Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 6
REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA FLÚÐIR VÍK KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR Splash of color with an attitude Welcome to our hotel, bar and café at Reykjavik Harbor Icelandair Hotel Reykjavik Marina, Mýrargötu 2, Reykjavik For more information and booking: www.icelandairhotels.is or tel. +354 444 4000 Icelandair Hotel Reykjavik Marina is located in the up-and-coming downtown harbor district, just a stone’s throw from the capital’s attractions. You´ll be blown away by the colorful and quirky design found everywhere in the hotel, from our innovative rooms to the funky street art on the exterior, and if that doesn’t do it for you the view is to die for. If you are looking for a delicious and affordable menu we are totally dependable but if you have a thirst for cocktails Slippbarinn and Kaffislippur are without a doubt, no holding back, best places ever! E N N E M M / S ÍA / N M 7 5 9 9 7 GANGIÐ STOLT UM GLEÐINNAR DYR … Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands Ég hef oft sagt söguna af því þegar ég var á símavakt í Sokkholti, húsnæði Rauðsokkahreyfingarinnar við Skólavörðustíg, snemma á áttunda áratugnum. Þá hringdi bandarísk blaðakona og spurði hvort hún mætti koma og leita upplýsinga. Það var sjálfsagt. Konan kom og spurði kurteislega hvar hún gæti komist í samband við íslenskar lesbíur og ég glápti á hana gjörsamlega kjaftstopp. Svo stamaði ég að því miður væru þær báðar í Kaupmannahöfn. Þá starði hún á mig smástund, þakkaði fyrir upplýsingarnar og fór. Mér var eitthvað órótt yfir þessu þegar hún var farin því hún varð svo hissa og horfði svo skrítilega á mig. Mig grunaði að tvær af ungu Rauðsokkunum væru lesbískar og þær voru báðar í Kaupmannahöfn þá – en Nýja kvennahreyfingin var í upphafi mjög gagnkynhneigð og fannst að hún ætti nóg með fordómana sem hún þyrfti að berjast gegn þó að hún væri ekki að bæta á sig fordómum samkynhneigðra. Ég minnist þess þó ekki að þetta hafi nokkurn tíma verið rætt eða neinar samþykktir gerðar – þetta var bara viðtekið og ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn sem einstaklingar og hópar innan sömu baráttuhreyfingar snúast hver gegn öðrum með þöggun og höfnun að vopni. Skömmu eftir þetta komu tveir af bestu vinum mínum út úr skápnum og ég þurfti að gjöra svo vel að endurmennta mig og endurmeta afskaplega margt. Eitt af því var læra að meta hinsegin menningarhefð. Sú hefð er orðin mjög löng og næturlíf og undirheimar urðu til í öllum meginborgum Evrópu þar sem annars konar kyn og kyngervi voru í boði. Þangað laumuðust borgararnir sem græddu á daginn en grilluðu (kyngervið) á kvöldin. Þetta var hulinn heimur og tvöfalt siðgæði sem getur étið sálina og orðið óhollt til lengdar. Það var helst í karnivalinu og hláturmenningunni sem mátti snúa alvörumálum á haus, meðal annars graf-alvörumálum eins og hinu gagnkynhneigða regluræði. Þöglar myndir og gömul svart-hvít póstkort sýna kabaretta og bari fyrir hinsegin fólk þar sem er daðrað og duflað og brugðið á leik með kyn og kyngervi og erótíkin er ekki langt undan. Smám saman kemur litur á þessar gömlu myndir og laumuspilið hættir að vera ill nauðsyn til að missa ekki vinnu eða vera útskúfað af samfélaginu. Sumir af eldri kynslóðinni söknuðu þessarar tilveru þar sem menn gátu aðeins lifað í samræmi við kynhneigð sína þegar þeir voru öruggir meðal vina sinna. Þeir voru orðnir vanir spennunni sem fylgdi hinu tvöfalda lífi, óttanum og sælunni. En þeir voru fleiri sem hötuðu þetta líf og glöddust ósegjanlega þegar þeir gátu verið þeir sem þeir voru. Nú vona ég að enginn sé farinn að upplifa þetta skrif eins og Samtal við vampíru, þar sem ég sé í hlutverki vampírunnar og hafi upplifað alla tíma persónulega! Ég var sjaldnar en vert væri með vinum mínum í þessum gleðskap. Því hinsegin menning er auðug af alls konar leik og sköpun; gleðileikjum, söng, dansi, glysi, tilraunum með það óþekkta og villta, og sömuleiðis því mikla næmi og fágun sem fylgir tvísæinu. Bókmenntirnar eru einn af verðmætustu lyklunum að hliðum þessa heims sem úrvalshöfundar eins og Kristín Ómarsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Guðbergur Bergsson hafa skapað handa okkur. Margt má læra um af bókum en mest og best hef ég þó lært af vinum mínum tveimur sem minnst var á í upphafi, Þorvaldi Kristinssyni sem kennt hefur mér svo margt og Guðnýju Stellu Hauksdóttur, verkakonu frá Vestmannaeyjum sem kunni að gleðjast með glöðum! Blessuð sé minning hennar. Ljósmynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. 6

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.