Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 11
karl. „Þegar ég fór að grúska í þessum málum og horfa á þau heildstætt, ekki bara út frá minni stöðu, þá kemur svo sem fljótt í ljós að lögin taka mið af móður og föður, og með hagsmuni barnsins í huga, skiljanlega, en það er þessi fyrir fram ákveðna hug- mynd um hvað eru hagsmunir barnsins. Sem dæmi mátti systir eða einhver nákominn konunni ekki gefa egg því það var talið of erfitt fyrir við- komandi barn að vera í svo flóknu fjölskyldumynstri. Síðan þá hefur það breyst og smám saman hafa verið gerð- ar breytingar til batnaðar. Þannig að til dæmis systir getur í dag hjálpað en það eru ekki allir í þeirri stöðu og staðan á almennri eggjagjöf er tveggja ára bið.“ Hvaðan koma þau egg? „Það eru þá þá einhverjir englar þarna úti í samfélaginu sem vilja láta gott af sér leiða.“ Kraftaverkasögurnar Hildur setur spurningar- merki við það að hægt sé að fá sæði að gjöf erlendis frá en ekki egg. „Það er því engin bið eftir gjafasæði en það er ekki tekið við eggjum erlend- is frá. Mér skilst að það sé í skoðun sem er jákvætt, en ég skil ekki fljótt á litið þennan mismun. Ef það mætti gefa egg erlendis frá og hingað þá myndi það að öllum líkindum stytta biðlistann. Konur sem gefa egg hérlendis mega velja hvort það fer til fjölskyldna á Íslandi eða erlendis svo ég gef mér að það sé hægt að flytja þau hingað eins og þau eru flutt héðan.“ Hildur segist sjálf ekki hafa gert sér grein fyrir svo mörgu sem snýr að frjósemisað- gerðum. „Ég skammast mín pínu fyrir að viðurkenna að ég var óupplýst um þessi mál og þar sem ég tel mig almennt vera vel upplýsta, leyfi ég mér að fullyrða að ég sé ekki ein um það. Mér finnst áhuga- vert að velt því upp af hverju þetta sé ekki rætt meira. Er það vegna þess að þetta er feimnismál, sem ég reyndar skil alveg? Eða er þetta af því að þetta hefur almennt bara með líkama kvenna að gera og það fer þá í annað og minna mengi? Getur líka verið að við heyrum alltaf bara krafta- verkasögurnar sem er skiljan- legt, því almáttugur, auðvitað viljum við frekar heyra þær, en mögulega býr það til smá skekkju á því hvað er raun- veruleikinn. Kraftaverka- sögurnar eru ekki í takti við tölfræðina.“ Hildur segir að það þurfi vissulega ekki allir að bera sínar persónulegu baráttur á torg en það sé mikilvægt að halda þessum upplýsingum á lofti. „Þessi fræðsla ætti heima með kynfræðslunni og fólk vissi þá hvaða valmögu- leikar eru fyrir hendi. Það ætti til dæmis að vera hægt að greiða fyrir tékk um þrítugt og fá mælingu á frjósemi. Það geta verið konur mun yngri en ég sem eru að lenda í tíma- hraki út af einhverju sem þær hafa ekki hugmynd um. Vita konur og fólk almennt hver staðan er á þessum málum og er kerfið að gera allt sem það getur til þess að styðja frekar en að letja, er það sem ég er að velta upp.“ Breytt samfélag Frjósemi kvenna hefur farið dvínandi síðustu áratugi en síðustu tölur Hagstofunnar frá 2019 sýna örlitla aukningu samanborið við árið á undan, 2018, en þá hafði frjósemi ís- lenskra kvenna aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Að sama skapi fari meðal- aldur mæðra hækkandi jafnt og þétt síðustu áratugi. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækk- andi og var 28,6 ár árið 2019 og var aldursbundin fæðing- artíðni mest meðal kvenna 30-34 ára. Hildur bendir á að kerfið þurfi að þróast með sam- félaginu. „ Við erum breytt samfélag. Fólk er ungt lengur og við erum mörg hver að kynnast seint, ekki með allan tímann í heiminum hvað barn- eignir varðar. Þá koma atriði eins og lögum samkvæmt þurfa pör sem fara í tækni- frjóvgun að vera í skráðri sambúð eða gift. Ef þú ert kona sem ert að mæta ein og DV 1. APRÍL 2021 Það ætti til dæmis að vera hægt að greiða fyrir tékk um þrítugt og fá mælingu á frjó- semi. FRÉTTIR 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.