Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 3

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 3
VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan okkar – saga hinsegin fólks – er þema Hinsegin daga að þessu sinni. Við lítum um öxl og veltum fyrir okkur hvernig fortíðin hefur mótað það samfélag sem við búum í og okkur sjálf sem manneskjur. Á Íslandi hefur sagan okkar ekki verið skráð nema að litlu leyti en hún býr innra með okkur, sér í lagi þeim sem eldri eru. Mikilvægi þess að hlusta á frásagnir fortíðarinnar er ótvírætt því pólitískir sigrar jafnt sem hversdagslíf þeirra sem á undan okkur komu hefur áhrif á líf okkar, menningu og hugsunarhátt. Við ættum því að sýna sögunni virðingu og læra af henni. Þó er ekki vænlegt að dvelja eingöngu í fortíðinni; samfélag okkar hefur breyst og við þurfum að laga baráttuna að samtímanum. Hryðjuverkaárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando, sem tók líf 49 einstaklinga, og aðrir hatursglæpir sem framdir eru gegn hinsegin fólki víða um heim sýna að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og minna á að baráttan gegn hómófóbíu, transfóbíu, rasisma og annars konar fordómum er langt því frá búin. Hinsegin samfélagið verður sífellt stærra og málefnin fjölbreyttari og við verðum að halda áfram að berjast fyrir sýnileika okkar, virðingu og mannréttindum. Sagan okkar verður til þegar þessi orð eru skrifuð og lesin og það er á okkar ábyrgð að feta hinn vandrataða milliveg milli fortíðar og framtíðar; læra af því sem gerst hefur og reyna um leið að sjá fyrir hvað mun hafa farsælust áhrif á framtíðina og þjóna hinsegin fólki samtímans best. Stjórn Hinsegin daga leggur nú, líkt og áður, áherslu á að hafa dagskrá hátíðarinnar fjölbreytta og höfða til eins margra og mögulegt er. Það er von okkar að þið finnið efni við ykkar hæfi, bæði hér í tímaritinu og á sjálfri hátíðinni, og að þau brot úr sögunni okkar sem birtast á þeim vettvangi séu bæði gagnleg og fræðandi. Gleðilega hátíð! The theme of Reykjavik Pride this year is ‘Our History’ – the history of queer people. We look back and think about how the past has shaped our society and ourselves. In Iceland our history is still largely unwritten, but it lives within us; in the stories we tell about ourselves and the people around us. These stories are important because those who came before us, their personal and political battles as well as everyday lives, affect the way we live our lives and think today. We should thus respect our history and learn from it. Yet to move forward one can not dwell in the past for too long. There are still battles to be fought and the horrifying events at the Pulse nightclub in Orlando show that we need to stay on guard and continue the fight against homophobia, transphobia, racism and other prejudices. Our queer community is expanding and we need to work towards increased visibility, respect and human rights of all our siblings. Diversity and variety is important to the management team of Reykjavik Pride, and our goal is to organise events that appeal to all our guests. We hope that this year’s programme will be no exception therefrom, and that you will meet great people, learn new things about our society and our history, and last but not least: have great fun. Happy Pride! Stjórn Hinsegin daga 2016: Reykjavik Pride’s management team 2016: Eva María Þórarinsdóttir Lange – formaður / president Jón Kjartan Ágústsson – varaformaður / vice president Gunnlaugur Bragi Björnsson – gjaldkeri / treasurer Ásta Kristín Benediktsdóttir – ritari / secretary Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson – meðstjórnandi / board member

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.