Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Page 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Fosshótel verður sóttkvíarhótel
Fosshótel Reykjavík verður sótttkvíarhótel frá og með 1. apríl
samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands. Rauði krossinn
mun hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu auk þess sem farsótt-
arhúsið við Rauðarárstíg verður áfram opið. Ekki er útilokað
að fleiri sóttkvíarhótel verði opnuð í framhaldinu. Samkvæmt
nýjum ráðstöfunum vegna COVID-19 á landamærum Íslands
þurfa farþegar frá löndum þar sem 14 daga nýgengi COVID-
smits er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa að dvelja í húsnæði á
vegum stjórnvalda á meðan á sóttkví eða einangrun stendur
og ljóst var að núverandi gistipláss væru ekki nægjanleg til
að anna þessum nýju, hertu reglum.
Ferðamaður virti ekki sóttkví
Nokkur þeirra tilfella kórónaveirusmits sem greinst hafa
undanfarna daga hafa verið rakin til ferðamanns sem ekki
virti sóttkví, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.
Þórólfur segir klárt mál að ekki sé hægt að ráða við ótak-
markaðan fjölda ferðamanna og halda uppi nauðsynlegum
sóttvörnum á landamærunum. Nýjar hertar reglur á landa-
mærunum tóku gildi á skírdag.
Fyrrverandi bæjarstjóri ákærður
Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Seltjarnar-
ness og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og
bókhaldslögum. Samkvæmt ákæru er Jónmundur sakaður um
að hafa oftalið rekstrargjöld félags síns um tæpar 95 milljónir
króna.
Örtröð á gossvæði
Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í Geldingadölum
undanfarna daga, sem hefur valdið nokkrum erfiðleikum.
Bílastæði eru af skornum skammti og hefur áfengisnotkun á
svæðinu valdið lögreglu nokkrum áhyggjum. Mikið hefur ver-
ið um rusl og tómar áfengisumbúðir á svæðinu og illa gengið
um. Áhyggjur hafa einnig vaknað vegna samkomutakmarkana
en talið er að þúsundir landsmanna og ferðamanna geri sér
ferð að svæðinu á degi hverjum. Landeigendur hafa beðið gesti
um að sýna tillitsemi og bera virðingu fyrir náttúrunni.
Alvarlegt brot gegn siðareglum
Helgi Seljan fjölmiðlamaður braut gegn siðareglum RÚV með
því að hafa uppi ummæli á samfélagsmiðlum, samkvæmt nið-
urstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins. Þessi niðurstaða hefur
valdið nokkru fjaðrafoki og þykja siðareglur RÚV brjóta gegn
stjórnarskrárbundnum réttindum fréttafólks til tjáningar-
frelsis. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að ráðist verði í
endurskoðun á reglunum á næstunni.
Meintu ósætti vísað á bug
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, sagði knatt-
spyrnumanninn Gylfa Þór Sig-
urðsson ekki hafa gefið kost á
sér í landsliðið vegna meintra
deilna við Eið Smára Guðjohn-
sen, aðstoðarþjálfara liðsins.
Þessi fullyrðing vakti mikla
athygli en Guðni Bergsson,
formaður KSÍ, segir ekkert
hæft í þessum sögusögnum.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Ein-
ar Gunnarsson segir ummæli
Guðjóns galin og kjánaleg.
1 Maðurinn sem játað hefur morðið á Armando var í frétt-
um í fyrra – virðist vera eftirlýstur
í Albaníu Morðinginn í Rauða-
gerði hafði áður verið bendlaður
við hópslagsmál í Reykjavík og var
eftirlýstur í Albaníu á síðasta ári.
2 Sigurður stígur fram eftir hryllingsárásina í Laugar-
dalnum – „Heppin að vera ekki
bæði dáin“ Sigurður Styff og sam-
býliskona hans urðu fyrir hrottalegri
árás árið 2016.
3 Bassi gagnrýndur fyrir framgöngu sína á Twitter
– „Þetta er ekkert minna en
ógeðslegt“ Bassi Maraj fór mikinn
á Twitter og var gagnrýndur fyrir
persónuárásir.
4 Íslenska þjóðin bálreið yfir sjónvarpinu – „Hvernig væri
að hysja upp um sig buxurnar“ Ís-
lendingar voru sárir þegar Armenía
hafði betur gegn Íslandi í undan-
keppni HM.
5 Berglindi voru boðnar 1,2 milljónir fyrir að fara á
stefnumót – hún spurði um ástæð-
una og þetta sagði hann Söng-
konan Berglind Saga Bjarnadóttir
fékk rausnarlegt boð á dögunum.
6 Nafn mannsins sem grun-aður er um morðið í Rauða-
gerði Morðinginn í Rauðagerði
heitir Angjelin Sterkaj. Hann hefur
játað á sig ódæðið.
7 Segir Þröst hafa verið elti-hrelli sinn í mörg ár – „Nú
er sannað að hann hafi framið
þessa nauðgun“ Kona greindi frá
því að Þröstur Thorarensen, sem
hefur verið dæmdur fyrir nauðgun,
hafi verið eltihrellir hennar árum
saman.
8 „Algjörlega ömur-legar aðstæður“ segir
móðir fermingarbarns – „Mér er
eiginlega alveg sama þótt ég verði
kölluð freka mamman“ Foreldrar
fermingarbarns ákváðu að ferma
þrátt fyrir samkomutakmarkanir og
halda minni veislu í staðinn.
BÍLASMIÐURINN HF.
Þú hitar bílinn með
fjarstýringu og nýtur
þannig þæginda og
öryggis
ALDREI AÐ SKAFA!
MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA
4 FRÉTTIR 1. APRÍL 2021 DV