Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 23
FÓKUS 23DV 1. APRÍL 2021 TÆKNIN NÝTIST FJÖLSKYLDUM Í SAMKOMUBANNI S igrún Ósk Kristjánsdótt­ir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segir að sér litist heldur illa á að aftur sé komið samkomubann sem miðast við að hámarki 10 manns, og til­ heyrandi skólalokanir. „Hvað á maður að ganga langt í hreinskilninni? Mér líst bara afleitlega á þetta.“ Hún á tvo drengi á grunn­ skólaaldri og gengur með þriðja barn sitt og eigin­ mannsins, Jóns Þórs Hauks­ sonar. Reynslunni ríkari „Það er þó eins og maður sé aðeins orðinn vondu vanur og er reynslunni ríkari eftir síðustu skipti. Nú veit ég til dæmis að það er öllum fyrir bestu að halda í einhverja rútínu. Mæli til að mynda alls ekki með því að slaka á hátta­ tímanum. Það fer fljótt úr böndunum.“ Sigrún deildi nýverið á Face­ book að í síðasta samkomu­ banni hafi fjölskyldan sótt app sem hafi gagnast vel við að halda rútínu. „Við náðum okkur í app sem heitir iRewardChart og er svona umbunarkerfi sem ég get alveg mælt með. Þar getur maður sett inn verkefni vikunnar og gefið stig eða stjörnur fyrir þau verkefni sem þeir ná að klára þann daginn. Svo safna þeir sér fyrir fyrir fram ákveðnum verðlaunum. Dæmi um verk­ efni eru heimalestur, annar heimalærdómur, að fara út að leika, vera kurteis, hjálpa til við húsverk og svo framvegis. Verðlaunin þurfa ekki endi­ lega að vera merkileg. Geta verið til dæmis ísrúntur eða að fá að ráða hvað er í matinn á sunnudegi.“ Hún segir strákana nokkuð spennta fyrir heimaskólanum en er nokkuð viss um að mesti glansinn fari fljótt af því. Foreldrar verða kennarar „En þetta gæti svo sem hitt verr á núna. Páskafríið fram undan, súkkulaði, góður matur og fyrir vikið fara ekki allir dagar í að reyna að fela sig undir sæng til að koma einhverju í verk í vinnunni. Mér finnst það erfiðast. Að vera kennari, íþróttaþjálfari og dagskrárgerðarkona í átta tíma á dag.“ Henni finnst það erfiðasta við að skólarnir séu lokaðir vera skortur á félagsskap jafnaldra fyrir börnin og þar með einnig fyrir foreldrana. Spurð hvort hún lumi á ein­ hverjum leynitrixum fyrir foreldra til að koma í veg fyrir bugun mælir hún bara með því að reyna að vera mátu­ lega afslappaður gagnvart ástandinu og muna að þetta hlýtur allt að taka enda. „Ég sleppi öllu samviskubiti yfir súkkulaðiáti, horfi á léttara sjónvarpsefni en venjulega og hringi mjög reglulega í fólk sem kemur mér til að hlæja.“ G uðmundur Jóhannes­son, samskiptafulltrúi Símans og tæknigúrú, á tvær hressar grunnskóla­ stelpur með eiginkonu sinni. Þegar kemur að skemmti­ legum öppum til afþreyingar mælir hann með leikjunum Pokémon Go og Among Us. Göngutúr með snjalltæki „Það er tilvalið að fara út í göngutúr með krökkunum að safna Pokémonum í gegnum snjalltækin. Eitthvað sem við öll getum gert saman, og er hreyfing og leikur í senn. Among Us er tölvuleikur sem virkar í næstum hvaða tæki sem er. Frábær til að spila með stórfjölskyldunni yfir internetið í eina kvöld­ stund eða svo.“ Þegar kemur að fróðleik er Guðmundur líka sannkallaður fróðleiksbrunnur. Þar mælir hann með Krakka­ og ungl­ ingavef Menntamálastofnunar (https://mms.is/krakkavefir) „Hér eru gagnvirk verkefni sem fræða og skemmta í páskafríinu. Góð upprifjun fyrir foreldra og nýr fróð­ leikur fyrir krakkana.“ Teikna á tölvu Þá stingur hann einnig upp á að leyfa krökkum að nota tölv­ una til að teikna, til dæmis á vefnum kleki.com. „Börnin fá að lita í tölv­ unni sem þeim finnst gaman, þetta þjálfar þau yngri að nota tölvumús og stunda list­ sköpun. Það er gott fyrir yngri kynslóðina að kynnast tölvu­ músinni sem annars er hverf­ andi listgrein sökum þess að við notum svo mikið snerti­ skjái. Á sama hátt mætti svo skrifa smásögu tengda mynd­ inni í Word til að venjast því að skrifa á lyklaborð.“ n Synirnir safna sér fyrir verðlaunum Fjörugt og fræðandi Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Gummi Jó, eins og hann er alltaf kallaður, kann að hafa ofan af fyrir dætrunum. MYND/AÐSEND Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er reynslunni ríkari. MYND/VALLI APPIÐ IREWARDCHART POKÉMON GO Samkomubann og skólalokanir geta reynt mikið á fjölskyldulífið. Tæknin getur komið að góðum notum til að gera þennan tíma bærilegri fyrir alla og skiptir þá litlu hvort leitað er að skemmtilegum fróðleik eða fræðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.