Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 10

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 10
Ég áttaði mig á því hver ég var þegar ég var smákrakki en eins og gefur að skilja var ekki nokkur leið að gera neitt í því lengi vel. Ég var orðin fimmtán, sextán ára þegar ég heyrði fyrst af því að leiðréttingaraðgerðir hefðu verið gerðar á fólki og þá leit ég á það sem mjög fjarlægan draum. Ég fór svo seinna á sjó og í siglingum úti í heimi hitti ég trans fólk. Árið 1974 rakst ég til dæmis á krá suður í Genúa á Ítalíu þar sem trans fólk hittist en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara þangað inn. En svo var ég hluta úr sumri í Hamburg árið 1983 og aftur árið 1987 og þar stundaði ég trans krá en var í felum gagnvart skipsfélögunum. Á þessum tíma fór ég einnig í gegnum misheppnað hjónaband og eignaðist þrjú börn en skildi árið 1984. Glíman við geðlæknana Hvenær reyndirðu fyrst að koma út úr skápnum? Árið 1984 reyndi ég fyrst að sækja mér aðstoð. Þá voru til geðlæknar sem voru til í að rannsaka mig en enginn vildi í raun hlusta á mig. Læknirinn sem ég fór til var staðráðinn í að lækna mig af þessari vitleysu en kom aldrei fram með neina lausn. Dag einn mætti ég síðan í viðtal en þá var hann ekki við og hafði ekki skilið eftir nein skilaboð – hann hafði gefist upp á mér! Haustið 1987 braut ég svo á mér öxlina og hætti til sjós og fór í öldungadeild MH til að klára nám sem ég var byrjuð á. Þar ræddi ég við námsráðgjafa, Sölvínu Konráðs, og hún var fyrsta manneskjan sem hafði skilning á mínum málum. Hún aðstoðaði mig næstu tvö árin á eftir, til dæmis við að ræða við geðlækna. Einn þeirra vildi láta leggja mig inn til að skoða mig betur en ég get ekki séð hvað ætti að koma út úr því og harðneitaði. Seinna frétti ég svo af því að trans strákur sem leitaði sér aðstoðar hér heima á þessum árum hefði verið lokaður inni á geðdeild. Leitaði til Svíþjóðar Á þessum tíma var ég algjörlega ein. Ég frétti reyndar af íslenskri konu sem fór í aðgerð í Noregi árið 1989 og kom til Íslands þá um sumarið. Við hittumst meðan hún dvaldi hér heima og vorum í ágætis sambandi eftir það en hún kom aldrei fram opinberlega. Neikvæðnin hér heima var mjög mikil og aðgerðaleysið í heilbrigðiskerfinu algjört svo ég sá mér ekki fært að búa hér og flutti til Svíþjóðar haustið 1989. Fórstu út með það í huga að fara í leiðréttingarferli? Að sjálfsögðu. Það var aðaltilgangurinn. Formlega gaf ég reyndar upp að ég væri að fara út til að setjast þar að og vinna – sem ég gerði. En aðalástæðan fyrir því að ég fór var sú að þarna úti var, og er enn, í gildi norrænn sáttmáli um félagslegt öryggi og samkvæmt honum átti ég að eiga sama rétt á læknisþjónustu í Svíþjóð og sænskir ríkisborgarar. Þetta gekk reyndar ekki eftir og ég komst ekki í neitt ferli strax. Það gekk á alls konar ævintýrum áður en það gekk upp og ég gat loks lokið leiðréttingarferlinu árið 1995. Félagið Benjamin En þarna komstu í félagsskap sem hefur væntanlega skipt miklu máli? Já, það var mjög mikilvægt fyrir andlegu hliðina. Þarna var starfandi félagsskapur fyrir transsexúal fólk sem hét Föreningen Benjamin og þar var ég virk öll árin sem ég var í Svíþjóð. Í Föreningin Benjamin ríkti mikil nafnleynd þegar ég gekk í félagið og aðeins þrír aðilar höfðu aðgang að nafnaskrá félagsins; formaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn. Margir félagar og jafnvel stjórnarmeðlimir notuðust við dulnefni og það var ómögulegt að sækja um styrki því það mátti ekki gefa styrkveitendum upp neinar upplýsingar um félagsmenn. Þetta var dálítið broslegt á köflum því leyndarhyggjan var algjör en nokkrir félagar, þar á meðal ég, voru mjög gagnrýnir á þennan feluleik. Svo gerðist það að upp kom frægt glæpamál í Svíþjóð þar sem hinn svokallaði Lasermaður gerði skotárásir á þeldökka innflytjendur. Það greip um sig ÁRIÐ 1984 REYNDI ÉG FYRST AÐ SÆKJA MÉR AÐSTOÐ. ÞÁ VORU TIL GEÐLÆKNAR SEM VORU TIL Í AÐ RANNSAKA MIG EN ENGINN VILDI Í RAUN HLUSTA Á MIG. Mynd til hægri: tekin fyrir starfsmannablað Orkuveitu Stokkhólms í ársbyrjun 1995. Mynd: SEkring. Mynd tekin í janúar 1981 um borð í Bakkafossi í höfn í Norfolk VA. Ljósmynd: Magnús Þór Óskarsson. Formleg tilkynning um að Önnu væri heimilt að fara í aðgerð með því skilyrði að hún gengist undir ófrjósemisaðgerð, þá hina sömu og nú hefur verið dæmd ólögleg í Svíþjóð. Anna á von á að fá skaðabætur vegna þessa innan tveggja ára. 10

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.