Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 33
Laufey Rún Ketilsdóttir
18. júní 1987
Tvíburi
n Húmoristi
n Mannvinur
n Forvitin
n Blíð
n Stressuð
n Óákveðin
Bergþór Ólason
26. september 1975
Vog
n Málamiðlari
n Samstarfsfús
n Örlátur
n Félagsvera
n Óákveðinn
n Forðast deilur
S igurjón Baltasar Vilhjálmsson betur þekktur sem raunveruleikastjarnan Bassi Maraj er ófeiminn við að segja
skoðanir sínar og er sjaldnast „low key“.
Bassi er fæddur í byrjun september sem ger-
ir hann að meyju. Meyjan er mikil tilfinninga-
vera og hún þarf mikinn stöðugleika og öryggi
til þess að fúnkera sem best. Meyjan á það til
að vera smámunasöm, vill hafa fínt í kringum
sig og ég tala nú ekki um gott skipulag. Hún
tekur stundum til – sér til skemmtunar, og er
með hjartað á réttum stað. Meyjan er sannur
vinur.
Nía í Stöfum
Seigla, hugrekki, þrautseigja, mörk
Það eru miklar breytingar og mikil sigling fram undan.
Þetta er skemmtilegt tímabil en getur verið yfirþyrmandi
á köflum. Það eru margar áskoranir sem fylgja því að berj-
ast fyrir sínu og að ná markmiðum. Spilið segir að þú hafir
öll þau tól sem þú þarft til að ná á leiðarenda, en biðlar til
þín að hlúa vel að sál og líkama í leiðinni svo þú brennir
ekki út. Þú ert að ögra öðrum með því að vera öðruvísi og
opinskár. Haltu áfram að vera þú og ekki bugast vegna
þess hvað öðrum finnst. Þú átt góða að sem standa með
þér. Nýttu þér krafta þeirra til að halda sterkur áfram.
Þristur í Bikurum
Hátíð, vinátta, sköpun, samvinna
Það er mikil „Sex and the City“ stemning í þessu spili þar
sem ólíkir karakterar koma saman og styðja við hvern
annan; ákveðið samfélag þar sem gagnkvæm virðing
ríkir og allir upphefja hver annan. Þú ert greinilega um-
kringdur góðu fólki. Ég sé mikið af samstarfsverkefnum
hjá þér enda ertu mikil félagsvera og vilt að það sé alltaf
partí hvort sem það er innan eða utan vinnutímans. Þú ert
að springa úr hugmyndum sem þig langar að framkvæma.
Sexa í Myntum
Gefa, þiggja, deila auð, gjafmildi, kærleikur
Hér sést þú vera að vinna þér inn áþreifanleg verðlaun.
Þú ert búinn að hafa fyrir því og nú skapast jafnvægi í
fjármálum. Mér finnst eins og þú eigir eftir að gera góða
Skilaboð frá spákonunni
Eitt spil sem rann út úr bunkanum og eru auka skila-
boð til þín var þristur í Sverðum sem minnir þig á að
loka ekki á gamlar tilfinningar heldur að vinna mark-
visst að þeim, gefa þeim pláss og viðurkenningu.
Þannig heilar þú þær tilfinningar sem eru þér erfiðar.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Bassi Maraj
SVONA EIGA ÞAU SAMAN
Vikan 01.04. – 08.04.
Litríkur einhyrningur…
Ástin spyr ekki um flokksskírteini
MYND/ERNIR
stjörnurnarSPÁÐ Í
L aufey Rún Ketilsdóttir, lögfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Sigríðar Andersen og núverandi starfsmaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór
Ólason, viðskiptafræðingur og þingmaður Mið-
flokksins, eru nýjasta ofurpar Íslands. Þau láta
ekki flokksskírteinið hafa áhrif á ástina og lék
DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman
ef litið er til stjörnumerkjanna.
Laufey er tvíburi og Bergþór er vog. Vogin
er óákveðin og vill að hlutirnir séu í fullkomnu
jafnvægi. Tvíburinn er einnig óákveðinn en er
rólegri þegar kemur að skipulagi. Hann þráir
frelsi og er hrókur alls fagnaðar.
Saman mynda tvíburinn og vogin sterkt sam-
band. Þau eru bæði málgefin og skörp. Það er
sjaldan leiðinleg stund hjá þeim. Þau búa bæði
yfir geysimikilli andlegri orku, þau njóta þess
að varpa fram hugmyndum, kenningum og
gantast saman. Tvíburinn er hugmyndaríkari
en Vogin hjálpar honum að koma hugmynd-
unum í verk. Þau hafa bæði áhuga á öllu milli
himins og jarðar sem skilar sér í endalausum
samræðum. n
MYND/ÚR SAFNI TORGS
Páskarnir fyrir hvert stjörnumerki fyrir sig…
Hrútur
21.03. – 19.04.
Hrúturinn vill finna sér tilefni til
þess að fara í sparikjólinn og setja
á sig varalit (og já það á eiginlega
við fyrir öll kynin). Hrúturinn er í
sínu klassíska flippstuði sem hann
kemst í öðru hverju þegar hlutirnir
hafa verið aðeins of venjulegir.
#flipppáskar
Naut
20.04. – 20.05.
Nautið mun klárlega ganga á ein-
hver fjöll. Þú munt í það minnsta
verja miklum tíma í náttúrunni,
lesa góðar bækur og púsla.
Þér finnst svo gaman að púsla!
Draumapáskahelgi fram undan
fyrir jarðtengda náttúrubarnið
okkar.
Tvíburi
21.05. – 21.06.
Tvíburinn heldur að hann sé
Gordon Ramsay um páskahelgina,
skellir á sig svuntunni og framreiðir
alls konar skemmtilegar kræsingar
fyrir sig og sína. Það má klárlega
segja að þú munir bæta ófáum
kílóum á þig um páskana.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Krabbinn mun leggja sig allan fram
við páskaskreytingarnar. Útblásin
egg í öllum heimsins litum, páska-
ratleikur og alls kyns skemmti-
legheit í kortunum. Það má segja
að þú munir rækta þitt innra barn
og jafnvel skemmta þér betur en
börnin sjálf í fjölskyldunni.
Ljón
23.07. – 22.08.
Ljónið mun klárlega borða yfir sig
af súkkulaði og hefur líklegast ekki
beðið eftir páskunum til þess að
byrja á því að fá sér smá. Hey, það
er svo sannarlega enginn að dæma
þig, við elskum þig nákvæmlega
eins og þú ert.
Meyja
23.08. – 22.09.
Skrúbba, bóna, skúra... Meyjan
fer í tiltektargírinn og skipuleggur
heimili sitt í bak og fyrir.
Svo þegar hún hefur lokið því ætlar
hún að verðlauna sig rækilega með
dýrindis- og vel útilátinni páska-
máltíð.
Vog
23.09. – 22.10.
Vogin getur að venju ekki ákveðið
hvað hún vill gera um páskana og
er með valkvíða. Hún á endanum
lætur einhvern annan ákveða það
og fer svo inn í nokkuð afslappaða
og kósí páskahelgi.
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Gúrú-sporðdrekinn mun eiga
óvenju andlega helgi. Þig langar
bara að detoxa andlega og líkam-
lega, lokar á alla samfélagsmiðla
og ferð í smá naflaskoðun milli
þess að gera jóga og öndunar-
æfingar.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Bogmaðurinn er löööngu búinn
að plana páskana og setja það í
dagatalið hjá sér sem uppfærist
svo sjálfkrafa hjá öllu þínu nánasta
fólki. Þú ert allavega með eitthvað
eitt pottþétt prógramm bókað,
hvort sem það er bústaður, kvöld-
verður með fjölskyldunni, föndur
eða allt sem er hér upptalið.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Þín plön eru nákvæmlega ekki nein.
Þú munt svo sem gera alls konar
um páskana en bara alls ekki plana
neitt ákveðið. Þú ert afslapp-
aður og fylgir bara flæðinu, ekki
væri verra fyrir þig að eiga einn
bogmann sem vin sem gæti bara
planað þetta fyrir þig.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Vatnsberinn verður óvenju hefð-
bundinn að þessu sinni, kaupir sér
eitt hóflegt páskaegg, nýtur þess
að lesa málsháttinn og á bókaðan
kvöldverð með fjölskyldunni. Þú
ert jafnvel að spá í að fara í messu
bara svona upp á djókið.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Þú ert einn af þeim sem nýtur þess
einmitt ekki að fara út úr bænum
þegar hálf þjóðin ákveður að gera
það. Þú ert svona leyni „rebel“
og það að gera öfugt við alla aðra
gleður þig mjög mikið, m.a.s. þótt
enginn annar taki eftir því.
fjárfestingu, þannig að ef þú hefur verið óviss um hvort
þú eigir að gera það og leitar eftir svari þá er svarið: Já,
gerðu það! Þetta spil er líka tákn um jafnvægi þar sem
þér líður vel og hlutirnir bara einfaldlega ganga upp. Þú
ert þakklátur og örlátur.
FÓKUS 33DV 1. APRÍL 2021