan há nema á örfáum stöðum sem eru nálægt Costco. ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.