Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 18
18 EYJAN MIKILVÆGT AÐ KYNFERÐIS- BROT TEFJIST EKKI Í KERFINU Þorbjörg Sigríður segir sérkenni á kynferðisbrotum að gerandi sé yfirleitt sakfelldur á grundvelli sönnunargagna frekar en játningar og fyrir þolendur sé því mikilvægt að dæmd refsing sé ekki milduð vegna tafa á málsmeðferð. Þ að má ekki gerast að dómar sé mildaðir fyr-ir alvarleg brot á borð við nauðganir og kynferðis- lega misnotkun barna vegna þess að málsmeðferðartími dregst,“ segir Þorbjörg Sig- ríður Gunnlaugsdóttir, þing- maður Viðreisnar. Hún vann við þennan mála- flokk áður en hún tók sæti á þingi en sem saksóknari hjá ríkissaksóknara var hún fyrst og fremst með kyn- ferðisbrotamál á sinni könnu. Þá vann hún rannsókn með Hildi Fjólu Antonsdóttur um málsmeðferð allra nauðg- unarmála sem tilkynnt voru til lögreglu 2008 og 2009, og skrifaði meistararitgerð sína í lagadeild Háskóla Íslands um nauðgun og að skilgreina ætti brotið út frá samþykki. „Mér finnst þetta vera rétt- lætismál. Það er stór og mikil ákvörðun að leggja fram kæru fyrir nauðgun. Brota- þolar, oftast konur og stelpur, þurfa að safna kjarki til að gera það. Því fylgir álag að bíða eftir niðurstöðu dóm- stóla, því fylgir álag að segja sögu sína, að standa með sjálfri sér og sinni upplifun. Það verður að vera þannig 1. APRÍL 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is að þær upplifi að kerfið hafi tekið nægjanlega vel utan um þær,“ segir hún. Þorbjörg ræddi málsmeð- ferðartíma við dómsmálaráð- herra á Alþingi í síðustu viku í umræðum um fjármála- áætlun. Fréttablaðið greindi frá því í janúarbyrjun að í sjö af sautján nauðgunarmálum sem dæmd voru í Landsrétti á síðasta ári hefði refsing verið milduð vegna tafa á málsmeð- ferð sem ákærða yrði ekki kennt um. Í umfjölluninni kom meðal annars fram að ýmist væri um að ræða nokkurra mánaða styttingu fangelsisrefsingar og upp í árs styttingu. Þannig hefði refsing tveggja manna sem voru dæmdir fyrir að nauðga unglingsstúlku verið stytt úr þremur árum í tvö. Sömuleiðis séu dæmi um að óskilorðsbundinn dómur í eitt til tvö ár hafi verið skilorðs- bundinn að fullu í Landsrétti vegna tafa á málsmeðferð. Meginreglan um hraða málsmeðferð „Það eru auðvitað hagsmunir brotaþola að svona gerist ekki, en líka hagsmunir sakborn- ings að málin dragist ekki. Og það eru hagsmunir sam- félagsins alls. Það eru hags- munir sakborningsins sem eru leiðarljósið þegar dómur er mildaður með þessum hætti en málsbæturnar fyrir brota- þola eru engar,“ segir hún. Þorbjörg bendir á að megin- regluna um hraða málsmeð- ferð megi finna í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sem og Mannréttindasáttmála Evr- ópu. „Reglan er ein af grundvall- arreglum réttarfars og felur í sér að hver maður á rétt á því að fá niðurstöðu um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma. Sjónarmið Ma nnrét t- indadómstóls Evrópu er að mikilvægt sé að gætt sé að málsmeðferðartíma til þess að hann hafi ekki áhrif á refsingu og þar með áhrif á varnaðaráhrif. Meginskylda lögreglu og ákæruvaldsins sé að tryggja að þeir sem brjóti af sér sæti viðurlögum. Sá fjöldi dóma sem gengið hafa á undanförnum árum og varða tafir á málsmeðferð gefi vís- bendingu um að dómstólar séu í auknum mæli að grípa til þeirra ráðstafana að milda refsingu,“ segir hún. „Þegar málsmeðferð dregst mjög getur það mögulega haft áhrif á sönnunarstöðu. Vitni koma þá fyrir dóm svo löngu eftir atvikin að þau treysta sér ekki til að fullyrða um hvað þau muna nákvæmlega. Mér Fulltrúar þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka sem krefjast úrbóta í réttarkerfinu fyrir brotaþola kynbundins ofbeldis. MYND/STÍGAMÓT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.