Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Page 36
36 MATUR Stórfenglegur kjúklinga­ réttur með ítölsku ívafi Þetta er svo sannarlega réttur sem „bráðnar í munni“. Flestir hafa heyrt orðatiltækið en nú fyrst skil ég það til fullnustu. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur en djúsí með meiru. L ítið er vitað um uppruna orðatiltækisins sem oft-ast er notað um eitthvað virkilega gott og mjúkt undir tönn. Ég skildi það til fulls þegar ég smakkaði þennan rétt því hingað til hef ég aldr- ei skilið hvernig kjötmeti get- ur bráðnað í munni og heldur aldrei séð ástæðu til þess að kjötfang bráðni enda er ég með annálað áferðarblæti og kýs að raða saman réttum með það í huga hvaða gerðir áferðar takast á. Hér sér þó stökkt salatið um stökkleikann því kjúklingur- inn er lungamjúkur – undar- legt lýsingarorð sem merkir mjög mjúkt og það besta úr einhverju. Ég vil alls ekki blanda lungum inn í mína matargerð – sem ég hef samt náð að gera hér með þessu ranti. En orða- lýsingar og matur eru annað gúmmelaði sem hægt er að velta sér upp úr endalaust – til dæmis með rauðvínsglas í hönd og þennan rétt á borði. Verði ykkur að góðu! n Þessi kjúklingaréttur getur jafnvel fengið geðvonda tengdafeður til að vaska upp. MYND/TM 19. MARS 2021 DV Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Kjúklingur með tvöföldum tómat og rjómaosti Fyrir 2 fullorðna og barn eða 4 fullorðna með pasta 1 bakki kjúklingalundir (án viðbætts vatns) 150 g konfekttómatar 6 sólþurrkaðir tómatar 2 msk. fetaostur í olíu Gott kjúklingakrydd t.d. Cajun Spice 2 msk. rjómaostur 3 hvítlauksgeirar 2-3 msk. pestó úr sólþurrkuðum tómötum og Ricottaosti ½ tsk. pipar 1 dl söxuð basilíka Klippið hvíta spottann (sinina sem stendur stundum út úr kjúklingalundinni) og hendið. Setjið 1-2 msk. af góðu kjúklingakryddi í eldfast mót, raspaðan hvítlauk, 1 msk. af olíu af fetaosti og hrærið vel saman. Klippið sólþurrkuðu tómatana yfir. Hellið konfekttómötunum og fetaostinum yfir. Hrærið pestóinu og rjómaostinum saman við. Piprið yfir. Bakið inni í ofni á 180 gráðum í 25-30 mínútur. Stráið ferskri basilíku yfir og berið fram með klettasalati með sítrónuolíu og ristuðum furu- hnetum og/eða soðnu pasta. Ef fólk er að forðast kolvetni er vel hægt að ydda kúrbít í spaghetti stíl og bera fram með. Athugið að kúr- bíturinn er borinn fram hrár, ef til vill saltaður örlítið eftir að búið er að kreista mesta vatnið úr honum. Ath! Kúrbítsyddari er snilld og kostar ekki mikið. Fæst í flestum kokkaverslunum og í Heimkaup sem dæmi, en er flugbeittur svo farið varlega!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.