Fréttablaðið - 30.04.2021, Page 21

Fréttablaðið - 30.04.2021, Page 21
K Y N N I NG A R B L A Ð Lífræn vottun Kynningar: Arctic Fish, Heilsustofnun NFLÍ, Fiskeldi Austfjarða, Þörungaverksmiðjan, Brauð & CoFÖSTUDAGUR 30. apríl 2021 Náttúrulegar aðferðir eru enn notaðar við framleiðslu á um 80% matvæla í heiminum og munu aukast vegna vitundarvakningar um ávinning af því fyrir heilsu og umhverfi. MYND/AÐSEND Lífræn ræktun er besta vörnin Vottunarstofan Tún hefur um langt skeið verið í framlínu lífrænnar þróunar hérlendis. Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri segir starfsmenn Túns skynja jákvæðar breytingar á viðhorfum til lífrænnar ræktunar. „Almenningur leitar leiða til að bæta líf sitt og heilsufar og þar gegnir hollt mataræði lykilhlut- verki. Neytendum er ekki lengur sama hvaðan matvælin koma og hvernig þau eru framleidd. Uppruni og framleiðsluaðferð ráða mestu um gæðin. Vottuð lífræn ræktun er trygging neytenda fyrir því að fæðan sé framleidd með aðferðum sem stuðla að háu næringargildi, hreinleika og góðri meðferð náttúr- unnar, að ógleymdri velferð búfjár,“ segir Gunnar. Aftur til fortíðar Framtíð lífrænnar ræktunar helst í hendur við samkeppni við tækni- vædda stórræktun, verksmiðju- búskap og erfðabreytta ræktun. „Hér áður fyrr voru matvæli að mestu framleidd með lífrænum aðferðum, án tilbúins áburðar og eiturefna, jarðvegurinn var auðgaður með búfjáráburði, moltu og öðrum lífrænum efnum. Ólíkar jurtir voru ræktaðar á víxl til að viðhalda frjósemi, þar á meðal jurtir sem mynda köfnunarefni og aðrar notaðar til áburðar. Þessar náttúrulegu aðferðir eru reyndar enn notaðar við framleiðslu á um 80 prósentum allra matvæla í heim- inum,“ upplýsir Gunnar. Þegar tilbúinn áburður og fjöl- breytt flóra varnarefna til ræktunar á fóðri og matjurtum komu til sögunnar hófst hins vegar þróun sem enn plagar landbúnaðinn. „Við það byrjaði jarðsambandið við lífríki gróðurmoldarinnar að rofna. Búfé var tekið af beitilandi og fóðrað á kjarnfóðri og vexti búfjár viðhaldið með notkun hormóna og sýklalyfja. Undir lok síðustu aldar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.