Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Page 26
26 FÓKUS STERKARI OG STÆRRI RASS HEIMA Dísa Edwards einkaþjálfari segir það mikilvægt að virkja rassvöðvann vel fyrir æfingu svo hann stækki. Hún deilir æfingu sem allir geta gert heima, þú þarft bara teygju og handlóð. 1. APRÍL 2021 DV Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is D ísa Edwards er 33 ára þriggja barna móðir búsett í Njarðvík. Hún er lærður einkaþjálfari og með BA gráðu í talmeina- fræði frá Auburn University. Í dag starfar hún sem að- stoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi. Dísa hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu. Hún hefur stundað CrossFit frá árinu 2014 og samhliða því stundað lyftingar. Árið 2015 fékk hún brenn- andi áhuga á öllu því sem tengist næringu. „Þá lærði ég nýja nálgun á mataræði sem breytti öllu hjá mér. Ég byrjaði með fjarþjálfun, Body By Disa, árið 2020 þar sem ég legg áherslu að kenna kúnn- unum mínum sömu nálgun og hvað það er mikill „game changer“ þegar kemur að því að ná sínum markmiðum.“ Stærri og sterkari rassvöðvar Dísa leggur ríka áherslu á að styrkja og móta rassvöðvana í prógramminu sem hún gerir fyrir viðskiptavini sína. „Það sem skiptir mestu máli þegar maður vill stækka þennan vöðva er að virkja hann vel fyrir æfinguna, kveikja á honum og vera viss um að maður sé að nota hann þegar maður gerir æfingarnar,“ segir hún. „Ásamt því er mikilvægt að velja æfingar sem henta manni og reyna á vöðvann. Sambland af þung- um lyftingum og svo léttum „high reps“ æfingum er best og „progress ive overload“ er einnig mikilvægt. En það þýðir einfaldlega að það er mikilvægt að skora á sig og þyngja viku frá viku og bæta við fjölda endurtekninga.“ Aðspurð hver algengustu mistökin séu þegar fólk vill stækka rassvöðvann, segir Dísa að það sé að fara ekki eftir neinu ákveðnu plani og gera alltaf mismunandi æf- ingar. Best er að velja æfingu sem maður finnur vel fyrir og halda sig við hana í alla- vega fjórar vikur. n 3 HRINGIR • 15 hnébeygjur • 10 armbeygjur • 5 burpees 2 hringir • 15 Donkey kicks hægri • 15 Donkey kicks vinstri Fyrir þessa æfingu þarftu tvö handlóð og teygju. Þetta eru fjórar lotur. Í hverri lotu eru þrjár æfingar og þú gerir þrjár umferðir af þeim æf- ingum. Hver æfing er fram- kvæmd í 45 sekúndur í senn, svo ferðu strax í næstu æfingu. Eftir hverja umferð hvílirðu í 30 sekúndur. Síðan þegar þú ert búin að gera þrjár umferðir þá hvílirðu í eina mínútu áður en þú ferð í næstu lotu. FYRSTA LOTA L1 Hver æfing í 45 sekúndur • Lateral raises • Plank Walkups • Bicep curl • 30 sekúndna hvíld • x3 – 1 mínútu hvíld – ÖNNUR LOTA L2 Hver æfing í 45 sekúndur * Hér getur þú notað teygju til að fá meira út úr æfingunni. • Single leg hip thrust vinstri • Single leg hip thrust hægri • Frog pump • 30 sekúndna hvíld • x3 – 1 mínútu hvíld – ÞRIÐJA LOTA L3 Hver æfing í 45 sekúndur • Reverse crunches • Side plank hip touch vinstri • Side plank hip touch hægri • 30 sekúndna hvíld • x3 – 1 mínútu hvíld – FJÓRÐA LOTA L4 Hver æfing í 45 sekúndur * Hér getur þú notað teygju til að fá meira út úr æfingunni. • Donkey kick vinstri • Donkey kick hægri • Standing hip abduction • x3 UPPHITUN ÆFINGIN Hægt er að nálgast æfingapró- grömm Dísu á bodybydisa. com. Hún er einnig virk á Instagram @disaedw- ards. MYNDIR/ SIGTRYGGUR ARI L1 LATERAL RAISES L4 DONKEY KICK L4 STANDING HIP ABDUCTIONL3 SIDE PLANK HIP TOUCH L2 FROG PUMP L1 BICEP CURL L2 SINGLE LEG HIP THRUSTL1 PLANK WALKUPS L3 REVERSE CRUNCHES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.